Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 5
Kristinn Erlendsson, (rá Þingeyri.
Landíökuvifinn
„Og um þig vefjast þögul þakkarhcit!"
Það mænir á þig mararsjónin grá
og manna augu snör og dökk og blá.
Hvort finnurðu ekki augnaráðsins afl,
sem á þér hvílir bak við hrannarskafl,
— þeir eru að leita lands um dimman sjá,
sem þá langar til að ná.
Þú rennir augum út í myrkrin köld
að aðrir megi sjá þinn geislafjöld;
þú eykur þrek og kjark hins þreytta manns
er þráir höfn hins fyrirheitna lands,
er kveður við og kveikir afl í sál,
þitt kæra neistarmál.
Að mætast augu manns og þín um sund,
er mesta hnoss um dimmrar nætur stund,
— sem logar tvennir hafi mælt sér mót,
og maðurinn fengið rauna sinna bót;
því bein er leið þess fleys er vitan fann
um fiskarann.
Og um þig vef jast þögul þakkarheit,
er þinnar birtu vegi maður leit.
Þitt leifturstríð er háð um höfin blá
og hefir fengið margan til að sjá
og landið, sem þeir leituðu oftast að,
það er á sínum stað.
VÍKINGUR
Þín brúnaljós, þau eru ei öðrum veitt
en einum þeim, er lögðu á hafið breitt.
Þú teygir geislann móti þeirra mund,
er manndáð höfðu að sækja á þinn fund,
sem lögðu kneri út á djúpsins ál
með eld í sál.
Um blakka nótt þeim býður góðan dag
og blessar þeirra störf og háttalag,
er hverfa þeir á burt, þú bendir þeim;
þú brennur skærast þeim, sem leitar heim,
og hver sem að þig eitt sinn — eitt sinn leit
hann um big síðan veit.
Að gnæfa hátt, og vera öðrum allt,
það æfihlutverk skal ei mörgum fallt.
En þú ert stundum eina athvarf hans,
sem er að leita í náttmyrkri til lands,
og geislinn, sem þú sendir út frá strönd
er sól í mannsins hönd.
Ef væri ekki viti ljósið þitt,
þeim veittist örðug leið um skipið sitt.
Hve skammt var stundum eftir enginn veit,
er ástarbjarma þína feginn leit,
— þá færi kannske margur verri för
og fengi önnur svör.
En er ekki oft í útskerinu kalt,
er um þig leikur hafið grænt og svalt.
Hvort finnurðu ekki fara um þig þá
þann feginshug: — er bál þitt skipin sjá,
sem eru um nótt að leita, leita af dröfn
að lands þíns höfn.
„Hve skammt var stundum eftir, enginn veit... “.