Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 28
Hinn 27. ágúst varpaði „Trafalgar“ akkerum
út af Anger Point, sem er norðvestast á Jövu, í
Sunda sundinu. Edgar skipstjóri fór í land til
að fá fyrirmæli frá útgerðarfélaginu, en ekkert
hafði heyrzt frá því ennþá. Hann kom brátt aft-
ur um borð, og bölvaði hitanum, sem var voða-
legur.
Það var 29. ágúst, sem skeyti kom að heiman,
um að hann ætti að fara til Bataviu, höfuðborg-
ar Jövu, sem er stærsta borgin í Hollensku aust-
ur Indíum og er um 80 mílur austur frá Anger
Point. Það var næstum því logn, svo að „Tra-
ialgar“ kom ekki til Bataviu fyr en 1. septem-
ber, 105 dögum eftir að farið var frá New York.
Nú á dögum, þökk sé læknavísindunum, er
Batavía tiltölulega heilnæmur bær, en fyrir alda-
mótin var þar sannkölluð „gröf hvítra manna“.
Mýfluguhópar (mosquitoes aboundee) sveimuðu
yfir mýrunum, sem voru víða innan um hin
ræktuðu landsvæði. Á næturna lagði hina dauð-
legu hitasótt upp frá mýrlendinu og barst hún
út á hafið með kvöldvindum, sem komu eftir
sólsetur. Vegna þess síðarnefnda var skipum
sem ætluðu að vera yfir lengri tíma á skipa-
legunum, ætíð ráðlagt að leggjast eins fjarri
landi og hægt væri og heilbrigðisyfirvöldin van-
ræktu' ekik að brýna fyrir skipstjórunum að
leyfa ekki skipverjum sínum að vera í landi
eftir sólsetur, sofa ofandekks á næturna eða
drekka vatn úr landi, án þess að það hefði verið
soðið. Hitasóttin var sérstaklega skæð, þegar
staðvindar breyttust, en það var aðallega í sept-
ember og október, og hvernig sem örlögin vildu
hafa það, þá var það einmitt, þegar „Trafalgar“
kom til Batavíu.
Það hafði verið lagzt rúmlega mílu undan
landi og hafnsögumaðurinn var farinn í land.
Edgar skipstjóri lét nú kalla á alla skipshöfnina
og las fyrir þá úr reglugjörð hafnarinnar.
„Ég verð að aðvara ykkur“, sagði hann að lok-
um, „að faraldur sá af Java-hitasótt, sem hér
geisar er sérstaklega skæður. Hafnarflæknirinn
sagði hana jafn slæma og kóleru“.
Hinir kinkuðu kolli og lofuðu að vera um borð,
— en þeir hefðu varla verið „svellkaldir sjó-
menn“, hefðu þeir ekki svikið það, eftir að hafa
vei’ið á ferð um úthöfin í þrjá og hálfan mán-
uð. Það voru nógir möguleikar að komast í land,
því að alltaf var nóg af innfæddum mönnum á
smábátum í námunda við skipið, sem vildu flytja
þá.
Fyrsta laugardaginn eftir komuna til Bata-
víu fengu menn peninga, sem ætlast var til að
þeir notuðu aðeins til kaupa á eldspýtum, sápu
o. fl. af mönnunum í smábátunum, en í þess stað,
fóru margir hásetanna í land. Þeir komu aftur
snemma næsta dag, þá ölvaðir og illa útleiknir
eftir slagsmál. Þegar þeir voru komnir um borð
hugðu Hollendingarnir að nú væri einmitt tæki-
færið, sem þeir höfðu beðið eftir að kæmi til þess
„að gera upp við“ fantinn Thompson.
Þeir fóru aftur á og byrjuðu að hrópa blóts-
yrði og hótunum niður í káetu. Edgar skipstjóri,
sem var ennþá á náttfötunum, kom út úr her-
bergi sínu í þeim ásetningi að fá óróaseggina
til að fara heim í. Áður en hann var kominn
hálfa leið, hljóp Thompson fram hjá honum upp
á dekk til Hollendinganna.
Nú lét hann hnefana tala: einn eftir annan af
hásetunum lágu eins og skötur á dekkinu. Þá
vantaði hugrekki til að berjast, jafnvel, þó að
þeir væru undir áhrifum víns. Eftir fimm mín-
útur var Thompson búinn að „hreinsa til aft-
ur í“.
Eftir þetta urðu Hollendingarnir aftur rólegir
eins og lömb. Edgar skipstjóri var samt sem
áður sannfærður um að fyrr eða síðar mundu
vandræði hljótast á ný á milli Holllendinganna
og annars stýrimanns, ef til vill með raunalegum
afleiðingum.
Hann langaði ekki til að morð yrði framið um
borð í skipi sínu, svo hann ákvað að láta Thomp-
son fara.
Þegar Thompson, sem var bezti náungi, heyrði
um ákvörðun skipstjórans, ákvað hann að sam-
þykkja uppsögnina; og einum eða tveimur dög-
um síðar fór hann af „Trafalgar", með ágætis
meðmæli í vasanum frá yfirmönnum sínum.
„Þarna fer góður maður“, sagði Edgar við
Richards fyrsta stýrimann, þegar róið var með
Thompson til lands. „Bara ef hann væri ekki
svona bráður, þá myndi hann vera enn betri“.
Af ótta við að skipshöfnin fengi hitasóttina,
gaf skipstjórinn strangar fyrirskipanir um að
enginn mætti fara aftur í land og engir bátar,
nema umboðsmannanna, mættu leggjast að skip-
inu. Einum eða tveimur dögum síðar struku 8
menn í land með einum af flutningabátunum,
sem notaðir voru við afferminguna.
Einn af þeim var síðar tekinn fastur og flutt-
ur um borð aftur; annar hvarf með öllu, en sá
þriðji, sem auðsjáanlega var staðráðinn í að
strjúka af skipinu á einhvern hátt, gaf sig fram
við hafnareftirlitið sem strokumaður af Hol-
lensku herskipi sem hafði legið á New York
höfn um sama leyti og hann réðist á „Trafalg-
ar“. Hann var tekinn fastur og settur um borð
í Hollenzkt eftii’litsskip sem þarna lá.
Stuttu eftir þetta varð Edgar skipstjóri, sem
þurfti stöðu sinar vegna, að fara á hverjum
degi í land, veikur af hinni hræðilegu hitasótt.
Líðan hans fór versnandi með hverri stund, sem
VÍKINGUR
28