Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Side 9
allir gera sér að skyldu að ætlast til mikils af þeim. Sennilega væri þörf á ennþá meiri sam- vinnu milli verksmiðjustjórnar og sjómanna. Það gefur meiri innsýn að skiftast sem mest á skoðunum, betur sjá augu en auga, það mun og skapa gagnkvæmt traust. Mest ber á aðfinnslum viðvíkjandi Raufar- hafnar verksmiðjunum. Þar er aðeins önnur verksmiðjan starfrækt, og efast sjómenn mjög að hún skili meira en rúmlega hálfum afköst- um, móts við það, sem hún ætti að gera. Verk- smiðjustjórnin mun ekki hafa álitið þörf að starfrækja gömlu verksmiðjuna í sumar, og líka mun það hafa verið erfiðleikum bundið að fá starfsfólk. Það var sjómönnum mikið fagnaðarefni, þeg- ar nýja verksmiðjan á Raufarhöfn var reist. Það hefur líka sýnt sig, að hennar var meira en þörf. Þessi verksmiðja þykir þó vera óþarf- lega fljótfærnislega reist, eftir þeirri ágætu reynslu, sem fengin var af nýtízku bræðslu- stöðvum. Sumir taka svo djúpt í árinni að milj- ónum króna hafi verið fleygt þania skipulags- laust, og ýmsar sagnir ganga um mistök sem eiga að hafa orðið. Vélahúsið á að hafa verið gert of lítið í upp- hafi, þannig að vélarnar komust ekki fyrir, svo að saga varð ofan af sumum þeirra, þar á meðal pressunum, svo að verksmiðjan gerir ekki sama gagn og hún annars gæti. Einnig hvað hafa gleymzt að ætla þurkurunum pláss, og varð síðar að byggja sérstakan skúr yfir þá. Annað ráðslag hvað hafa verið eftir því. Þess- ar og þvílíkar raddir eru svo algengar og há- værar, og þetta varðar svo mjög almenna hags- muni, að hreinasta þörf er að skipa nefnd til að kynna sér þessi mál. T. d. nefnd, sem þannig væri skipuð, að landssamband útgerðarmanna útnefndi einn manninn, Farmanna- og Fiskimannasamband íslands annan og atvinnumálaráðherra þriðja manninn. Þetta myndi verða það bezta fyrir alla aðila. Hver maður getur séð að verksmiðjurnar á Raufarhöfn eru ruglingslega byggðar. Fé virð- ist þó hvergi hafa verið til sparað. Ef eitthvað hefur klikkað, þá eru það þau hyggindi, sem í hag koma. Þarna eru tveir gríðar miklir lýsisgeymar og virðast þeir vera vandaðir, einnig er þarna fyrirferðarmikið mjölgeymsluhús. Löndunar- tækin, sem notuð eru við nýju verksmiðjuna eru tvennskonar: Krani og gripskóflur, sem háma í sig síldina úr lestum skipanna. Mikil fi'amför og flýtir er að þessu, borið saman við það sem áður var. Afköst þessara tækja fara VÍKINGUR mjög eftir því, hvað ört er mokað að þeim um borð í skipunum. Kraninn mun geta losað sem næst 300 málum á klukkustund og skóflurnar eitthvað minna. En sá galli er á gjöf Njarðar, að síldarlyftan — stíginn, sem flytur síldina upp í þrærnar og verksmiðjuna — hefur ekki undan, ef bæði þessi tæki eru látin losa eins Síldveiðin er einn stærsti atvinnuvegur landsins. og þau geta mest. Þá lyftir stíginn sér og skil- ur síldina eftir. — Það getur varla þurft neinn Edison til að finna ráð við þessu. Sjómennirnir sögðu að þessi verkfæri hefðu alltaf verið að bila til að byrja með, og um- sjónarmennirnir þá fengið ýmislegt að heyra. Síldveiði skipstjórarnir láta ekki að sér hæða, þegar þeir eru í veiðihamnum, og er þá betra fyrir þá, sem fyrir verkum eiga að sjá, að vera meira en miðlungsmenn til að geta staðið klárir af þeim. Auðvitað geta komið fyrir alls konar bilanir á tækjum, sem miskunnarlaust er beitt, og er ekkert við því að gera, annað en reyna að bæta úr því sem fljótast, en til þess þurfa menn að hafa gert ráð fyrir því versta, og vera til- búnir að mæta því. Sjómenn, sem landa á Raufarhöfn sakna mikið Kristjáns Einarssonar, sem þarna var verkstjóri áður. Bæði var hann duglegur og ó- sérhlífinn, þaulkunnugur síldarbræðslu og við- skiptum við sjómenn, enda runninn úr þeirra hópi. Þykir þeim það hálf einkennileg ráðstöf- un, að hann skuli hafa verið sendur til Húsa- víkur, til að hafa umsjón við verksmiðju, sem alls ekki er látin ganga. Meðan þeir álíta, að skortur á hæfu starfsfólki, standi Raufarhafn- arverksmiðjunni fyrir þrifum. Það er ekki nema von að sjómenn séu ár- vakrir fyrir starfrækslu manna og fyrirtækja, sem þeir eiga svo mikið undir að sækja. Þetta eru fyrst og fremst þeirra fyrirtæki og út- gerðarmannanna, óskir þeirra mega því ekki

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.