Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 38
Framför ! eimtækni og
Rétt fyrir ófriðinn mikla 1914—-18 kom
Dieselvélin fram, sem sterkur keppinautur eim-
vélarinnar. En hún var þá eingöngu notuð í
skipum. Tvo áratugina næstu ruddi Dieselvélin
sér til rúms um heim allan, og var svo komið
við byrjun ófriðarins, sem nú geisar, að t. d. á
Norðurlöndum voru eimskipin á góðri leið með
að hverfa úr sögunni.
í sænsku fagblaði, „Maskinbefáls förbundets
Tidskrift", sem hingað hefir borizt fyrir
skömmu, er ritað um breytingar, sem eru að
verða á þessu á Norðurlöndum vegna ófriðarins.
Fer hér á eftir byrjunarkaflinn á þeirri ritgerð.
Þeir erfiðleikar, sem þegar komu í ljós í byrj-
un þessa ófriðar um öflun eldsneytis til skipa,
og einkum brennsluolíu til Dieselvélanna, hefir
orðið þess valdandi að allmikið hefir vexúð pant-
að af eimskipum upp á síðkastið. Það er því þess
vei't að athuga hvort þessi ný vaknaði áhugi fyr-
ir eimvélunum er stríðsfyrirbrigði eingöngu,
eða hefir aðrar dýpri orsakir, — t. d. end-
ui’bætur þær, sem gjörðar hafa verið á eimvéi-
inni síðustu 20 árin.
Liggur þá næst að taka til athugunar grund-
vallartölur þær um samanburð á eldsneytisnotk-
un eimvéla og Dieselvéla, þegar Dieselvélin hóf
göngu sína. (Eldsneytiseyðslan hér að neðan er
reiknuð fyrir aðalvélina og aukavélai’, sem
henni fylgja).
Eimvélar í skipum á þeim tíma voru að mestu
leyti þrígengisvélar. Eim þr. venjulega 180 lbs.
á ferþ. = 12,65 kg./cm.J. Yfirhitun var þá enn
ekki almennt notuð, og eimvatnshitun, þar sem
hún var notuð, var framkvæmd með eimi frá
aðalkötlum.
Kolaeyðslan var þá almennt 0,72 kg. á I. H. k.
stund (Indiceret Hestekraftstunde), ef kolin
höfðu 7500 kcal. brunagildi. Svarar það til hita-
eyðslu, sem er 0,72 sinnum 7500 = 5400 kcl. á
I. H. K. stund.
Eldsneytiseyðsla Dieselvélai’innar var um
þessar mundir 0,19 kg. Dieselolía á A. H. K.
stund (Akselhestekraftstund). — Brunagildi
Dieselolíunnar er um 10000 kcal á kg. Svarar
þetta til hitanotkunar sem er 0,19 — 10,000
= 1900 kcl á A. H. K. stund. Ofannefndar töl-
ur eru beint sambærilegar, þó önnur sýni elds-
neytiseyðsluna við I. H. K., en hin við A. II. E.
Snúningshraði Dieselvélarinnar er, af sérstök-
um ástæðum, sem hér skal ekki farið inn á að
skýra, ávallt mikið hærri en eimvélarinnar. Af
þeirri ástæðu er skrúfustarfstig Dieselskipanna
mikið lægra. Illutfallið milli skrúfustarfsstigs
umbætur á skipavélum
Diesel- og eimvéla er svipað eins og milli A.H.K,
og I. H. K. eimvélai’innar.
Með verðinu sem var á kolum og Dieselolíu
fyrir stríð, varð samanburðurinn milli áður-
nefndra véla þannig:
Eimvél. Dieselvél.
Eldsneytiseyðsla á hestoi’ku
stund í kg.................. 0,72 0,19
Hitanotkun á hestorkustund í
kcal........................ 5400 1900
Verð á eldsneytinu á smál. kr. 18,00 50,00
Eldsneytiskostnaður í kr. á
hestorkustund ............. 0,013 0,0095
Af ofanskráðu má sjá, að dieselvélin sýndi
spamað, þegar hún kom á markaðinn, er nam,
0,013—0,0095
-----------------• 100 = 26,9%.
0,013
Síðan hefir bæði eimvélin og Dieselvélin tekið
framförum, og sambærilegar tölur um eldsneyt-
isnotkun eru nú fyrir eimvélina 0,43 kg. kol á
I. H. K.-stund og fyrir Dieselvélina 0,18 kg. olía
á A. H. K.-stund. Hliðstæður samanburður á
eldsneytiseyðslu og kostnaði lítur þá þannig út
nú:
Eimvél. Dieselvél.
Eldsneytiseyðslu á hestoi’ku-
stund í kg.................. 0,43 0,18
Ilistaeyðsla á hestorkustund í
kcal........................ 3225 1800
Vei’ð í eldsneyti í kr. á smál. 18,00 50,00
Eldsneytiskostnaður í kr. á
hestorkustund ............. 0,00774 0,009
Með þessum reikningi sýnir þá eimvélin sparn-
að samanborið við dieselvélina, er nemur:
0,009—0,00774
=----------------• 100 = 14%.
0,009
Þessi útkoma ásamt meiri erfiðleikum við að
fá Dieselolíu en kol, gefur skýringuna á hinum
nývaknaða áhuga fyrir eimskipunum.
Ofangreindir yfirburðir eimvélarinnar um
eldsneytissparnað, samanborið við dieselvélina,
eru þó algerlega háðir verðinu á eldsneytis-
markaðinum á kolum og dieselolíu. Geti t. d.
dieselskip tekið olíu nærri fi’amleiðslustaðnum
til ferðarinnar fram og aftur, fyrir lægra verð
en í heimahöfn, getur eldsneytiskostnaðuriim
fyrir það skip oi’ðið lægri en fyrir eimskip í sömu
ferðum. Hattgrímur Jónsson.
VÍKINGUR