Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 46
Morguninn eftir skjótumst við snöggvast inn
í Mykonossundið og leggjum þar tvö duflasvæði
og verðum ekki varir við óvinaskip. Þar eð hér
ber ekkert á skipaferðum, höldum við um kvöld-
ið til Dorosunds til þess a ðgera tundurskeyta-
árásir, því að nú var öllum tundurduflunum
lagt.
Næsta dag gerum við ýmsar mishepnaðar
tilraunir til árása. Fyrsta skipið, sem við sjáum
er spítalaskip, sem við megum ekki skjóta á.
Því næst kemur brezkt beitiskip, sem er svo
hraðskreitt, að við náum því ekki. Flutninga-
skip virðast ekki vera til á hafinu þann dag.
daginn eftir hinn 31. október, er aftur á móti
mikið um skipaferðir.
Um nóttina fer stórt spítalaskip, a. m. k.
20 þús. tonn, framhjá okkur á suðvestur leið.
Kl. 7 liggjum við í árásarstöðu og komum auga
á tvö gufuskip, sem voru í fylgd með brezkum
tundurspilli, sennilega á leið til Saloniki með lið
og hergögn. En heppnin var ekki með okkur.
Því einmitt þegar við ætlum að fara að skjóta
á annað skipið, stýrir það beint á U 73, svo
að við verðum að kafa í skyndi niður á 20 metra
dýpi, og við missum þetta ágæta tækifæri til
árásar. Þegar við rekum sjónpípuna upp úr tíu
mínútum síðar, eru bæði skipin farin framhjá,
og engin leið að senda þeim tundurskeyti. Svo
við verðum enn að bíða átekta!
Um hádegisbilið sézt gufuskip í norðaustri.
Og í þetta sinn tekzt okkur að komast í skot-
færi, þótt tundurspillir, sem var í fylgd með
því, sigli í sífellda hringi, til þess að hindra
kafbátaárás. Kl. 1 hleypum við af tundurskeyti
á 300 metra færi, en það heyrist engin spreng-
ing, svo annaðhvort hefur skeytið lent undir
skipið eða framhjá.
En við sjáum fljótt, að skipið hefur orðið vart
við tundurskeytið, því það dregur upp merkja-
veifu og siglir brott. Þar með fór tækifærið
þann dag. Og skipin sigla úr augsýn. En í stað-
inn koma varðskipin nær og gera okkur lífið
leitt!
Eftir erfitt kvöld náum við um miðnættið til
eyjarinnar Naxos, og siglum áfram gegnum
eyjamergðina til Maleashöfða, til þess að hafa
þaðan eftirlit og finna heppilegan skotspón fyr-
ir seinna tundurskeytið okkar. En nú var orðið
kalt í veðri og vindur hvass, og það kom sér nú
vel, eftir að hafa verið heila viku í baðfötum, og
of heitt samt, því við vorum að kalla alltaf í
kafi.
Bið okkar við Maleashöfða varð jafn árang-
urslaus, og hinn 2. nóvember fórum við burt
úr Eyjahafi, til þess að leita að herfangi
fyrir vestan eyna Cerigo í Cervisundi. Árang-
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ábyrgðarmaður:
Halldór Jónsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
ÞorvartSur Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
KonrátS Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og
kostar árgangurinn 15 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er a Bárugötu 2,
Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur", Pósthólf
425, Reykjavík. Sími 5653.
urslaust! Fyrst 4. nóvember, þegar við erum
komnir alllangt norður á bóginn á heimleið,
hittum við á 36. breiddargráðu allmörg varð-
skip og flutningaskip. Fallegt 7 þúsund tonna
gufuskip fer fram úr okkur, og við hefðum get-
að grátið yfir seinaganginum, sem eyðileggur
hvert tækifærið á fætur öðru. Auðvitað slapp
það. Aftur á móti ráðumst við klukkustundu
seinna á tómt 2 þús. tonna skip. Tundurskot
á 600 metra færi, enginn árangur. Það er senni-
legt, að tundurskeytið okkar, sem er miðað við
31/2 meter undir yfirborði, hafi farið undir
kjölinn.
Það er nú ekki um frekari hernaðaraðgerðir
að ræða, 0g við verðum að halda heimleiðis.
Það er ekki hægt að heyja stríð gegn stórskip-
um með einni smáfallbyssu.
Stinningskaldi skilar okkur í gegnum Otranto
sundið hinn 6. nóvember. Við sjáum að vísu
nokkra togara á verði, en þeir velta svo mikið
í rótinu, að það er enginn furða, þótt þeir sjái
okkur ekki. Við verðum að vísu að halda okk-
ur í kafi í 3þ^ klukkustund, til að forðast tund-
urspilli og einn togara, sem kom of nærri okk-
ur, en það þykir nú ekki mikið í Otrantosundi.
Við komumst í raun og veru í gegnum allar
varðlínur á einni morgunstund, og morguninn
eftir komum við til Bocche di Cattaro í grenj-
andi nóvemberrigningu.
GÚMMÍSTAKKAR, húðaðir báðum
megin, þeir sterkustu, sem hér hafa sézt,
fást í
VOPNA, Aðalstræti 16.
46
VÍKINGUR