Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 10
Jóhannes Sigmundsson, form HSK, dreifir
áburði
mennafélagar komnir inn á Biskups-
tungnaafrétt undir forustu Ingva Þor-
steinssonar. Þetta voru félagar úr
ýmsum ungmennafélögum í Árnes-
sýslu. Sú spá rættist, að ekki myndi
erfitt að fá ungt fólk til þessa þarfa
verks, og voru þátttakendur jafnt úr
uppsveitum og lágsveitum sýslunnar.
Ferðast var í langferðabíl, en í öðrum
rúmgóðum bíl voru vistir hópsins og
„eldhús á hjólum“.
Á sunnudeginum var sáð grasfræi
og áburði í stórt svæði, sem er að
verða eyðingunni að bráð, norðaustan
Bláfells. Það var gengið rösklega til
verks, enda þátttakendur allir meira
og minna vanir slíkum störfum.
Þegar kvölda tók og áætlunarverk-
inu á þessum stað var lokið, hélt allur
hópurinn inn í Árskarð í Kerlingar-
fjöllum, en það var áformað að gista
í sæluhúsi Ferðafélags íslands. Var
þar neytt ríkulegs kvöldverðar, en um
kvöldið var skíðahótelið heimsótt og
setin þar kvöldvaka.
Snemma á mánudagsmorgun var
haldið til Hvítárness. Þar var fræi og
áburði dreift í jaðar Tjarnheiðar, sem
er eins og opið sár á margra kílómetra
svæði. Allt þetta verk gekk eins og í
sögu. Þetta var glaour og áhugasam-
ur hópur, og starfið var leikur einn.
Síðdegis var safnast saman til „loka-
hófs“ við sæluhúsið í Hvítárnesi. Þar
var m. a. háð „S!eifarmót“, en slík
mót halda sunnlenzkir ungmennafé-
lagar við ýmis sérstök tilefni. Keppt
er um óvenjulegan verðlaunagrip,
gamla trésleif, en um uppruna hennar
ganga ýmsar þjóðsögur. Sigurvegari í
þessari hörðu íþróttakeppni var Böðv-
ar Pálsson á Búrfelli í Grímsnesi.
Það voru ánægðir ferðalangar, sem
héldu úr óbyggðum þetta sumarkvöld.
Vel unnu verki fylgir alltaf sönn á-
nægja, sem eru haldbeztu vinnulaun-
in. Það var líka upplyfting og góð
skemmtun að ferðast inn á öræfin í
glöðum hópi, og allt þetta tengir ung-
mennafélaga traustari böndum. Bisk-
upstungnamenn í hópnum voru auð-
vitað fróðastir um sinn afrétt, og
veittu lágsveitamönnum óþrjótandi
fræðslu um staðhætti og sögu þessa
landshluta allt frá sköpun landsins til
þessa dags, svo sem eldgos, gróður-
far, ár og fallvötn, atvinnusögu, svað-
ilfarasögur og draugasögur. Reyndust
sérstaklega þeir Arnór á Bóli og
Hreinn í Dalsmynni slíkir fræðaþulir,
að ekki er hægt að láta þess ógetið.
Hver hinn verklegi árangur af þess-
ari ferð verður, er eftir að koma í
ljós. Alls var sáð einni lest af grasfræi
og 8 lestum af áburði. Veðráttan var
10
SKINFAXI