Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Qupperneq 21
„Arinbjörn hersir.“
auk þess, sem þeir skutu á stjórnpallinn og
hæfðu báða áttavitana og dýptarmælirinn, sem
allt varð ónothæft. — Þegar flugvélin var
komin úr augsýn, var róið að skipinu og bund-
ið um sár hinna særðu. Ljós voru lagfærð, og
er loftskeytamaðurinn hafði komið sínum
tækjum til að starfa, var sent út A. A. A., sem
er sent í stað S. O. S., þegar flugvél gerir árás
á skip.
Samband náðist við G. P. K. radio og síðar
við björgunarskipið „Superman“, sem svo kom
til okkar li/2 tíma eftir að árásin byrjaði. Hin-
ir særðu voru strax látnir um borð í „Super-
man“. Síðan var athugað, hvort hægt mundi
vera að fylgja honum eftir til hafnar, en það
reyndist ógerlegt vegna margvíslegrar bilun-
ar.
Að draga Arinbjörn taldi skipstjórinn á
„Superman" að myndi hefta för skipsins of
mikið, þar eð hinir særðu þurftu skjótrar lækn-
ishjálpar við, og með því, að veður fór versn-
andi, mikill sjór kominn í skipið og enginn
nothæfur lífbátur, var Arinbjörn yfirgefinn
og „Superman“ hélt til Campbeltown með
fullri ferð. — Frá „Superman“ var sent skeyti
og annar dráttarbátur beðinn að fara á vett-
vang og reyna að ná Arinbirni hersi og draga
hann til hafnar. Um borð í „Superman“ var
okkur sagt, að flugvélin hefði fyrst kastað á
þá tveimur sprengjum, er hæfðu hvorugar, en
þeir hröktu hana á brott með skothríð úr loft-
varnabyssum sínum.
Til Campbeltown var komið seinni part
sunnudagsins og voru þá hinir særðu, þeir:
Jón Kristjánsson, Guðmundur Helgason,
Guðjón Eyjólfsson, Ólafur Ingvarsson og Guð-
mundur Ólafsson fluttir á spítala. Marinó
Jónsson var látinn fylgja okkur og um meiðsli
hans búið í gistihúsinu. Við biðum þarna í 7
daga og leið öllum eftir atvikum vel.
Egill Skallagrímsson kom og tók okkur, þá
sem ferðafærir voru og flutti til Londonderry,
en þangað hafði verið farið með Arinbjörn.
Hjá honum fengum við líka tvo menn að láni,
þá Jón Ólafsson og Ragnar Karlsson. — B.v.
„Gyllir“, sem einnig kom til Londonderry, lét
okkur hafa bát í stað okkar tveggja, sem báð-
ir voru ónýtir.
Eftir lauslega skoðun var skipið afhent
skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkom-
andi „Naval Officer in Charge“. Það var ljótt
umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við kom-
um þangað. Allt var á tjá og tundri, og svo,
að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við
skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli,
siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog
og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.
Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem
þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður
skipverja og vörur þær, sem beir hötðu keypt
Loftárás á skip.
21
VÍKINGUR