Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Qupperneq 30
Sigurður Guðbrandsson skipstj.,
25 ára starfsafmæli
Á þriðja í jólum, síðastliðinn, átti Sigurður
Guðbrandsson skipstjóri á togaranum Snorra
goða, 25 ára starfsafmæli sem stýrimaður og
skipstjóri.
Sigurður Guðbrandsson réðist til H.f. Kveld-
úlfs sem stýrimaður á Snorra Sturluson
(gamla) með Guðmundi skipstjóra Guðmunds-
syni frá Nesi, á þriðja í jólum fyrir í'éttum
25 árum síðan og hefir æ síðan óslitið unnið
hjá Kveldúlfi, lengst af sem skipstjóri, eða
fast að 20 árum. Fyrst mun Sigurður hafa
verið fastráðinn skipstjóri á togaranum Snorra
Sturlusyni (yngri), svo þegar Kveldúlfur seldi
Snorra Sturluson tók Sigurður við skipstjórn
á togaranum Agli Skallagrímssyni, og nú síð-
ast er Sigurður skipstjóri á Snorra Goða. —
Sigurður tók við Snorra um leið og Kveldúlfur
eignaðist það skip, og hefir hann verið með
Snorra æ síðan eða á annan tug ára.
Þetta starfsafmæli er að því leyti sérstætt
í sögunni, að mér er ekki kunnugt um að
nokkur annar núlifandi skipstjóri hafi náð
þessari tímalengd sem stýrimaður og skip-
stjóri, óslitið hjá sama félaginu.
Ég sem þessar línur skrifa kynntist Sigurði
Guðbrandssyni fyrst sem stýrimanni um borð
í Skallagrími (gamla), skömmu eftir áramótin
1919, og ég finn það mætavel, að þó ég fari
að lýsa Sigurði sem sjómanni og félaga, þá
verður það síður en svo betur gert, en þögnin
gerir, þegar þess er gætt að þarna er um þann
mann að ræða, sem eins og fyrr segir, hefir í
25 ár unnið óslitið hjá sama félagi, já, og því
félagi sem ekki hefir verið óheppnara en svo
í mannavali og aflabrögðum, að það hefir ár-
um saman átt eitt eða fleiri aflahæstu skipin
í flotanum, bæði á síld og togfiskiríi.
Þó hefir þessi maður alltaf haldið velli, sem
einn af jöfnustu og tryggustu aflamönnum
flotans og húsbændur hans ekki eftir reynsl-
unni að dæma, séð sér hag í að skifta um.
Og þó ég væri nýgræðingur þegar við Sig-
urður fyrst unnum hlið við hlið, dulist mér
ekki að það rúm væri vel skipað sem honum
var skipað og ekki líklegt að umskifti stæðu
til bóta.
Þegar Sigurður Guðbrandsson átti 50 ára
afmæli kvað einn af skipverjum hans nokkrar
vísur til minningar um daginn, og þar er þessi
vísa:
Fæst úr sjómanns sögu er skráð,
sízt hvað miklu er fórnað,
þú hefur með þreki og dáð
þínu skipi stjórnað.
Fyrri partur þessarar vísu getur átt við alla
sjómenn sem rækja störf sín með skyldurækni,
eins og svo fjölda margir í þeirri séttt gera,
en seinni hlutan leyfi ég mér að tileinka Sig-
urði Guðbrandssyni sérstaklega.
Sigurður er fríður maður og manna föngu-
legastur á velli og ber öll hans framkoma vott
um knáleik og karlmennsku. Hann er talinn
stórlyndur, og það er rétt, en ég og fleiri sem
þekkjum Sigurð nánar, vita að hann er dreng-
lyndur, sáttfús og heitur tilfinningarmaður
sem ekkert aumt getur séð, án þess að rétta
hönd til hjálpar.
Sigurður er giftur Eyríði Árnadóttur frá
Stakkarhúsum í Flóa, stórglæsilegri ágætis-
konu, sem þrátt fyrir langvarandi heilsubrest
hefir á öllum tímum tekið virkan þátt í störf-
um og stjórn heimilisins, og byggt það
VIKINGUR
30