Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 15
við fram á svokallaða Nesbrún um 1V2 mílu út
af Siglufirði og fengum þar 27 tunnur lifrar.
En þá veiktist einn af skipverjum, Guðmundur
Jónsson, frá Mósgerði, skyndilega og urðum vic
að fara með hann í land og andaðist hann
skömmu síðar.
Lögðum við nú enn á veiðar, ásamt hákarla-
skipinu ,,Kristjönu“, en skipstj. á Kristjönu var
Jón Þorvaldsson frá Hamri í Fljótum.
Sigldum við vestur með landi, en þegar kom
undir Straumnes í Sléttuhlíð varð fyrir okkur
allmikill íshroði. Kristjana, er var örskammt á
undan okkur komst gegnum ísinn, en við urð-
um fastir, og rak okkur austur aftur að Almenn-
ingsnöf, en komumst þó upp undir Mánárána
við illan leik. Um fjöru kenndum við grunns á
svokölluðu Mánárskeri. Skipstjóri sendi þá þrjá
menn austur á svokallaða Vogabakka, og voru
það þeir Barði Barðason, skipstj. og nú í Siglu-
firði, Jakob Petersen, er síðar fór til Ameríku
og ég. Áttum við að athuga, hvort hægt væri að
komast inn á Siglufjörð og sáum við að það var
vel gerlegt. Einnig sáum við að hægt myndi að
komast vestur. Eftir að þingað hafði verið um
það, hvað gera skyldi, var ákveðið að reyna enn
að komast vestur. Gekk okkur ágætlega fyrir
Straumnes, því að austan kul var á. Þegar við
komum vestur fyrir nesið hittum við þar smá-
bát með 3 mönnum, er voru að skjóta sel, einn
þessara manna var Jón Jónsson frá Brúnastöð-
um, bróðir Guðmundar skipstjóra. Vildi hann
þegar fara með okkur og varð það úr, þótt illa
væri hann búinn vistum og sjóklæðum, 3n hann
hafði meðferðis einar smjöröskjur og tvær flat-
kökur, en til hlífðar einar skinnbuxur.
Þegar komið var vestur fyrir Hrolleifshöfða,
sáum við 3 útlend skip inn á Höfðakrók, voru
það Gránuskipin Herta og Rósa, en hið þriðja
var Ingeborg til Höpfnersverzlunar. Skutum við
þegar út skipsbátnum og héldum inn sundin,
vorum við fjórir saman á bátnum. Komum við
um háttatíma að Rósu og hittum þar fyrir Jón
Petersen skipstjóra, sem lengi hafði verið skip-
stjóri á Rósu. Báðum við hann að selja okkur
vistir, en hann kvaðst ekki geta látið þær, þar
eð stýrimaður væri ekki á vagt, en hann hefði
umsjón með vörum skipsins, en þar sem við
máttum ekki vera að því að bíða, lét hann okk-
ur fá 100 pund af skonroki frá skipinu sjálfu,
20 pund af púðursykri, 5 pund af kaffi og 2
pund af munntóbaki, auk þess sem ég fékk eitt
pund af reyktóbaki. Sigldum við nú vestur fyr-
ir Skaga, en þegar við 'komum vestur í miðjan
flóann, sjáum við hvar skip liggur alllangt fram
undan og er við hákarl. Sáum við fljótt, að þetta
var Kristjana, er komst á undan okkur gegnum
ísinn við Straumnes í Sléttuhlíð, eins og áður er
sagt. Við lögðumst lítið eitt utar, eða „ofan á
hana“, eins og komist er að orði meðal sjó-
manna, var þar 60 faðma dýpi og fengum við
þegar vitlausan hákarl, eða á skömmum tíma
um 100 tunnur lifrar. Skipstjórinn á Kristjönu
lét brátt leysa og færði sig út fyrir okkur, en þá
fæi’ðum við okkur ennþá utar, fór nokkur tími
í þetta, því að við urðum að róa „ofanáleguna“.
Þegar við höfðum fengið 180 tunnur í skipið
„tók undan“ sem kallað er og gerði sunnan kul.
Sigldum við þá lengra fram á flóa hornið og
lögðumst á 90 faðma dýpi og var þar óður há-
karl. Þetta var á föstudag, er við lögðumst þarna
og lágum þar fram á laugardagskvöld,, höfðum
við þá fengið 220 tunnur lifrar í skipið. Vorum
við þá alveg matarlausir, nema hvað skipstjóri
miðlaði okkur einni og einni skonroksköku með
kaffinu. En þá var ég svo heppinn að draga
tveggja álna langa lúðu og þótti okkur það ærið
góður fengur.
^ Við leystum kl. 5 á laugardagskvöld og sigld-
um vestur, því að komið var allmikið suðaust-
an drif, og var talað um að sigla til ísafjarðar,
þar sem við vorum orðnir matarlausir. Voru nú
sett upp öll segl, en menn látnir fara undir þilj-
ur, en þessir menn voru uppi: Jón frá Brúna-
stöðum og Ólafur bróðir hans og Gísli frá
Brúnastöðum . Kl. 11 um kvöldið erum við vakt-
ir og okkur skipað að koma upp á þilfar, því að
ofsaveður var komið. Hafði skipið uppi öll segl
og klauf öldurnar fallega, varð Jóni gamla þá
að orði: „Nú skríður Vonsa“. Við minnkuðum
þegar seglin (toppana og héldum vestur fyrir
Rit, síðan inn ísafjarðardjúp, en þá var tekið
mjög að hægja. Komum við til ísafjarðar kl. 5
á sunnudagsmorgni og lögðumst í sundunum.
Fórum við 6 í land á skipsbátnum og hittum að
máli Árna kaupmann Jónsson og tók hann okk-
ur hið bezta og bauð okkur inn á skrifstofu til
sín. Voru þá liðnir 8 sólarhringar frá því að við
fórum frá Mánáránni og höfðum fengið 220
tunnur lifrar. Eftir að við höfðum fengið hina
beztu hressingu hjá Árna, lét hann fara með
Vonina inn á Pollinn og lögðum við síðan upp
20 tunnur til þess að kaupa fyrir vistir og annað,
er við þurftum. Þegar því var lokið, héldum við
út aftur, en þá var komin svarta þoka og gekk
okkur heldur illa að komast út úr sundunum,
enda höfðu ýmsir af skipsmönnum hresst sig
óþarflega mikið á ísafirði. Strönduðum við oft
a leiðinni út sundin 0g vorum alla nóttina að
bagsa við að komast út úr höfninni, en um morg-
uninn gerði norðan kul og gátum við þá krus-
að út fjörðinn og Djúpið.
Sama daginn og við komum til Isafjarðar,
VIKINGUR
15