Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Qupperneq 32
Kauphallarviðskifti. Nokkru fyrir áramótin va'r skýrt fi'á því í einu blaði bœjarins, að árslaun háseta á ísl. skipum mundu verða 6—14 þúsund lcrónur, vélstjóra 20—30 þús. og skipstjóra 30—60 þús. á ’árinu 1940. Skömmu eftir áramótin stóð í öðru bæjarblaðanna, að mánaðarkaup háseta væri 220 kr., og var bent 4 þetta lága kaup, sem sönnun fyrir því, að kaupið þyrfti að hækka. Fám dögum síðar birti þriðja blað bæjarins grein eftir mjög þekktan mann, þar sem getið var um sam- tal milli útgerðarmanns og bónda á s. 1. hausti. Kvart- aði útgerðarmaðurinn yfir háu kjötverði, en bóndi spurði hvaða laun hásetar útgerðarmanns hefðu. Er útgerðarmaður látinn geta þess að synir hans tveir, er með honum voru á vélbát, hafi haft 4—5 þúsund krónur yfir þrjá mánuði, en það verða 16—20 þúsund ki'. yfir árið. Aftur á móti taldi bóndi árstekjur hjóna í sveit ekki nema kr. 1500 og ynnu þó bæði baki brotnu allt árið, eða 365 daga. Menn vita, að þar er ekki um að ræða 8 eða 10 stunda vinnudag, heldur 17—18 stunda, eins og vinnudagur bænda er venju- lega talinn í blaðaskrifum. Við, sem erum á sjónum, vitum um árslaun okkar og við förum nærri um það, livað skipsfélagar okkar inn vinna sér. Skrif idaðanna um þessi mál eru því ekki nauðsynleg okkar vegna. þau eru ætluð öðrum lesendum. Alþingi á að koma saman í þessum mánuði. þar á að taka skattamálin til rækilegrar yfirvegunar. Næsta vor eiga kosningar að fara fram um land allt. ]iað er því skiljanlegt að blöðin séu farin að undir- búa væntanleg kauphallarviðskipti stjórnmálaflokk- anna og er ekki seinna vænna. Sjómaður. 10 ára aftnœli. Þann 7. des. s.l. minntist Kvennadeild Slysavai'nafé- la,gs Islands í Hafnarfirði 10 ára. afmælis síns með fjöl- mennn samsæti. Bárust félaginu við það tækifæri fjöldi þakkai'- og heillaóskaskeyta og ennfremur 1000 krónur a'S gjöf frá togaraútgerSarmönnum í bænum. Félagið liefur á þessum 10 árum innt af höndum mik- ið og gott starf í þágu slysavarnanna. T. d. hefur þaS safnað inn rúmum 30 þús. króna til starfseminnar. Fé- lagskonur eru um 220 og mikið líf og starfsáliugi hefur jafnan ríkt í féiaginu. FormaSur félagsins er frú Rann- veig Vigfúsdóttir. Hefur hún verið það um langt skeið og sýnt í því starfi framúrskarandi áhuga og dugnað. Stjórn félagsins skipa a'S öðru leyti: frá Sólveig Eyjólfs- dóttir, frú Kristensa Kristófersdóttir, frú Marta Eiríks- dóttir, frú Júlíana Jónsdóttir og ungfrú Elín Oddsdóttir. VÍKINGUR Þettað kort sýnir hættusvæðið við ísland. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.