Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 43
Lærið af reynslunni Hún lá á knjánum við að þvo eldhúsgólfið, þegar henni barst fregnin um, að elzti sonur hennar hefði fallið á vígstöðvunum handan hafs- ins. Símamaðurinn flutti henni sjálfur tíðind- in, og nokkrir nágrannar höfðu slegizt í förina til þess að reyna að létta henni þessa sorgar- fregn. Hún var ekkja og vann fyrir fjórum ungum börnum. Stundarkorn horfði hún á okkur án þess að mæla orð, — en laut síðan niður að starfi sínu. Aftur heyrðist í gólfskrúbbunni, er hún strauk henni léttilega eftir gólfinu. Eftir andartak segir hún með harðri en niðurbældri , rödd: „Hvað þið voruð góð að koma“. — Er hún var búin að þurrka síðustu færuna af gólf- inu, stóð hún upp, tæmdi vatnsfötuna í afrásar- pípuna og sneri sér síðan að gestunum: „Gerið svo vel að fá ykkur sæti í stofunni, ég ætla að hita te“. „Það nær nú engri átt“, svaraði einn af ná- grönnunum, „þú hefir held ég nóg annað að liugsa um. Er ekkert sem við getum gert fyrir þig ?“ „Ég býst ekki við, að nokkur af okkur geti breytt því sem gerzt hefir hinum megin við hafið“. Hún gekk að ofninum og aftur að skápn- um. „Þegar ég hefi mikið um að hugsa, er mér tamast að snúa mér að næsta verkinu, sem fyr- ir hendi er og ljúka við það. Það breytir engu til batnaðar fyrir mig, að hugsa mikið um erfið- leikana. Ef ég hins vegar sný mér að einhverju, sem þarf að gera, virðist greiðast úr erfiðleik- unum sjálfkrafa. Ef ég hugsaði of mikið um þetta, gæti svo far- ið, að sorg mín yrði svo þungbær, að ég gæti ekki unnið. Og það væri ekki rétt — gagnvart drengnum mínum, og öðrum hans líkum. Þetta var fyrir 24 árum. Ég var þá 12 ára gamall, og var þarna viðstaddur; yngsta barn hennar og ég vorum að ríða á botnlausu suðu- keri sem hún átti. Hún var hin fyrsta þeirra sorgmæddu kvenna, er ég sá, sem fengu heitið Gullstjörnumóðir. Hið óskeikula hljóð, í gólf- skrúbbunni hennar, hefir ávallt staðið fyrir hug- skotssjónum mínum sem lifandi tákn athafna- og hugrekkis. Stundum hefir það komið fyrir síðan, að ég hefi hugsað svo sterkt um mína eigin ei’fiðleika, að ég hefi orðið óhæf til nokkurra framkvæmda. En fyrr eða síðar hafa endurminningarnar um nákonu mína snúið mér að „næsta verkefn- inu“, og þegar því var lokið, hefir mér fundizt áhyggjurnar dreifast og hverfa. Síðan nábúakona mín missci son sinn erlendis hefir hún einnig átt á bak að sjá dóttur sinni, og annar sonur hennar orðið örkumlaður. Þó er hún mild á svipinn og höfuðið ber hún jafn- an hátt — nema í kirkjunni. Hún er allt af fyrst til að hjálpa öðrum, sem bágt eiga. Um hana er sagt, að það er annars undravert hvað hún getur gengið“, — því að hún gengur nú orðið hægum skrefum vegna gigtveiki og elli. „Fyrstu skrefin á morgnana eru erfiðust“, segir hún. „Úr því tek ég ekki eftir þreytunni á meðan ég held áfram“. Ég var svo skammsýn að halda að nábúakona mín væri í rauninni óviðjafnanleg. En nú fengu vinir mínir þær fregnir, að einkasonur þeirra hefði látið lífið í fyrstu loftárásinni á Hono- lulu. Þegar ég heimsótti þau til þess að sýna þeim hluttekningu, komst ég að raun um, að móðir drengsins var að starfi á saumastofu Rauða Krossins, og að faðir hans var á fundi í loft- varnarnefnd. Þau höfðu snúið sér að „næsta starfi“, og á þann hátt breyttu þau lífinu úr sorg í sigur. Engin óhöpp né efasemdir geta haldið hug- hraustuni manni frá ákvörðun sinni. Hann veit- ir sér engan tíma til þess að berja sér á brjóst í örvæntingu yfir því sem orðið er. Hann snýr sér að starfinu sem hendi er næst, hvert sem það er, það er aldrei svo lítið að það geti ekki gefið staðfestu, trú og hugrekki — sigur. Úr „Readers Digest“. Ultra-Ultra-bylgjur. Prof. Essan frá Jcna hefir tekist að smíða sendi- stöð sem sendir á 4,9 millimetra öldulengd. Um 1930 var fyrst byrjað að nota 5,3 metra öldulengd, cn fyrir 1918 liafði ekki verið sent með styttri öldu- lengd cn 200 metrum. 400,000. S.l. ár voru að jafnaði, 400,000 radiolampar fram- leiddir daglega i Ameríku. Hvernig verður það þá? Fyrir 50 árum vissi almenningur ckki hvað út- varp var. Fyrir nokkru skeði það í Ncw-York að kona nokkur ki'afðist skilnaðar frá manni sínum, vegna þess að hann hafði sett sjónvarpsviðta»ki í baðherbergið, án þess að hún vissi nokkuð um það. Hún hafði farið í bað en varð mjög skelkuð við að sjá framaní þulinn sem brosti til hennar þar sem hún sat í baðkarinu. Aumingja konan vissi ekki að fjarsýnistækin vinna ekki á „duplex," í heima- húsum. Hvernig verður það eftir 50 ár? VIKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.