Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 6
Henry Hálfdánsson:
Islenzku fiskimennirnir heyja nú mikla bar-
áttu eins og svo oft áður. Jafnvel fregnirnar
af hildarleiknum upp á meginlandinu, hverfur
í skuggann í bili, í innlendum blöðum, vegna
viðureignarinnar við síldina fyrir norðan.
í sumar byrjaði síldveiðin seinna en verið
hefir oft að undanförnu. Síldin er sem stendur
ekki eina leiðin til að framfleyta þjóðinni og
þéna peninga. — I vanþakklæti sínu, leyfðu
Hinir gömlu síldveiðimenn voru þó rólegir. —
Reynslan hafði kennt þeim að því seinna sem
síldin kæmi, því betra yrði að fást við hana,
og því ábyggilegri yrðu veiðarnar.
Svo kom síldin. Hún kom eins og skrattinn
úr sauðarleggnum. Það var eins og hún notaði
hið leiðinlega veður til að skýla sér í innrásinni
og koma öllum að óvörum. Meðan norðan garr-
inn var upp á sitt bezta, og helzt engum datt í
menn sér að láta það í ljós, að þeir væru ekki
upp á hana komnir. En eftir að undirbúningur
undir veiðina var hafinn, var ákafinn að hefja
sóknina hinn sami og áður. Menn bjuggust
ekki við neinni uppgripaveiði, en gott verð og
veiðihugurinn ýtti mönnum af stað.
Síldin lét líka standa á sér, þótt júlí væri
byrjaður. Tíðarfarið var líka heldur ekki beis-
ið. Sífeldir norðan næðingar með kulda og úr-
komu. Á bræðslustöðvunum var beðið með ó-
þreyju eftir að taka á móti síldinni. Forstjór-
arnir, sem höfðu verið að fárast yfir fólks-
leysinu, fóru nú að efast um hvort þeir hefðu
gert rétt í að ráða svona marga menn, ef lítið
yrði um síldina.
Útlitið var ekki uppörfandi til að byrja með.
(5
hug að gá að síld í alvöru — birtist hún allt í
einu, án þess að gera boð á undan sér. Alveg
eins og innrásarherinn forðum. En nú var allt
haft viðbúið, henni varð því ekki kápan úr
því klæðinu. Það var tekið karlmannlega á
móti og lagt til orustu, þegar í stað.
Áður en varði varð sjórinn, svo langt sem
augað eygði, orðinn að iðandi kös síldar og
skipa, sem átti í höggi við hvað annað. Eins og
í Líbýu, var hér um hreyfingar hernað að ræða.
Leikurinn barst af einum stað á annan. Annar
aðilinn treysti allt á mergðina, náttúruauðæfin
og leiknina að breiða sjóinn yfir sig, en hinn
á tæknina og dugnaðinn við að beita tækjunum.
Áður en varði, var styrjöldin við síldina háð
á 400 kílómetra víglínu.
V I K I N G U R