Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 41
og gilti fyrir stríðið. Hann telur að verði unga
fólkinu sagt að sitja út í horni á meðan Reg-
ingur lávarður og Sir Gissur Gullrass rembast
við að færa klukkuna aftur á bak, muni það
hefja ákafa uppreisn. Þá muni í raun og veru
verða bylting af þeirri tegundinni, sem flestir
vilja forðast.
Hann varar við mönnum, sem sífellt eru að
predika að ekki þurfi að búast við neinu sælu-
ríki eftir stríðið. Iíann spyr, hvort nokkur hafi
verið að tala um sæluríki þá? Eða halda því
fram að allir yrðu efnaðir? Spurningin er í
fyrsta lagi ekki um það, hvort við verðum rík
eða fátæk, heldur hvort við ætlum að verða
þyrping sérgóðra, framhleypinna, nöldrandi fá-
ráðlinga, eða fólk með einhverju markmiði, sem
vill hjálpast að því að bæta og auka lífsskil-
yrðin.
Sjálfur viðurkennir hann að elska þægilegt
líf, en vera tilbúinn að lifa af skornum skammti
það sem eftir er æfinnar, svo lengi sem hann
fái að vera í hópi þeirra, er vinna að sköpun
nýs og betra þjóðfélags.
Hann segir löndum sínum óspart til synd-
anna. Fyrir stríðið, segir hann, að brezk börn
hafi búið við verri aðhlynningu en börn í Rúss-
landi. Bretar hafi þá verið mörgum árum á
eftir Svíum hvað framfarir snertir, og mörg-
um árum á eftir ameríkumönnum í framleiðslu
vinnusparnaðarvéla. Allt skólakerfi þeirra hafi
verið til vanvirðu. Iðnaðarborgirnar bresku
væru ekki þess verðar að nokkur maður ætti þar
aðsetur. Eegurð sveitanna færi stórhrakandi.
Hann segir ennfremur, að flestir Bretar hafi
átt að búa við minni skáldskap, söng og glað-
værð en venjulegir Afríkunegrar. Óhemju fjár-
hæðum hafi árlega verið eytt í ýmiskonar eit
urvörur. Þjóðin sé gagnsýrð af alls konar vit-
leysis fjarstæðu, merkilegheitum og úreltu
rusli.
Hann minnist því miður ekkert á það, sem
betur fer í fari þjóðar sinnar, þá hefðum við
kannske fengið að sjá, hvað okkur vantar.
Tímabilið rctt fyi'ir kosningar, þykir yfirleilt liafa
mjög mikil áhrif á ytri háttsemi manna þeirra, er
irskja eftir kjósendafylgi. Skömmu fyrir afstaðnar
Alþingiskosningar, var einn siíkur maður, hár og
mikill á velli, mikið á ferli á götum Reykjavíkur. —
Varð í því tilefni, cinum kjósenda þetta að orði:
Kosningar er koma scnn,
kurteisina bæta.
Nú heilsa allir heldri menn,
hverjum scm þeir mæta.
Yfirlýsing.
Að gefnu tilefni skal þessu lýst yfir vegna
greinar um útgerð Þórs, sem birtist í 6. tölu-
blaði Sjómannablaðsins Víkings þ. á.
1. Þór hafði verið leigður í fiskflutninga um
7 mánuði, þegar umræddir félagar tóku hann
á leigu.
2. Leiga skipsins var stórhækkuð frá því sem
áður var, þegar félagar þessir tóku við því,
en stórlækkuð aftur, þegar Reykjavíkurbær tók
við útgerðinni af þeim.
3. Hluti af skipshöfninni hafði þegar frá
upphafi óskað eftir að vera þátttakendur í út-
gerð skipsins, en átti þess ekki kost fyrr en
þetta, og tóku því að sjálfsögðu þegar það
bauðst.
Af framangreindu verður að telja það með
öllu ómaklega og óviðeigandi árás á skipsmenn
þá, er að leigunni stóðu og aðra félaga þeirra,
sem fram kom í áðurnefndri grein.
par sem blaðinu hafa borist allmargar smágreinar
frá sjómönnum um dægurmálin, hefir þeim verið
skipað í flokkinn „Um hvað er talað“. Er blaðinu
þökk á slíkum greinum því þær sýna skoðanir
manna í stuttu máli, mjög greinilega. par koma
menn til dyranna eins og þeir eru klæddir.
En sjómönnum er yfirleitt lagið, að vera ómyrkir
í máli, ef þeir taka til máls á annað borð. peim er
ekki töm viðkvæmni né veimiltítuskapur í orða-
kasti, frekar en í öðrum skiftum, enda sjaldnast
undir þá mulið.
Ritstjórinn hcfir gert sór far um að hefla þessar
greinar nokkuð, eftir því sem honum hefir þótt við
þurfa á prenti, en sjómenn kunna oftast illa þeim
„kisuþvotti" ritstjórans eins og þeir kalla það.
í fi.tölublaði Víkings var smágrein undir fyrir-
sögninni „Gutenberg", var í fáum orðum minnst á
hið margumtalaða Gutenberg mál og einnig pórs
útgerðina svokölluðu og nokkuð sveigt að þeim, sem
fyrir henni stóðu. — Svo óheppilega vildi til að prent-
villa varð frá þvi sem í handritinu stóð, og varð því
allmikill orðalagsháttur á nokkrum kafla greinar-
innar.
Út af þessu hafa nokkrir menn um borð í e.s. pór
heimsótt oss, og kvartað yfir orðalagi greinarinnar
og að það sé óviðeigandi í þeirra garð. Skal það játað,
að orðalagið er all hvasst.
]tví fer fjarri að blaðið hafi á nokkurn hátt viljað
móðga hina mætu menn, sem hér eiga hlut, að máli,
og birtir því orðrétt greinargerð af þeirra hálfu.
V I K I N G U R
41