Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2003, Page 9

Skinfaxi - 01.12.2003, Page 9
Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ Nafnið Þórir Jónsson þekkja flestir ef ekki allir félagsmenn Ungmennafélags íslands. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hann var formaður UMFÍ í átta ár og þar áður gjaldkeri i sex ár. Á þeim tíma tók hann þátt í ýmsum gæfusporum ungmenna- félagsins eins og ákvarðanatöku um unglinga- landsmót um verslunarmannahelgar. Skapti Örn Ólafsson hitti Þóri að máli rigningarmorgunn einn í desember og ræddi við hann um UMFÍ - í fortíð, nútíð og framtíð. Það var mitt markmið að vinna hreyfingunni gagn - segir Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ Smitaðist af félagsmálabakteríu Ef þú segir blaðamanni til að byrja með hver Þórir Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ er. „Ég er fæddur í Reykholti, en foreldar mínir eru úr Mývatnssveitinni annars vegar og Grindavík hins vegar. Þannig að það má segja að ég sé kominn af sjómönnum og bændum,“ segir Þórir sem bjó lengst af í Borgarfirði fyrst og síðan í Hornafirði. Hann hefur aðallega unnið við tré- smíðar í gegnum tíðina ásamt því að taka þátt í félagsmálum af krafti - var í sveitarstjórn Reyk- dalshrepps sem oddviti og sveitarstjóri og starf- að lengi fyrir UMFÍ, þar af formaður félagsins í átta ár. Þórir gekk í Ungmennafélag Reykdæla þegar hann var 10 ára gamall og hefur starfað mest Það má segja að þetta félags- málavafstur mitt hafi orðið að bakteríu. Einhvern vegin æxlaðist það þannig að ég varð formaður UMSB, eða Ungmenna- félags Borgar- fjarðar, og var þar í smá tíma og ætlaði síðan að hætta og láta þetta gott heita í stjórnunar- störfum. alla sína tíð með því félagi, þó svo að hann hafi komið við í öðrum félögum eins og hann orðar það. „Ég gekk í Ungmennafélag Reykdæla um leið og ég gat, en þá var heimilt að verða formlegur félagi í UMFÍ,“ segir Þórir. Hvernig kom til að þú tókst að þér formennsku í UMFÍ á sínum tíma? „Það má segja að þetta félagsmálavafstur mitt hafi orðið að bakteríu. Einhvern vegin æxlaðist það þann- ig að ég varð formaður UMSB, eða Ungmennafélags Borgarfjarðar, og var þar í smá tíma og ætlaði síðan að hætta og láta þetta gott heita í stjórnunarstörfum. Síðan var til mín leitað við að fara í stjórn UMFÍ og var gjaldkeri þar í ein sex ár. Eftir þann tíma var ég eiginlega búinn að ákveða að hætta,“ segir Þórir sem á þessum tíma sat í sveitarstjórn Reykdalshrepps. „Eftir tæplega tveggja ára frí frá stjórnarsetu í stjórn 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.