Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 3
Engu er sáð í andans flög, ekki á dáðin hreysi. Þeir semja bráðabirgðalög byggð í ráðaleysi. Þeir glíma við flótta fólksins frá framleiðslu- tækjunum, og sjá helzt þau brögð við hinn vinnandi lýð, að varna honum sem mest að komast í hina arðbæru „ástandsvinnu", enda þótt hún sé raunhæf viðleitni til landvarna, fyrir ásælni annarra þjóða, til þess að „vernda“ okkur. „Þeir glíma við að halda niður kaupkröf- um þeirra, sem selja vinnu sína, en ráða þó enga bót á sívaxandi dýrtíð. Þeir fárast út af því, þó að farmennirnir, sem flytja „skranið“, sem selt er svo hér heima fyrir þúsundfaldan gróða, fari fram á launa- hækkun fyrir raunverulega að leggja líf sitt í sívaxandi hættur alla daga ferðarinnar milli Ameríku og íslands. Þeir fárast yfir peningaflóði almennings, er allt ætli að gera vitlaust, í stað þess að fyrir- skipa skyldusparnað. Og fáránlegasta glíman er við, að koma stríðsgróða sjávarútvegsins fyrir kattarnef. Á öðrum stað hér í blaðinu er yfirlit yfir aldur íslenzka fiskiflotans, og eru það óbjörgulegar staðreyndir, sem þar koma í ljós. Megnið af skipunum er orðið svo gamalt að nálgast háð- ung, að hugsa til þess. og þó segja tölurnar, ekki allan sannleikann, því að hann kemur bezt í ljós gagnvart þeim, sem eiga að greiða sívaxandi viðhaldskostnað þeirra, og beiskast niður á þeim, sem eiga þessa hrörnandi hjalla fyrir annað heimili sitt, sjómönnunum, sem á þeim eru. Myndi það ekki þykja heldur lítill fengur í landi, að ala aldur sinn í 20—70 ára gömlum húsum, sem lítilfjörlegum og eng- um endurbótum yrði komið við á, nema öðru hvoru að dytta svo að þeim að vindur og regn næddi ekki í gegnum þau. Þó að raunverulega ekkert sambærilegt sé við það að vera á 20—70 ára gömlu skipi úti á sjó, hvar sem vera skal og hvernig sem viðr- ar. Sjómenn og sjávarútvegsmenn, virðið í al- vöru fyrir ykkur þessar tölur og staðreyndir, og látið ekki fleka ykkur með fögrum fyrir- heitum um nýbyggingarsjóði, sem í raun og veru eru ekkert nema nafnið tómt. Það hefir lengi þótt við brenna, að afrakst- ur sjávarútvegsins rynni gegnum ríkissjóðinn, í stærri straum til hagsbótar landbúnaðarmál- um en sjávarútvegsmálum. Ég get ekki stillt VÍKINGUR mig um að taka nokkur dæmi úr fjárlögunurri 1942, sem fullkomlega sanna slíkt Búnaðarfélag Islands og Fiskifélag Islands eru hliðstæðar stofnanir og heilbrigðar stofn- anir, annað fyrir landbúnaðinn, hitt fyrir sjáv- arútveginn. Á fjárlögunum 1942 segir svo: Til Búnaðarfélags Islands, enda samþ. land- búnaðarráðherra fjárhagsáætlun félagsins 300,- 000 kr. Til fiskifélagsins. (Þar af til mótornám- skeiða skv. lögum nr. 71, 1936 kr. 4.000), enda samþ. atvinnumálaráðuneytið fjárhagsáætlun fiskiþingsins og félagið sjái um á sinn kostnað útgáfu fiskimanna almanaks), 115.000 kr. Á liðnum til verklegra framkvæmda, eru eft- irfarandi upphæðir veittar, sundurliðaðar í ýmsum greiðslum: Til landbúnaðarmála......... 3.802.000 kr. Til fiskimála ................ 354.000 — Á liðnum til kennslumála er veitt: Til bændakenslu ............ 98.276.00 kr. Til sjómannafræðslu ........ 88.250.00 — I sama lið segir ennfremur: Til kennslu í sauðfjárrækt og sauðfjárhirðingu, á sauðfjár- ræktarbúinu að Hriflu......... 3000.00 kr. Til sjóvinnunámskeiðs ........ 2000,00 — I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1943 seg- ir m. a. (með fyrgreindum forsendum). Til Búnaðarfélags Islands..... 360,000 kr. Til Fiskifélags íslands....... 160.000 — Ofangreindur samanburður er ekki gerður landbúnaðinum til hnjóðs, heldur aðeins til þess að benda á þann ójafnaðarauka, sem nú ríkir milli þessara tveggja meginstoða þjóðfélagsins, og er þetta þó aðeins lítið brot af honum. Enginn skyldi ætla, að fjárstyrkur sá, sem Fiskifélagi íslands er veittur, sé bundinn við fyrrgreindar tölur, af því að starfsemi þess sé ekki meiri en það, að þurfi ekki meira til hennar. I ársskýrslu þess nýútkominni segir meðal annars: „Fiskifélag Islands hefir um langt skeið haldið námskeið í mótorfræði og hefir annast að nær öllu leyti menntun vélstjóra á vélbáta- flotanum og fjölmargra annara. Á síðasta ári varð að neita beiðni um mótornámskeið, vegna fjárskorts. Og þó var svo ástatt um alla Vest- firði, þegar beiðnin um námskeiðið kom fram, að ómögulegt var að fá þar lærða menn til vél- 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.