Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 11
dag íremur en aðra daga, og Lási fer því á kostum við frammistöðuna og ljómar eins og ung heimasæta. Svo er sókninni haldið áfram og hljómsveit dagsins spilar látlaust og fær við og við lifrar- brodd að launum. Degi tekur nú óðum að halla og enn heyrist „híf obb“. Eins og „þjófur úr heiðskýru lofti kemur nú sendiboði vor bröltandi ofan af báta- dekki og segir, að brátt eigi sjómannadagshófið á Hótel Borg að hefjast, og verði andagiftinni ausið þaðan í eyru fjarstaddra vina og vanda- manna gegn um útvarpið. Fregnin vekur athygli. „Við „söllum“ þó að verði sex pokar“, segir Iialli bátsmaður. Tillagan fær strax byr undir báða vængi og er afgreidd með hraði án umræðna. Hlerarnir hlunkast í skipshliðina og afrakst- urinn er hirtur. Það er einn poki og skaufi. Aftur er slakað, fiskurinn blóðgaður, „tekið í blökkina“, síðan allir upp á bátadekk, því ræðu- höldin eru byrjuð. Aumingja Kalli káti má einn híma á „trollvaktinni“. Hann er eilítið „pirrað- ur“ á taugum yfir þessari kaldhæðni örlaganna og kemur við og við til þess að líta yfir flat- sængina á bátadekkinu. En aftur hverfur hann jafnhraðan sem hinn trúi vökumaður. Loks finnur Kalli, Kalli á Hóli náð fyrir augum hús- bónda sins, sem segir honum að fara og hlusta líka. Vér erum þá allir mættir nema „koju- vaktin“, er sefur djúpum svefni og lætur sig dreyma um hinar og aðrar lífsins lystisemd- ir. Áfram er togað. Vér hlustum: Ræðuhöld, út- hlutun verðlauna fyrir unnin afrek á deginum og árinu, sem leið, hljóðfærasláttur, söngur — enn er togað. Aftur ræða, peningarnir hrúgast til fyrirhugaðs sjómannaskóla. Alfreð Andrés- son syngur gamanvísur og gerir mikla „lukku“ á bátadekkinu. — Hann togar enn? Svo kemur endahnúturinn: — tveir gamlir sjómenn, syngjandi, sjóðandi, bullandi skemmti- legir. Allir hlægja. Þeir halda sig víst vera komna á Hótel Borg. A-ha-ha-hæ! Þetta eru sko karl- ar, sem hlustandi er á. En rétt þegar fröken Magga er á leið að leggja sínar ljómandi ung- meyjar hendur á berstrípaðan skallann á Brynj- ólfi Jóhannessyni, heyrist drynjandi rödd: „Híf obb!“ Mannskapurinn bregður við ótt og títt og kemur skríðandi, veltandi og stökkvandi niður á þilfar eins og árásarher, sem gerir áhlaup frá launsátri sínu. Dagur ísl. sjómannastéttar er að seytla inn í fortíðina, — klukkan er bráðum tólf, og „nótt- O þessir sjómenn! Fyrir nokkru birtist í dagblöðunum mjög at- hyglisverð og gagnleg auglýsing frá landlækni, er hann nefnir: Aðvörun til farmanna. Eru sjómenn þar aðvaraðir við stórauknum hættum af kynsjúkdómum í erlendum höfnum, og stríðinu kennt um. Mun þetta rétt vera og naumast tiltökumál, svo mikil röskun, sem orðið hefir á öllum lífsvenjum manna. En orðalag auglýsingarinnar vakti athygli vora eins og auglýsingar til sjómanna hafa stundum vakið áður. Leyfist manni að spyrja: Eru það einungis sjómenn, sem aðvara þarf í þessum efnum? — Fleiri fara þó út yfir pollinn en þeir, þó að þeim hafi nú reyndar fækkað áberandi síðan hætt- urnar jukust á hafinu. Með allri virðingu fyrir ferðamönnum svona almennt, ber ekki á öðru en að þeir heimsæki skemmtistaði í „útlandinu“ og fái sé þar snúning og lyfti sér upp rétt eins og sjómennirnir. Reyndar er munurinn sá, að þeir fyrrnefndu hafa oftast meiri auraráð, og það getur ef til vill gert einhvern mun. Afhugasemd. í tilefni af leiðréttingu forstjóra Skipaútgerð- ar Ríkisins út af greininni „Tundurdufl sem týndist“, vil ég taka það fram, að vel getur ver- ið að leiðrétting hafi verið lesin upp milli erinda eða hljómplatna síðar um kvöldið. En hitt er víst, að sú leiðrétting var ekki lesin upp í eða eftir endurtekningu kvöldfrétta kl. 21,50 og ekki heldur með hádegisfréttum daginn eftir. Annars er þýðingarlítið að lesa upp leiðréttingar. nema eftir eða undan fréttum, því að sjómenn hlusta venjulega ekki nema á fréttir. — Annars er þetta mál útrætt frá minni hálfu. Kjartan Þórðarson. laus voraldarveröld" hvelfist yfir nokkra ís- lenzka fiskimenn, sem fletja fisk, rólegir og handvissir eins og ekkert hafi ískorizt. Jón H. Guðmundsson. V I K I N G U R 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.