Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 25
fríinu og vikivakadans í Goodtempl- arahúsinu þegar líða tók á námskeið- ið. Þeim, er litið hefði inn í fimleikasal- inn og heyrt skipun Jóns Þorsteins- sonar, myndi ekki hafa dottið annað í hug en að hér væru óðalbornir Bakka- bræður saman komnir. Svo mjög var hópurinn sundurleitur. Þarna voru nokkrir menn, sem eitthvað höfðu iðkað fimleika, þá aðrir, sem varla höfðu séð fimleika hvað þá heldur meira. En eitt var sameiginlegt, allir vildu vera með og gerðu sitt bezta. Og þess skal getið, að undir hand- leiðslu og stjórn Jóns Þorsteinssonar leið ekki langur tími, þar til taktur °g viðbrögð voru orðin hin beztu. Þannig var það í hverri íþróttagrein, að þroskinn varð með undrum mikill. Má þar marka nokkuð, að knatt- sPyrnukappleik töpuðum við fyrir K.R., sem þá var íslandsmeistari, með f mörkum gegn 1. Þegar líða tók á námskeiðstímann hefði mátt með hægu móti stofna ágætan fimleikaflokk. Og hefði lengri tími gefist, hefðu þarna upp risið ágætir íþróttamenn á hverju sviði íþrótta, enda átti það eftir að koma í bjós, að sumir þessara manna urðu meðal beztu íþróttamanna landsins er stundir liðu fram. Auk þess, sem menn þessir hafa verið og eru enn ágætir menn innan íþróttahreyfingarinnar. Eins og áður segir, vorum við til húsa víðsvegar um bæinn. Til þess að bæta okkur þetta upp, vorum við svo féiagslyndir, að við komum saman til funda- og skemmtihalds í kaffistof- um bæjarins. Kom þá í ljós, að meðal okkar voru mælskumenn, hagyrðing- ar og efni í skáld. Hér voru og efni í SKINFAXI óperusöngvara og leikara, og hermi- krákur voru hér ágætar. Var á þessum samkomum tjaldað því sem til var og höfðum við mikla ánægju af þessum samfundum. Hagyrðingarnir pukruð- ust til að bera saman bækur sínar og voru grunaðir um græzku, sem þó var ástæðulaus. Hátíð þessi stóð í fjóra mánuði. Þá áttum við að vera færir um að fara út meðal lýðsins og kenna og einnig að sýna getur okkar sjálfra í íþróttum. Og þó tíminn væri ekki lengri, náðist undraverður árangur. Allir munu hafa kennt eitthvað þegar heim kom í hérað, og bárust fréttir af því á næstu árum, að nemendurnir kenndu og létu gott af sér leiða. Skilnaðarhóf var haldið. Þar var Guðmundur landlæknir Björnsson að- alræðumaðurinn. Lét hann mjög vel yfir árangrinum og þeim framförum, sem menn höfðu tekið. Minnisstæð- astur er mér einn partur ræðu hans um pilt, sem honum hefur víst fundist okkar grennstur. „Þegar ég sá hann meðal ykkar, sagði ég við sjálfan mig: „Þeir drepa strákinn“, en þetta fór á annan veg. Pilturinn þrútnaði allur og tútnaði, og þetta sannar okkur hvers íþróttirnar eru megnugar. Þetta eru þær einar færar um að gera“, sagði Guðmundur með stolti þess manns, sem þekkir íþróttirnar og gildi þeirra. Enginn okkar nemendanna var svo djarfur, að standa upp og segja orð. Óg nú ætla ég að flytja inntak þeirra ræðu, sem ég var komin á fremsta hlunn með að flytja í þessu hófi, þó mig brysti kjark til að standa á fætur þá og flytja hana. „Ég þakka þeim sem gefið hafa okk- ur tækifæri til að sækja þetta nám- skeið, ég þakka kennurunum fyrir 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.