Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Page 32
stöðug vestan átt, og fór barkurinn yfir Stóra
Ástralíu flóa á því sem næst met tíma.
Um það bil er sást til Cape Otway (höfði á
Victorian ströndinni), var Shotton næstum orð-
inn örmagna. í heilan mánuð hafði hann aldrei
sofið meir en tvo tíma í einu og einkenni hita-
veikinnar höfðu oft gert vart við sig og mjög
veikt þrótt hans og þol. Vafi um það, hvort
staðarákvarðanir hans væru réttar, gerðu hann
kvíðafullan; frá því að hann tók við stjórn skips-
ins var enginn um borð nógu hæfur til að yíir-
fara hinar siglingafræðilegu áætlanir hans.
Þrátt fyrir þetta tókst landtakan ágætlega —
til heiðurs hinum unga skipstjóri. Það jók þó
enn meira á afrek hans, að hann hafði aldrei
áður haft tækifæri til að reyna þessa hæfileika
sína verklega.
Það var að nóttu til, þegar Port Philips Heads
komu í augsýn. Þar sem einkenni vitaljósanna
komu ekki heim við sjókortið (vegna þess að
kortið var með gömlum vitaupplýsingum), sneri
Shotton við og stefndi til hafs, þar til í birtingu.
Með þessu sýndi hann enn einu sinni, hve góð-
ur sjómaður hann var.
Þegar „Trafalgar“ hafði varpað akkerum, fyr-
ir utan Port Melbourne, kom hinn nýi skipstjóri
um borð, en eigendurnir höfðu sent hann þang-
að, þegar fréttist um lát Edgars skipstjóra. —
Eins og hafnsögumaðurinn, varð hann undrandi
að sjá ungling 18 ára að aldri, sem stjórnanda
skipsins.
Afrek Shottons fréttist um allan heim, og
stjórnin í Victoria afhenti honum fallegt gullúr
með festi ,,í viðurkenningarskyni fyrir dugnað
við stjórn á seglskipinu „Trafalgar" undir ó-
venjulegum kringum stæðum“. Síðar, er skipið
kom til Englands, fékk hann Lloyds orðuna úr
eir (Lloyds Bronze Medal) og 290 punda ávísun
frá skipsábyrgðarmönnum.
1 svari sínu, eftir að hafa verið þannig heiðr-
aður, sagði Shotton:
„Ég gerði aðeins skyldu mína. Ef nokkuð líkt
þessu kæmi aftur fyrir mig, mundi ég gera það
sama“.
Hugh O’Brien, seglasaumarinn, var einnig
heiðraður af stjórninni í Victoria, sem færði hon-
úr og festi úr silfri.
Þegar hann ávarpaði gefendurna, sagði hann
brosandi: —
„Satt að segja, bjóst ég ekki við verðlaunum.
Þegar ég stóð við hlið Shottons, datt mér ekki
í hug úr og festi eða nokkuð annað. Ég hef
vanið mig á að gera ætíð skyldu mína — og ég
gerði það, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er ykkur
þakklátur".
Áður en langt um leið, var Shotton gerður að
Magnús Siefánsson
ská Id
lVíagnús Stefánsson skáld.
Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skáld
lézt í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði laug-
ardaginn 25. júlí. Hann fæddist að Kverkár-
tungu á Langanesi í Norður-Múlasýslu 12. des.
árið 1884 og var því á 58. aldursári.
Hann var af fátæku fólki kominn, og varð
snemma að bjargast af eigin rammleik.
Honum varð lítillar skólagöngu auðið í æsku,
stundaði nám við Flensborgarskólann og Kenn-
araskólann, vetrarlangt við hvorn þeirra, en
aflaði sér annars menntunar með lestri. Var
hann maður gagnmenntaður og víðlesinn svo
af bar.
Magnús lagði fyrir sig margs konar störf,
meðal annars sjómennsku, má án efa rekja til
þeirra ára, áhrifa í skáldskap hans um sjósókn
og sjómennsku, einnig verzlunar- og skrifstofu-
störf, en hin síðari ár var hann bókavörður.
Fyrstu kvæði Magnúsar birtust í tímaritinu
„Eimreiðin“ fyrir 22 árum. Birtust þau undir
dulnefninu Örn Arnarson og vöktu þegar at-
hygli Ijóðelskra manna.
Þó að Magnús væri ekki afkastamikill við
ritstörfin, var hann þeim myn vandvirkari. —
Kvæðasafn hans, Illgresi, kom út 1924. — Er
það lítil bók að vöxtum en hefir að geyma
hvert kvæðið öðru snjallara. Einkum gat kímni
yfirmanni á stóru gufuskipi, en það er óhætt
að segja, að hann gleymdi aldrei sjóferðinni á
hitasóttarskipinu „Trafalgar“.
Kr. Júl. þýddi.
VÍKINGUR
32