Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.07.1967, Blaðsíða 36
f sutnar komu hingað til Iands úrvals fimleikaflokkar karla og: kvenna í fimlcikum frá Danmörku. Flokkarnir komu hingað á vegum Ungmennasambands Eyjafjarðar, og var hér um mjög góða íþróttaheimsókn að ræða. Fimleikafólkið sýndi listir sínar á nokkrum stöö- um á Norðurlandi og einnig í Reykjavík við ágætar undirtektir. Myndin sýnir nokkrar stúlkur úr hópnum. Óskar Ágústsson flutti skýrslu sam- bandsins, sem lögð var fram prentuð. Ljóst var af skýrslu stjórnar, að starf- semi sambandsins hafði verið mjög margþætt og umfangsmikil og kostað mikla fyrirhöfn og mikið fé. Arngrím- ur Gieirsson las og skýrði reikninga sambandsins. Voru niðurstöðutölur- rekstrarreiknings um 510.000.00 kr., en rekstrarhalli var rúmar 26.000.00 kr.; eignaaukning var rúmar 37.000.00 krónur. Kennarar voru margir á vegum sambandsins á liðnu starfsári, en flest- ir aðeins stuttan tíma. Þeir, sem leið- beindu, voru þessir: Stefán Kristjánsson kom tvisvar og dvaldi á Laugum, þó aðeins stuttan tíma í hvort sinn. Arngrímur Geirsson leiðbeindi á frjálsíþróttaæfingum á Laugum, vann að unglingakeppni H. S. Þ., og stjórn- aði einnig öllum íþróttamótum að Laugum. Höskuldur Þráinsson leiðbeindi í Mývatnssveit, Sigrún Sæmundsdóttir í Höfðahverfi. Haukur Ingibergsson ferðaðist einnig nokkuð um og kenndi 36 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.