Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 45
Kafbátsforingi og kennimaður Enn í fótspor Odysseifs. U 73 var ekki sjófær aftur fyrr en í miðjum október. Haustið kemur og dagarnir styttast. Þetta á vel við okkur, því að næsti leiðangur er ákveðinn til Piræus og gríska eyjaklasans Cyklad. En eyjar þessar eru svo þéttar, að auð- veldlega sér á milli þeirra, svo það er hættu- legt fyrir kafbát að vera á ferli á daginn. Þessi för var hin fljótasta og farsælasta af ferðum U 73, þrátt fyrir.... En ég ætla ekki að skýra frá því fyrirfram. Við fórum frá Cattari seinni hluta dags, hinn 22. október, og hinn 23. köfuðum við gegn um Otrantosund og komumst framhjá fimm varðlínum. Það voru vopnaðir togarar, sem sigldu tveir og tveir saman og drógu á milli sín kafbátanet með tundurduflum í. Á þennan óvenjulega hátt átti beinlínis að veiða kafbát- ana. Þetta var í það sinn í okkar augum frem- ur leiðinleg truflun en alvarleg hætta! Því að við bárum meiri virðingu fyrir hraðskreiðum tundurspillum, sem gátu orðið okkur mjög skeinuhættir, þegar við komum upp á yfirborð- ið á nóttunni. Næsta morgun sökktum við úti fyrir íþöku gríska skipinu ,,Propontis“, sem var með sementsfarm til Suezskurðarins. Því næst héldum við eina þokunótt í gegnum Cervisundið og komum inn í gríska landhelgi. Fyrsta skip, sem við mætum, er lítið brezkt beitiskip. En við komumst ekki svo nærri, að hægt sér að ráðast á það. Og daginn eftir liggj- um við í leyni, en þá kemur það ekki. Alla nótt- ina siglum við norð-austlæga stefnu á flóann hjá Aþenu. Um morguninn erum við úti fyrir eynni Phelebes, suður af Æginasundi. En um nóttina mættum við mörgum varðskipum og tundurspillum og urðum við oft að kafa. Fyrri hluta dags er mikið um skipaferðir, sem er gætt af frönskum tundurspilli að því er virðist, og er hann stöðugt á sveimi í námunda við okkur. Það er fremur hvasst og erfitt að stýra U 73 á rannsóknardýpi. Um kvöldið leggjum við tvær duflagirðingar, austan og vestan við eyna, en höldum síðan suður á bóginn til Keossunds. — Um nóttina siglum við ofansjávar fast upp und- ir Euboaströndum í Petaliflóa, og notum tím ann til að hlaða rafgeymana. En við verðum sí- fellt fyrir truflunum og urðum að kafa þrisv- ar, til þess að forðast tundurspilla. Á Keos- sundi sáum við þessa nótt tvö sjúkraflutninga- skip með ljósum. Voru þau á suðurleið. Ljós- laus skip þekkjum við auðvitað ekki. VÍKINGUR Kl. 5 um morguninn köfum við, til þess að finna heppilegan stað fyrir duflagirðingu í Keossundi. Það var ekki mikill vandi, því að öll skipin fara þar rétt meðfram landinu. En við gerum þá óþægilegu uppgötvun, að dufla- togararnir eru einmitt þessa stundina að slæða dufl á þessum slóðum. Heimsókn okkar hefur því sýnilega ekki verið óvænt. En við treyst- um á hamingjuna, og milli 8 og 9 um morgun- inn leggjum við tvær girðingar, með sex dufl- um hvora, undir strönd eyjarinnar Keos. Svo bíðum við þar í grendinni, til þess að sjá árang- urinn, og eins til að ráða niðurlögum skipa, sem verða kynnu fyrir tjóni. Um 11-leytið liggur stórt gufuskip með mikla slagsíðu úti fyrir girðingu okkar, en skömmu síðar siglir það suð- ur á bóginn, áður en við komumst á vettvang. Kannske hefur það rekizt á tundurdufl? Við vitum ekkert. Um daginn fara mörg skip framhjá. Okkur þykja hvít- og grænmáluðu spítalaskipin grun- samleg. Það lítur út fyrir, að frönsku hersveit- irnar á Saloniki-vígstöðvunum, hafi tekið sótt mikla, eða þá að þeir nota Rauða krossinn til þess að vernda herflutninga sína. Undir kvöldið hættum við þessu eftirliti, köf- um út í gegnum Dorosundið og út á rúmsjó, til þess að vera í friði um nóttina og hlaða raf geymana. Heppnin er með og þetta er róleg nótt. Whitley-flugvél hefir kastað sprengju aS kafbát, sem er neðansjávar, sjóstrókur gýs upp. 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.