Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 38
Þórir Þorgeirsson iþróttakennari á Laugarvatni varð timmtugur 14. júlí s. 1. Auk umfangs- mikillar íþróttakcnnslu á Laugarvatni hefur Þórir unnið geysimikið starf við íþróttakennslu og stjórn íþróttamóta innan Héraðssambandsins Skarphéðins. Þórir hefur stjórnað einhvcrj- um stærstu hópfimleikasýningum hérlendis á Iandsmótum UMFÍ 1957 og 1965, en á því síðartalda er myndin tckin. Skinfaxi óskar Þóri alira lieilla í tilefni afmælisins með þeirri ósk, að ungmennafélögin megi njóta starfskrafta hans sem lcngst. hreppar héraðsins farnir að styðja starfsemina með árlegum framlögum, en þau eru þessir: Skútustaðahrepp- ur, Reykdælahreppur, Aðaldæla- hreppur, Ljósavatnshreppur og Háls- hreppur. Einnig hafa Húsavíkurbær, sýslu- sjóður og Menningarsjóður K. Þ., stutt sambandið með árlegum fjárframlög- um. Sambandið stóð að bindindismóti í Vaglaskógi um verzlunarmannahelg- ina ásamt félagasamtökum á Akureyri og í Eyjafirði. Mótið var að venju vel sótt og þótti takast vel. Framkvæmdastjóri síðasta móts var Stefán Kristjánsson, Nesi. Ákveðið er að halda þessari starf- semi áfram í Vaglaskógi, því hennar * er sannarlega þörf. Þar sem áhugi virðist mikill hjá ungu fólki og öðrum að skemmta sér í Vaglaskógi, er ekki vandalaust að halda uppi menningarsamkomu þar. Hefur komið til tals að skógræktar- samtök sýslunnar og H. S. Þ. stæðu að einni samkomu á komandi sumri. 38 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.