Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 26
Hifasóiiarskipið Hér er sönn saga, þýdd úr „The Widé World“ um skútulíf. pegar allir yfinnennirnir eru dánir úr hita- sótt og skipverjarnir eru uppreisnarsamir og örvænt- ingarfullir, tekur unglingur við stjórn á stóru segl- skipi og siglir því til ákvörðunarstaðarins. Sagan er skrifuð af R. Barry O’Brien. Laugardagseftirmiðdag í desember 1893 lagð- ist fjórmastraða seglskipið „Trafalgar" úti fyr- ir Port Philip Head við innsiglinguna til Mel- buome í Ástralíu og gaf merki um að óskað væri eftir hafnsögumanni. Bátur var þegar sendur út með Nicholson hafnsögumann. Þegar Nicholson kom á stjórnpallinn mætti hann ungum manni, 18 ára gömlum, sem rétti fram höndina eins og reyndur skipstjóri. Hafn- sögumaðurinn brosti, en virtist dálítið hissa, því að hann hafði ekki vanizt því að vera heilsað þannig af öðrum en skipsstjóranum. Að „rór“- manninum (sá sem er við stýrið) undanteknum var enginn annar sjáanlegur á stjórnpalli „Tra- falgar“. „Er skipstjórinn niðri?“ spurði Nicholson, og leit aftur á unga manninn með barnalega andlitið, sem virtist bera merki um lasleika og raunir. „Ég er skipstjórinn — eða réttara sagt, nú- verandi skipstjóri", sagði unglingurinn rólega. „Skipstjórinn og stýrimaðurinn dóu úr Java- hitasótt á leiðinni“. „0g þú stjórnaðir skipinu hingað?“ svaraði Nicholson með aðdáunarhreim og leit upp eftir hinum háu möstrum fyrir ofan hann. „Má ég óska þér til hamingju, hr.......?“ „Shotton heiti ég“, var svarað skýrt. „William Shotton. Ég var 3. stýrimaður, þegar skipstjór- inn og stýrimaðurinn lögðust". „Jæja, hr. Shotton, ég býst við að þér verðið aðalumtalsefni dagblaðanna áður en þér verðið mikið eldri“, svaraði hafnsögumaðurinn. Spásögn Nicholsons reyndist rétt! Áræði Shottons og skyldurækni við starf sitt varð aðal umræðuefni dagblaðanna í Melbourne og þegar ég fór fyrstu férð mína með einu af hin- um hraðskreiða Áströlsku ullarflutningaskip- um 10 árum síðar, heyrði ég fólk tala um hann. Sagan er þannig: Það var 2. desember 1892 að seglskipið „Tra- falgar“ fór frá Cardiff áléiðis til Rio de Janeiro, með kolafarm. Það var 1696 smálestir að stærð, var eign William Brown & Co í Glasgow og hafði 23 manna áhöfn. Skipstjórinn hét Francis Edgar frá Edinborg. Stýrimaðurinn hét Rich- ards. Það voru fjórir viðvaningar um borð, Parr, Ruck, Thorpe og William Shotton. Að undan- teknum Torphe, sem var í fyrstu sjóferð sinni, voru hinir á síðasta ári „skólagöngu“ sinnar. Parr og Ruck voru stórir og þreklegir, en Shot- ton var tiltölulega lítill vexti. Hann var frá Sunderland og var kominn af góðri sjómanna- ætt. Faðir hans og afi höfðu báðir verið skip- stjórar á seglskipum og á hinni stuttu sjómanns- æfi sinni hafði hann reynzt sérstaklega kænn og góður sjómaður. „Trafalgar“ kom til Rio de Janeiro 2. janúar 1893, nákvæmlega mánuði eftir að hún fór frá Cardiff. Eftir að hafa losað farminn var tek- in kjölfesta, en enginn farmur og 9. febrúar var haldi ðtil New York og komið þangað 1. apríl. Hér var það sem erfiðleikarnir byrjuðu; vegna þess að nóg var að gera í landi og vinn- an vel borguð og kaup á amerískum skipum, sem ætíð vantaði yfir og undirmenn, var mikið hærra en á brezkum skipum. Áður en búið var að losa helminginn af kjöl- festunni, hafði helmingur skipshafnarinnar far- ið af. Síðan komu Ruck og Parr til Edgar skip- stjóra og báðu um að verða afskráðir, þar sem þeim hafði boðizt yíirmanns stöður annars staðar. Hann var tregur til að láta svona dug- lega og efnilega pilta fara, þar sem þegar voru orðnir of fáir eftir um borð, en vildi samt ekki standa í vegi þeirra og lét þá fara. Annar stýri- maður var næstur til að biðja um afskráningu og Edgar lét hann einnig fara. Um þetta leyti var „Trafalgar“ við Staten Island og lestaði olíu í kössum sem áttu að fara til Jövu. Hinn 16. maí var hún fulllestuð með nokkuð yfir 62 þús. kassa undir þiljum. Henni var nú lagt úti á víkina, fram undan frelsis- styttunni (The Statue of Liberty). Alþekktur harðjaxl, kallaður Thompson, var nú ráðinn 2. stýrimaður og einum eða tveimur dögum síðar voru 14 menn aðrir, þar á meðal „timburmaður“ og matsveinn, skráðir á skipið í stað þeirra sem fóru. Edgar skipstjóri var hreint ekki hrifinn af hinni nýju skipshöfn. — Flestir þeirra voru Hollendingar og sumir virt- ust vera ruddamenni, en hann huggaði sig við að vita af því, að ef þeir byrjuðu að verða róstu- VÍKINGUP 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.