Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 16
kom þangað annað skip, „Brúni“ frá Siglufirði og kom hann beina leið að heiman og var afla- laus. Fylgdist hann með okkur frá Isafirði, en var nokkuð á eftir. Við sigldum nú út djúpið og var veður allgott. Þegar við vorum 13 míl- ur út af Rit, ákvað skipstjóri að leggjast. Þeg- ar við höfðum legið þarna nokkra stund kom Brúni til okkar og sögðu skipverjar sínar farir ekki sléttar, höfðu þeir misst út tvo menn og ekki tekist að ná þeim aftur, var annar þeirra skipstjórinn, Gísli Magnússon frá Hugljúfsstöð- um á Höfðaströnd, en hinn var Jón Jónsson frá Stóru-Brekku í Fljótum. Báðu þeir nú Guðmund að lána sér skipstjóra til þess að sigla Brúna heim, en á Voninni voru þrír menn með skip- stjóraréttindi, þeir Barði Barðason, og Jakob Petersen, sem áður eru nefndir og ég. Vildi hvorugur hinna fyrnefndu fara með skipið. — Kom þá Guðmundur að máli við mig og spurði mig, hvort ég væri ekki fáanlegur að sigla Brúna heim og lét ég tilleiðast með því skilyrði, að ég tapaði ekki hlut mínum á Voninni og hét hann því. Sagði Guðmundur að ég skyldi fylgja sér eftir. Þegar ég kom um borð í Brúna, var mann- skapurinn þar heldur daufur í dálkinn og það sem verra var, að skipverjar voru allir dauð- myrkfælnir, gekk svo rammt að þessu, að eng- inn fékkst til þess að fara aftur í káetuna og sögðu, að þeir skipstjóri og Jón heitinn væru að fljúgast á aftur í „skottinu“. Ég flutti mig strax aftur í káetuna með allt mitt dót og varð eins- kis var eins og vænta mátti. Við lágum nú um kyrrt á annan sólarhring og reyndum fyrir há- karl cg fengum 27 tunnur lifrar. Skjöldur lá þarna á sömu slóðum og hafði fengið á annað hundrað tunnur. Skipstjóri á Skildi var Valdi- mar Guðmundsson frá Kálfsskinni. Brátt tók fyrir hákarlinn og leystu þá öll skipin. Norðan kul var og haldið til austurs, enda sást rifa í ísinn. Ekki leitzt mér þó á þessa leið, en hélt upp undir land til Aðalvíkur, en síðar austur með landi, austur fyrir Ilorn, inn undir Geir- hólma. Þá var allt fullt af íshroða og sótniða þoka, svo að naumast sást handaskil. Tók ég nú strikið á Skaga og héldum við áfram gegnum ís- inn í heilan sólarhring. Oft urðum við að baka skipið og leiða milli jakanna, en aldrei vildi þok- unni létta. Eftir sólarhring sá ég grisja í tvö fjöll, voru það Reykjaneshyrna og Spákonufell á Skaga og gat ég þá fyrst vitað með vissu hvar við vorum, en það var rétt fram af Skaga, og þar sluppum við úr ísnum. Var þá komin norð- an gráða og náðum við inn á IJraunakrók um kvöldið. Dót þeirra, sem drukknað höfðu, var nú flutt í land, en síðan haldið áfram til Akur- eyrar. Út af Siglufirði hittum við Þorleif bónda á Siglunesi, er var í fiskiróðri, og spurðum hann tíðinda og þar með, hvort Vonin væri komin heim og sagði hann svo ekki vera. Sigldum við nú inn Eyjafjörð og komum seinni hluta dags til Oddeyrar. Við fórum þegar í land og stóð þá Kristinn Hafstein á bryggjunni. Þegar við höfðum heilsað honum, spyr hann mig strax, hvort Vonin hafi farizt. Ég segi honum þegai, hún muni heil á húfi með 200 tunnur lifrar, en að ég hefði átt von á því, að hún yrði komin til Akureyrar á undan okkur. Sagði ég honum síð- an allt hið létta um ferðir okkar, hvernig Brúni hefði misst út skipstjóra sinn og annan mann á leið út Isafjarðardjúp og að ég hefði síðan verið fenginn til þess að sigla skipinu heim. Spyr Ilafstein mig þá, hvort ég vilji fara með Brúna á veiðar, en ég var ófús til þess, enda voru skipverjar á Brúna leiðir mjög yfir þess- um atburðum og vildu síður fara út aftur. Var nú öllu skipað upp úr Brúna, bæði far- angri og hinum 27 tunnum lifrar, er við höfðum fengið, en skipinu síðan lagt inn á höfnina. Þegar öllu þessu var lokið, fékk Hafstein mér 100,00 kr. í peningum fyrir að sigla Brúna heirn, en sagði að ég fengi ekkert af lifrarhlutnum, því að hann fengju aðstandendur hinna drukkn- uðu. Leið nú nærri vika svo að ekki kom Vonin, en er hún loksins kom, höfðu skipverjar þau tíð- indi að segja, að eftir að þeir fóru frá Rit hafi þeir lent í ís og hinum mestu erfiðleikum, en urðu loks að snúa aftur og fara sömu leið og við, með löndum fram. Eftir að Vonin hafði losað afla sinn, fór ég aftur á skipið og hélt hún þá heim til Siglufjarð- ar. Fórum við síðan tvo túra, er báðir gengu all vel, þrátt fyrir mikinn ís; vorum við hálfan mán- uð í hvorum þeirra og fengum 126 og 127 tunn- ur lifrar. Eftir það varð ég að fara af skipinu, vegna handarmeins. Illutur minn á þessum 3 mánuðum varð 400,00 kr. og þótti það með afbrigðum gott, en ekki fengust þessar krónur án mikilla erfiðleika og harðar baráttu. „Til athugunar fyrir giftar konur.“ Vertu ekki frekjufull við manninn þinn, mundu eftir því, að sú var tíðin, að þú settir hann að gæð- um og kostuin upp fyrir alla aðra menn. Viðurkenndu við tækifæri, að maðurinn þinn hafi rétt, og að þú sért sjálf ekki fullkomlega óskeikul. Sé maður þinn hæfileikamaður, skaltu vera hon- um vinur. En sé liann það ekki, þá skaltu vera honum vinui' og ráðgjafi. 10 V í K I N G v n

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.