Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 31
menn héldu að þeir væru nú loks lausir við far-
aldurinn, og- hertu nú upp hugann. Þeir létu nú
lofsyrðum rigna yfir hinn unga yfirmann sinn.
Snögglega lagðist samt matsveinninn aftur og
rétt áður en komið var að Cape Leewin dó hann.
Þetta var sjötta og síðasta dauðsfallið, en af
ótta við að hitasóttin mundi gjósa upp aftur,
með sinni fyrri heift, þá komu skipverjar aftur
afturá og kröfðust þess að skipið færi til Frem-
antle, sem var mikið nær en Melbourne. X . . .
stóð fyrir þessari kröfu hásetanna og sagði að
að ef Shotton samþykkti ekki kröfu hásetanna,
þá mundi hann hætta að starfa sem stýrimaður
og flytja fram í.
„Gerðu það, fyrir alla muni!“ svaraði hinn
ungi skipstjóri reiðilega. „Þú hefir ekki verið
mér það mikið til aðstoðar, þess vegna mættir
þú gjarnan fara þangað sem þú réttilega ættir
alltaf að vera. Þú getur þrátt fyrir það verið
viss um að ég mun tilkynna hegðun þína strax
og við komum til Melbourne“.
„Við vorum að segja þér að við teljum ekki
rétt að halda áfram til Melbourne“, möglaði S..
og hinir tóku undir með hrópum. „Til Fremantle
er naumast þriðjungur ieið'arinnar til Melbourne
og þangað viljum við fara“.
„Þetta skip er á leið til Melbourne; ég fer
með það þangað og engrar annarar hafnar“,
svaraði Shotton einbeittur.
„Þú kemst ekki þangað einn“, hrópaði S......
„Hvað mundir þú gera, ef við neituðum að sigla
til Melbourne?"
„í því tilfelli mun ég skoða ykkur sem upp-
reisnarmenn og sjá svo um að farið verði með
ykkur sem slíka, þegar við komum í höfn.“
Nú hljóp seglasaumarinn til Shottons og
sagði:: „Þannig á að tala við þá, Mr. Shotton!“
O’Brien stóð við hlið unglingsins og brosti nið-
ur til hinna.
„Þú ættir að halda þér fyrir utan þetta,
Hugh!“ söng í einum reiðilega.
„Halda mér fyrir utan það?“ svaraði hinn og
hló háðslega. „Segðu mér, þöngulhausinn þinn,
hefir þú nokkurn tíma þekkt Ira, sem ekki skipti
sér af áflogum?“
Sumir hlógu að þessu. Auk þess sem 0,Brien
gat svarað fyrir sig, þá var hann bezti maður
og venjulega vel liðinn. Mennirnir ræddu nú sín
á milli um stund; síðan sneru þeir við og löbb-
uðu fram eftir, án þess að tala meira við
Shotton.
Nú snéri Shotton sér að X.... og sagði kulda-
lega:
„Ætlar þú sjálfur að flytja fram í með dót
þitt?“
X.... kinkaði kolli ólundarlega; honum var
V í K I N G U R
fullkomlega ljós meining unglingsins. Þá um
kvöldið flutti seglasaumarinn inn í herbergi
2. stýrimanns, að boði Shottons.
Með því að neita að fara inn til Fremantle,
sem mundi hafa haft talsverð aukaútgjöld 1
för með sér, fór Shotton ekki aðeins eftir ósk-
um eigendanna, heldur líka vegna öryggis skips-
ins. Þeir voru nú 40° S. breiddar og 110° A.
lengdar og með stefnu til Fremantle hefðu þeir
orðið að fara nálægt Leewin. Vegna vestlægra
mótvinda og að ekki var hægt, vegna þess hve
skipið var létt, að beita því upp í vindinn, þá
hefði svo getað farið að það hefði rekið á land.
Áhættan hefði verið stórum aukin vegna þess
að skipshöfn var ekki fullskipuð. Þegar farið
var frá Batavíu vantaði tvo menn; nú voru 6
dánir og 5 voru enn veikir, svo að alls vantaði
13 menn. Alls voru þá 11 vinnufærir menn eftir,
að meðtöldum Shotton og O’Brien — of fámenn
skipshöfn til að sigla stórum fjórmöstruðum
bark. Þar að auki var siðgæði skipverjanna næst-
um þrotið.
Skipið brunaði áfram fyrir topp og framseglum og
brotsjóarnir komu þrumandi í kjölfar þess.
Sem betur fór, — hafði veðrið verið gott
fram að þessu, en er „Trafalgar“ færðist aust-
ar, með Cape Lewin „fyrir aftan þvert“, fór
ört að hvessa af vestri með auknum sjógangi.
Fyr en varði var komið hvassviðri. Skipið
brunaði áfram fyrir topp- og framseglum og
brotsjóarnir komu þrumandi í kjölfar þess. Þeg-
ar hér var komið datt Shotton í hug að snúa
upp í og láta hefjast við, en hann ákvað þó að
lokum að halda þannig áfram. Seglasaumarinn
var algjörlega sammála þeirri ákvörðun.
Með hverri stundu, sem leið fór veðrið versn-
andi, og brátt voru allir kallaðir á dekk til að
brjóta saman efri toppseglin og framseglin. —
Mannafli sá, sem til var, reyndist samt ekki
nægur til að gera þetta, svo eitt á fætur öðru
af hinum of áreyndu seglum, rifnuðu í tætlur.
Ungi Shotton, sem var orðinn vanur óhöpp-
um og erfiðleikum, ypti öxlum og sagði við
O’Brien:
„Við skulum vona að neðri toppseglin haldi,
ef þau fara, verðum við að notast við önnur
segl“.
Sem betur fór, héldu þau, og þegar enn ein
stormhviðan var gengin hjá, lægði, og svo kom
31