Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 14
en þurftum þó ekki að bera af. Um kvöldið
losnaði þó svo um okkur, að við komumst yfir á
Lónssand og lentum þar, bárum af og settum
upp.
Á Lóni bjó þá Gunnar Ólafsson, mesti sæmd-
ar maður. Ekki voru húsakynni mikil þar á bæn-
um, svo að ómögulegt var að hýsa okkur um
nóttina og urðum við því að láta fyrirberast í
fjárhúskofa þar á túninu, en heldur var þao
slæm vistarvera. En gott kaffi fengum við á
bænum um morguninn, áður en við lögðum af
stað og hressti það okkur vel. Þennan dag kom-
umst við ekki lengra en að Brimnesi, og lentum
þar laust eftir miðjan dag. Á Brimnesi fengum
við hinar beztu viðtökur, mat, kaffi og ágæt
rúm, sváfum við þar fyrsta væra blundinn, eft-
ir að við lögðum af stað að heiman, en síðan
voru liðnir 3 sólarhringar. Á Brimnesi bjó
ekkjan Sigurlaug Jónsdóttir, mesta rausnar- og
myndarkona. Daginn eftir lögðum við af stað
frá Brimnesi og vorum allt til kvölds að þræða
gegnum ísinn til Hofsóss, en þar höfðum við
skamma viðdvöl, og eftir að hafa drukkið þar
kaffi, héldum við áfram og komum um nóttina
í Kögurvík.
Þar bárum við af Sleipni, sem hafði dugað
okkur fram úr skarandi vel, og sendum hann
til baka. En nú var ekki viðlit að halda lengra,
því að komin var grenjandi stórhríð af N. A.
og stóð hún allan daginn. Áttum við þarna hina
verstu æfi, þó að við reyndum að tjalda yfir
okkur með seglum. Nóttina eftir birti nokkuð
upp og gátum við þá lagt af stað, en ferðin gekk
seint, því að við urðum að berja alla leið norður
fyrir Málmey. Ferðin austur gekk einnig fremur
treglega því að ís var mikill á leiðinni og illt um
siglingu, þó náðum við um morguninn til Siglu-
f jarðar með allar vörurnar óskemmdar. Höfðum
við þá verið um viku í ferðinni. Þegar til Siglu-
fjarðar kom, var ekki hægt að komast lengra á
bátunum en að Bakka, og var vörunum síðan
ekið á sleðum heim í verzlunarhús Gránufélags-
ins, er sá um úthlutun þeirra. Ekki þurftum við
að hafa mikið fyrir uppskipuninni, því að nógir
menn voru í landi til þess að sjá um það, einnig
voru menn úr landi sendir með bátana og þeim
skilað inn á Hraunakrók.
Matbjörg þessi, er við sóttum til Sauðárkróks
bætti mjög úr brýnustu þörfum manna, en þó
var víða þröngt í búi.
LITLA „BJÖRG“
Þegar komið var alllangt fram yfir sumarmál
losnaði ísinn og rak út. Voru þá skipin sett nið-
ur og tekið að búa þau út á hákarlaveiðar, en
lítið varð úr þeim undirbúningi, því að ísinn rak
aftur upp að landinu, fyllti fjörðinn, en fraus
þó ekki saman. Flytja varð skipin inn fyrir
Siglufjarðareyri, á svokallað Álalækjargrunn,
þar sem nú er bátabryggja Siglufjarðar.
Liðu nú nokkrir dagar og var lítið að gera.
En ekki dugði að sitja auðum höndum, því að
þröngt var í búi. Ég átti litla byttu, er ég kall-
aði ,,Björg“ átti ég hana í mörg ár og skaut á
henni margan selinn og margan svartfuglinn,
en notaði hana annars mest til snattferða. Datt
mér nú í hug að skreppa eitthvað á byttunni,
meðan ekki væri annað að gera og fékk ég með
mér kunningja minn, Björn Björnsson, frá Vind-
heimum í Siglufirði. Fórum við fyrst í svokall-
aðar Vogatorfur undir Hestinum við Héðins-
fjörð, og fundum þar 10 æðaregg og nokkuð af
fýleggjum og um 40 skarfaegg. — Björn var
bjargmaður góður og klifraði hann eftir eggj-
unum. Héldum við þaðan í Hvanndalabjörg og
skaut ég þar 85 teistur og fleiri fugla, en seli
sáum við enga. Þótti þetta hinn bezti fengur
og héldum við síðan heimleiðis. Næsta dag fór-
um við enn á byttunni, því að alls staðar var
sléttur sjór. Héldum við þá inn Eyjafjörð og
alla leið til Svalbarðseyrar. Var þar fullt af smá-
síld og ætlaði ég að fylla byttuna af þessari smá-
síld og halda heimleiðis.
Á Svalbarðseyri var þá staddur Benedikt
sýslumaður á Húsavík og spurði hann okkur
tíðinda af Siglufirði, og er hann frétti um bág-
indi manna þar, keypti hann 50 pund af banka-
byggi og 50 pund af rúgmjöli og gaf Guðrúnu
systur minni, er þá var vinnukona á Svalbarði,
og átti hún að senda þetta til foreldra sinna á
Siglufirði, og tók ég það með á byttunni.
Kristinn Hafstein á Akureyri hafði frétt, að
ég væri staddur á Svalbarðseyri, og gerði hann
mér orð, að sækja sig og flytja sig til Siglu-
fjarðar, því að hann þurfti að komast þangað
brýnna erinda. Sótti ég hann því til Akureyrar
og flutti hann til Siglufjarðar, vorum við 4 á
byttunni, því að Guðrún systir mín slóst einnig
í förina. Þótt ekki væri fleytan stór, bar hún
okkur heilu og höldnu til Siglufjarðar. Nokkuð
af síld höfðum við einnig meðferðis og vorum
við því hinir ánægðustu yfir ferðinni, þótt ekki
hefði okkur orðið svefnsamt.
LAGT Á HÁKARLAVEIÐAR
Eins og áður er sagt, lá hafísinn fyrir Norð-
urlandi fram eftir öllu vori, í 8. viku sumars
gátu skipin lagt út til veiða.
— Ég réði mig um vorið á hákarlaskipið
,Von‘ frá Akureyri og var skipstjóri Guðmund-
ur Jónsson, alkunnur aflamaður og löngum kall-
aður Vonarformaður. 1 fyrstu ferðinni fórum
14
VIKINGUR