Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 29
leið, og þrem dögum eftir að hann lagðist, var hann með óráði og mjög mikinn hita. Vegna ótta við útbreiðslu veikinnar, fór fyrsti stýrimaður yfir í eftirlitsskipið til að fá læknis- aðstoð. Þegar hann kom aftur með lækninum, þrem stundum síðar, var Edgar látinn. Daginn eftir voru hinar jarðnesku leifar hans jarðsungnar í Batavíu. Þrátt fyrir fyrirmæli um að mega ekki yfirgefa skipið, tókst brytan- um og 6 öðrum að komast i land með uppskip,- unarbát, til að vera viðstaddir jarðarförina. — Þetta var þeim samt dýrkeypt, því að nokkrum dögum síðar urðu flestir þeirra veikir og urðu að leggjast. Umboðsmennirnir höfðu tilkynnt eigendum skipsins lát skipstjórans, og að 48 stundum liðn- um kom skeyti að heiman, þar sem sagt var að Richards skyldi verða skipstjóri á „Trafalg- ar“, svo framarlega sem hann gæti aflað sér bráðabirgða skipsstjóraréttinda. Hann var nú prófaður hjá brezka ræðismanninum, að við- stöddum tveimur skipstjórum af brezkum skip- um, sem voru þar í höfninni. Eftir að hafa leyst úr spurningum þeim, sem lagðar voru fyrir hann, tók hann við stjórn „Trafalgar“. Skoti að nafni Kirkwood, með fyrsta stýri- manns réttindum var ráðinn í hans stað og einn af hásetum hins síðar nefnda, að nafni X...., með annars stýrimanns réttindum, var hækkað- ur í hina lausu stöðu sem annar stýrimaður. Námstími William Shotonis var nú á enda og fyrsta verk Richards sem skipstjóra var að gera drenginn að þriðja stýrimanni. Venjulega voru ekki nema tveir stýrimenn á „Traflagar“, en Richards fannst að Shotton verðskuldaði það fyrir hæfileika sinn og dugnað. Tveimur eða þremur vikum síðar veiktist Shotton af hitasótt og var fluttur í sjúkrahús, þangað sem hinir höfðu verið fluttir áður. Nokkru síðar batnaði þeim nægilega til að geta farið aftur um borð, en þar sem heilbrigðis- yfirvöldin álitu að ekkí mætti búast við algjör- um bata á meðan sjómennirnir önduðu að sér þessu eitraða lofti, sem kom frá mýrlendinu, var Richard ráðlagt að leggja af stað svo fljótt sem auðið væri. Um þetta leyti var búið að losa kassa-olíuna úr skipinu og fyrirskipanir höfðu komið um að „Trafalgar“ ætti að fara til Melbourne 1 Ástra- líu og fá þar nýjar fyrirskipanir. Iiæfileg kjöl- festa var þegar sett um borð og 29. október, eft- ir að hafa verið 8 vikur í Batavíu, var létt akk- erum og haldið áfram. Það var nú vonað, að þeir væru lausir við hitasóttina. Vart höfðu þeir samt farið í gegn um Sunda sundið og voru komnir frá ströndum Jövu, að einn hásetanna, Kelly að nafni, varð veikur. Skipstjórinn og brytinn gerðu allt sem þeir gátu, en vesalings manninum fór ört versn- andi og dó 9. nóvember, ellefu dögum eftir að farið var úr höfn. Eins og var með Edgar skipstjóra, þá var hitasóttin aðgreinileg í þrjú stig. Fyrst, mikill skjálfti; næst hár hiti, höfuðverkur og einkenni um sálartruflun og síðast óráð og óþrjótandi sviti, sem leiddi svo til dauða. Eftir að hafa lesið útfararkveðjuna yfir hin- um látna íra, sagði Richard við Kirkwood stýri- mann að sér liði alls ekki sem bezt. „Ég er ekki hissa á því“, svaraði hinn nýi stýrimaður. „Slíkt verk sem þetta er nóg til að gera hvern mann undarlegan. Fáðu þér góðan slurk af rommi og þér mun þá ef til vill líða betur“. Richards gerði þetta, en um kvöldið byrjaði hann að skjálfa. „Það er ekki gott, Kirkwood“, sagði hann og hristi höfuðið raunalega. „Ég held að ég sé bú- inn að fá hitasóttina. Ef eitthvað skyldi koma fyrir mig, þá verður þú að taka við. Ég held að bezt væri að við færum yfir skipsskjölin, áður en ég verð mikið veikari“. Hitasóttarguíuna lagði aí landinu út til þeirra. V 1 K I N G U R 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.