Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 8
meira í þær en það, sem brætt er jafnóðum. Því þvældari sem síldin verður, því verr geng- ur að bræða hana. En síldarskipin halda áfram að streyma í höfn með síldina jafnt og þétt. Eftir því sem síldarskipin eru minni, því meira eru þau hlaðin. Það er látið á þau svo lengi sem nokkuð tollir. Oft er lítil forsjá í hleðslunni. Flýtur meðan ekki sekkur. Þegar þau skipin, sem mest eru hlaðin, eru komin á ferð, eru skipin eins og fjöl á sjónum, og á- lengdar sýnist ekkert standa upp úr nema hnífl- arnir og stýrishúsið. Meðan þénusta manna er Ár eftir ár endurtekur sig sú saga, að veiðiílotinn vcrður að bíða eftir afgreiðslu, dögum saman, og helst þegar uppgripaafli er. Á meðan synda hundruð þúsunda króna verðmæti burt. svona háð hleðslunni, mun erfitt að fá menn ofan af því að ofhlaða skip sín. Þótt sam- ábyrgðin láti þetta afskiptalaust, er þó sjálf- sagt að gera allar ráðstafanir til að fyrra tjóni, svo sem með fljótvirkum úthleðslu portum, og vel skölkuðum lúkum. Öryggi áhafnarinnar á að vera hægt að tryggja með öryggisútbúnaði henni til handa. Það er þó langt frá því að þetta sé gert, og eftirlit af hálfu yfirvaldanna er ekk- ert. Sennilega heldur engin fyrirmæli til um það. Jafnvel, þegar þessi hlöðnu skip eru komin í höfn, og lögt upp við bryggjur, þá vatnar yfir þilfar þeirra um miðjuna, stundum langt upp á borðstokkinn. Þannig safnast skipin saman við bræðslurn- ar, þangað til þau mynda margfaldar raðir af drekkhlöðnum skipum, sem bíða eftir löndun. Örakaðir og þreyttir sjómennirnir kasta sér til svefns. Þeir eru þó furðu fljótt aftur á ferli, og þá byrja þeir að hópast saman og skiptast á skoðunum. Þeir eru ólmir eftir að halda veið- inni áfram. Allar tafir eru eitur í þeirra bein- um. Hver smávægileg stöðvun á vélum og stanz á móttöku síldar verður í þeirra augum ægileg mistök og slóðaskapur. Gamlar sögusagnir um ágalla og fyrirhyggjuleysi eru hlífðarlaust dregnar fram í dagsljósið, ráðandi menn eru dæmdir og léttvægir fundnir. Mjög er þetta misjafnt eftir því hvar það er, og eru aðfinnsl- urnar sitt af hvoru tagi, og af ýmsum toga spunnar. Skoðanafrelsið á þessum þingum er ekki minna en í „Parlamentinu". Menn öfundast út í einkaverksmiðjurnar á Djúpavík og Hjalteyri. Þar þykir flest betur í pottinn búið, og ákveðnari fyrirgreiðsla. Menn geta samt ekki stillt sig um að tala um, luxus- líf á forstjórunum og flottar „villur“, sem þeir hafi reist sér. Þessi öfundarvottur snýst svo upp í hreikni, hjá sömu mönnum, þegar þeir lýsa þessum stöðum fyrir ókunnugum. Annai's er óþarfi að vera að amast við snyrti- legum húsakynnum kringum verksmiðjurnar, húsin þurfa ekki að vera mikið dýrari, þótt þau séu snotur. Hvergi er meiri þörf að hafa eitthvað til afþreyingar, en einmitt í nánd við síldarverksmiðjurnar. Augun heimta líka alltaf sitt. — Þeim peningum er áreiðanlega vel varið, sem ganga í það að gera verksmiðjurnar og um- hverfi þeirra betur úr garði. Þá má heldur ekki gleyma sjómönnunum eða öðrum starfsmönnum verksmiðjanna. Verk- smiðjurnar ættu helzt að vera byggðar á nægi- legu landrými og umhverfi þeirra skipulagt með einhverjum menningarbrag. f nánd við þær þyrfti ekki einungis að vera nægilegt rými fyrir hús handa starfsfólkinu, heldur og líka þokkalegur gildaskáli fyrir sjómennina í bið- um og landlegum. Einnig ættu þar að vera leikvellir, þar sem sjómennirnir gætu farið í boltaleiki og skemmt sér á annan hátt. Sjó- mennirnir ættu sjálfir að beita sér fyrir því, að fá úthlutað þannig leikvöllum, og hjálpast til að gera þá vel úr garði. Oft þarf ekki nema einn eða tvo áhugasama menn til að taka að sér forustuna á hverjum stað og hvetja hina til framkvæmda. Á Siglufirði er landrými af skornum skammti, en aftur meira til að glepja hugann. Plássið er hvorki hagnýtt eða skipulagt eins og skyldi. Þarna situr öll hin ábyrga stjórn rikisverksmiðjanna, og þangað geta menn snú- ið sér með allar vammir og skammir. Því mið- ur ber þó meira á því að menn séu að muldra í barm sinn eða hreyta ónotum, heldur en að koma áhugamálum sínum og aðfinnslum á framfæri með skynsamlegum fortölum. Það er erfitt að gera svo öllum líki, og aðstaðan við ríkisverksmiðjurnar er erfiðari en annars stað- ar. — Fyrst og fremst vegna skipamergðar- innar, sem þar leggur upp, og vegna þess að VÍKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.