Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 9
KARL KRISTMANNS: Sameignarfélög útgerðarmanna í Vestmannaeyjum Það mun óvíða hér á landi, sem samstarf útgerðarmanna um hagsmunamál sín yfirleitt er komið eins vel á veg og í Vestmannaeyjum, því það má svo heita, að þeir hafi myndað með sér sameignarfélög um allt það, er verulega ræður um afkomu útgerðarinnar, hvað snertir t. d. vinnslu ýmissa sjávarafurða o. fl. Alkunn er orðin sú fyrirmyndar nýtni Eyjabúa á öllum fiskúrgangi, eins og t. d. slógi, sem malað er til áburðar. Það má t. d. geta þess hér til gamans, sem þó er satt, þó ótrúlegt þyki, að það hafa orðið oftar en einu sinni málaferli út af slori úr fiski, þannig, að óviðkomandi hefir tekið slor við aðgerðarhús einhvers útgerðarmanns án leyfis viðkomanda. Hér á eftir verða nú talin nokkur helztu fyr- irtæki, sem útgerðamenn í Vestmannaeyjum eiga og hafa rekið sameiginlega, útgerð sinni og þar með öllum almenningi í bænum, til hagsbóta: Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Það var stofnað í Vestmannaeyjum 26. jan. 1862 fyrir forgöngu Bjarna E. Magnússonar sýslumanns, sem tekið hafði við embættií Vest- mannaeyjum árið áður. Nafn félagsins var í fyrstu „Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja“. Þegar félagið var stofnað, var ekkert félag með sama markmiði starfandi hér á landi. Árið 1853 höfðu ísfirðingar að vísu stofnað með sér ábyrgðarfélag fyrir þilskip, en það fé- lag var liðið undir lok, þegar stofnun Báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja átti sér stað. Bátaábyrgðarfélagið gaf út mei’kilegt og 9 fróðlegt afmælisrit árið 1939, í tilefni af 75 ára afmæli sínu, sem var 26. jan. 1937. Rit þetta, sem samið er af hr. lögfr. Jóh. Gunnari Ólafssyni, er mjög merkilegt og sýnir bezt hve stórmerkt nytjastarf félagið hefir unnið, með brautryðjendastarfi sínu á þessu sviði. Stofnárið, 1862, voru 11 skip (opin skip) vátryggð hjá félaginu, fyrir samt. kr. 4044,00 að virðingarverði. Það sama ár greiddi félagið kr. 26,00 í skaðabætur. Árið 1937 voru 80 skip (mótorskip) tryggð hjá félaginu fyrir krónur 1,838,150,00 að virðingarverði. Það ár voru greiddar kr. 47,779,36 í skaðabætur. Árið 1927 voru flestir bátar tryggðir hjá félaginu, eða 84 talsins, og að virðingarverði krónur 2,068,005,00. Mestar skaðabætur sem félagið hefir greitt á einu ári var 1926, kr. 72,841,52. Sjóðseign félagsins nam árið 1937 krónum 301,461,83, en var mest árið 1931 krónur 373,903,65. Alls hefir félagið greitt í skaða- bætur frá stofnun til ársins ’37 kr. 637,378,19. Síðan árið 1911 hefir félagið endurtryggt helming þeirra trygginga, er það hefir haft á hverjum tíma, hjá Samábyrgð íslands á fiski- skipum. Frá 20. febr. 1908 til 3. maí 1938, hefir fé- lagið greitt í bætur fyrir báta sem alveg hafa tapast kr. 348.012.00. Af þessu, sem nú hefir verið sagt, er það augljóst, hve geysimikla þýðingu Bátaábyrgð- arfélag Vestmannaeyja hefir haft fyrir vél- bátaútgerð Vestmannaeyja og alla atvinnuþró- un kaupstaðarins á undanförnum áratugum. VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.