Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 34
Ég hafði skorist á enni og fengið sár á annan fótlegginn, og var orðið svo af mér dregið, að ég hafði ekki þrek til þess að busla neitt, til þess að halda á mér hita, en lá aðeins hreyfing- arlaus á lúgubrotinu. Eftir því sem félagar mínir sögðu mér síðar, leið þannig upp undir klukkustund, að þeir, sem á flekann komust, voru að reyna að róa honum á milli okkar, sem enn vorum í sjónum, og tókst loks að ná okkur. Ingibergur Lövdal komst fyrstur á flekann eftir að skipið var sokkið. Skaut honum upp rétt hjá flekanum, og síðar komust þeir einnig á flekann Kristján Kristófersson og Sigmund- arnir báðir og réru þeir þá flekanum til, eins og fyrr segir, eftir því sem þeir gátu. Sá þriðji, sem einnig var lengst í sjónum, var Karl sál. Guðmundsson, er síðar andaðist á leiðinni til lands. Þegar á flekann var komið, var ekki annað framundan en að bíða þess, að einhver björgun bærist af tilviljun. Við vorum allir andlega hressir, ræddum um daginn og veginn og það, sem fyrir hafði kom- ið, og möguleikana til björgunar, og fólkið heima. Við skipulögðum líf okkar eftir aðstæð- unum, skiptumst á að standa vaktir og gera það, sem mögulegt var, til þess að vekja á okk- ur athygli. Á nóttunni kveiktum við t. d. blúss öðru hvoru og sendum upp flugelda, en á dag- inn flögguðum við íslenzka fánanum og skyrtu, sem hengd var ofan við hann. Matarskömmtun var strax tekin upp, en vatn var af svo skornum skammti, að af því fengum við mjög takmarkað, og kvaldi það okk- ur mest. Og dagarnir liðu. Einmana og yfirgefnir hrökktumst við á hinum litla fleka, varnar- lausir fyrir vindi og sjó, á bylgjum Atlants- hafsins. Á 6. degi sáum við stórt skip á siglingu. Hjá okkur vaknaði gleðiþrungin eftirvænting. Nú yrði okkur bjargað. Við gerðum allt, sem við gátum, til þess að vekja athygli þess á okkur, og það tókst. Skipið beygði í áttina til okkar, en áður en varði stanzaði það og lá kyrrt alllangt frá okkur, eins og þeir, sem um borð voru, væru að yfirvega hlutina. Við héldum áfram að senda flugelda; það var ómögulegt annað en að þeir sæu okkur. Við biðum með öndina í hálsin- um eftir því, hvað næst gerðist. Skömmu síðar fór skipið aftur á hreyfingu og sigldi burt. Það voru þungbærar stundir. Eftir því sem 34 VI KI N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.