Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 11
Skinfaxi hitti nýlega að máli Krist-
jan Ingólfsson, formann UÍA, og innti
hann eftir fréttum að austan, einkum
um undirbúning landsmóts UMFÍ að
Eiðum r.æsta sumar og um Sumarhá-
tíð UÍA í Atlavík, sem vakið hefur
verðuga athygli fyrir menningarbrag
°g fjölbreytilega dagskrá.
Kristjáni sagðist svo frá:
Landsmótið að Eiðum
Undirbúningur gengur samkvæmt á-
setlun. Unnið er sleitulaust að íþrótta-
vallagerð. Sáð var í grasvöllinn í sum-
ar, og vonum við að hann verði vel
hæfur til notkunar næsta sumar.
Einnig er unnið að gerð knattspyrnu-
vallar, en handknattleiksvöllurinn er
þegar fullbúinn.
Þetta eru kostnaðarsamar fram-
kvæmdir, og kemur sér vel sá hagn-
aðu.r, sem við fengum af skógarhátíð-
inni, en hann fer allur í þessi verk-
efni. Á landsmótinu verður sett upp
bráðabirgðasundlaug, eins og var á
landsmótinu á Laugarvatni, en við
verðum að hita vatnið upp með olíu-
kyntum kötlum.
Mótssvæðið allt hefur verið skipu-
lagt í stórum dráttum. Allt verður
gert til að vanda til móttöku lands-
mótsgesta. M. a. verða rúmgóð bíla-
mjög óhagstæð eftir að sáning og
°g áburðardreifing fór fram, þannig,
að vel getur verið að uppskeran verði
lakari en ella. En það er ekki höfuð-
atriði. Þetta er aðeins byrjunin á
noiklu verki, og alltaf má gera ráð
fyrir einhverjum áföllum af völdum
veðráttunnar.
Það er spá okkar, að þessi land-
græðsluferð sé upphafið að góðu og
arangursríku starfi. í ungmennafélög-
unum eru vinnufúsar hendur, sem eru
reiðubúnar til starfa í þágu þessa
Þjóðþrifamáls. Hér er verðugt verk-
efni fyrir ungmennafélögin. Unga
kynslóðin verður að horfast í augu
við þá staðreynd, að þrátt fyrir alla
ræktun undanfarinna ára, er gróður-
SKINFAXI
lendi landsins að minnka ár frá ári.
Þessa eyðingu landsins verður að
stöðva og súna þróuninni við.
Við íslendingar horfum með hryll-
ingi á þær aðfarir ýmsra ríkja heims
að leggja undir sig landflæmi með
vopnavaldi og manndrápum, og meg-
um þá lofa hamingjuna fyrir hnatt-
stöðu okkar.
Okkar landvinningastríð verður
ekki háð með manndrápstækjum eða
ofbeldi við aðrar þjóðir. Það verður
háð með vinnandi höndum gegn eyð-
ingarmætti óblíðra náttúruafla. Þann-
ig ætlum við að auka nytjalandið,
stækka ísland. Það er lífshagsmuna-
mál ungu kynslóðarinnar að sigra í
þeirri styrjöld.
11