Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 13
viðburðum á Austurlandi. Ég er ekki í vafa um að þessi sjónleikur mun vekja athygli, en við erum bundnir þagnarskyldu ennþá um frekari upp- lýsingar, svo og um nafn höfundar. Þá höfum við lagt áherzlu á, að kór- ar og lúðrasveitir æfi með þátttöku í landsmótinu fyrir augum. Þetta eru nokkur atriði úr skemmti- dagsskránni. Ég vil geta þess, að okk- ur væri kærkomið að fá dagskrárat- riði frá öðrum héraðssamböndum, og væri gott að fá sem fyrst fréttir af hugsanlegum hvalreka af þessu tagi. Það er sem sagt unnið að mótsund- irbúningi af fullri einbeitni og það verður hvergi slakað á. Fólk víðsveg- ar úr héraðnu hefur boðið fram krafta sína til starfa fyrir landsmótið. Það er okkur mikil uppörvun að fólkið stend- ur með okkur, og hefur mikinn áhuga a að láta landsmótið verða héraðinu til sóma. Skógarhátíðin Skógarhátíð UÍA var haldin um verzl- unarmannahelgina, eins og í fyrra, og fór fram með miklum glæsibrag. Andrúmsloftið breytist, þegar fargi á- fengisins er létt af slíkum útiskemmt- unum. Aðsóknin var mikil, um 3000— 4000 manns sóttu hátíðina, og það var aberandi, hve margir foreldrar komu uieð börn sín, þannig, að heilar fjöl- skyldur gátu dvalið við góða skemmt- un í fögru umhverfi um helgina. Við teljum það skyldu okkar að hafa löggæzluna stranga, enda sást ekki nokkur maður undir áhrifum á- fengis, og voru allir mótsgestir áreið- anlega ánægðir með það. Þarna var boðið upp á langa og margbreytilega dagskrá. Á laugardeg- skinfaxi inum hófst hún kl. 8 að morgni og stóð til kl. 3.30 um nóttina. Síðasti hluti dagskrárinnar, varðeldsskemmt- un, hófst kl. 1.30. Á sunnudegin- um hófst dagskráin kl. 10 árdegis og stóð til kl. 1 um nóttina. Það var allt- af eitthvað að gerast,, íþróttakeppni, íþróttasýningar, skemmtiatriði og dans. Keppt var í frjálsum íþróttum og handknattleik, og einnig fór fram glímusýning og bændaglíma. Það var áberandi núna, hversu mik- ið af fólki úr öðrum landshlutum sótti hátíðina, sem er gleðilegur vottur um það, að hróður hennar hefur borizt víða, og fólk telur sig eiga erindi í heimsókn austur á land. Saga TJMFÍ í 60 ár eftir Andrés Kristjánsson Andrés Kristjánsson ritstjóri hefur unnið að því að skrifa sögu Ung- mennafélags íslands, og hefur hann nú nær fulllokið því verki. Þetta er saga heildarsamtaka ung- mennafélaganna frá upphafi UMFÍ. Til er saga UMFÍ 1907—1937 eftir Geir Jónsson, og er saga þess tímabils því ekki rakin mjög nákvæmlega í sögu Andrésar, heldur lögð áherzla á síðustu 30 árin. Andrés mun afhenda verkið fyrir áramót, og má búast við að bókin komi út fyrri hluta næsta árs. Hér er um mjög kærkomið og nauðsynlegt afmælisrit að ræða, sem mun verða gott heimildargagn um sögu ung- mennasamtakanna. 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.