Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 40
Um hvað er talað? ])\í kveikir enginn kœrleiks neisti í kurlagröf vors þjóðaranda? Sá Njáll, sem búð við björgin reisti, liann byggði á þegnsins viti og lireysti. Vér þurfum stjórnar, Vér þurfum fórnar alls þvergirðings, ef land skal standa, alls öfugstraums og einráðs vanda. Oss þarf að sjást, að þjóðarást cr þegnsins rétta hvöt í örði og dáð, og boðorð þjóðarheilla og liags er hærra en lögmál eigin gagns — að þing, sem glevmir því, er dauðans bráð Einar Benediktsson. Nú þegar kosningarnar eru liðnar hjá, eru þeir áreiðanlega flestir, sem óska að þessar kosningar hefðu aldrei verið, að þjóðstjórnin hefði aldrei klofnað, og flokkarnir hefðu borið gæfu til að vinna að úrlausn vandamálanna í bróðerni og með einlægni. Þessar kosningar hafa ekki sýnt neina veru- lega röskun á flokksfylgi kjósendanna. Enginn flokkur er megnugur að gera neitt án fullting- is einhvers annars. Framsóknarmenn, sem sóttu kosningarnar harðast, eiga hlutfallslega jafnmikið af atkvæðum og áður. Sjálfstæðis- menn hafa tapað 1.9%, og jafnaðarmenn og sósíalistar hafa aukið sameiginlegt fylgi sitt um 4%. Þetta er þó ekki fullkomlega sambærilegt við fyrri kosningar vegna þess hvað almenn- ingur hafði lítinn áhuga fyrir að mæta við kjör- borðið. Burt séð frá sósíalistum, þá hafa nærri allir þingmenn, sem kosningu hlutu, komist að við minna fylgi en við síðustu kosningar. Undan- tekningar eru eitthvað þrír þingmenn. Fyrst er það Gísli Jónsson, sem jók fylgi flokks síns í Barðastrandasýslu um 50%. Það er vert að veita því nánari athygli, að sá þingmaðurinn, sem hrósar mestum sigri, skuli gera það mest vegna eigin verðleika. — Maðurinn, sem með dugnaði og framsýni flutti athafnirnar heim í hérað sitt. Hann fór ekki þangað til að setja upp „sjoppu“ með postulínshundum og svipuðu skrani til að krækja í aura náungans, heldur helgaði hann sig einkum þeim framkvæmdum, er líklegastar eru að veita almenningi atvinnu, og auknum gjaldeyri inn í landið, og horfir hvorki í þá fjárhagslegu áhættu eða fyrirhöfn, sem því jafnan fylgir. Ef Gísli Jónsson verður eins víðsýnn í þjóðmálum og hann hefur verið í einkaathöfnum, þarf hann ekki að kvíða því að missa fylgið. Sjómönnum er það sérstaklega ánægjuefni, að það skuli vera maður úr þeirra stétt, sem hefur áunnið sér þetta fylgi. Annar þingmaðurinn, sem bætti fylgi sitt, er sjálfstæðisbóndi, sem kunnur er fyrir skörungs- skap og ábyrgartilíinningu á þingi. Það er Jón Pálmason í Austur-Húnavatnssýslu. Sá þriðji er Framsóknar-skólastjóri, þekktur fyrir stjórnsemi og reglusemi, Bjarni Bjarna- son að Laugarvatni. Þegar athugaður er starfsferill þingmann- anna, vekur það einna mesta athygli, hvað at- hafnalíf landsmanna á þar tiltölulega fáa full- trúa. Virkilegir bændur eru ekki nema 5 og útgerð- armenn eitthvað svipað. Sjómenn og verka- menn eiga í raun og veru ekki nema tvo þing- menn. Allir hinir eru annað hvort embættis- menn, kaupsýslumenn eða blaðamenn. ,,St?'íðsgróðmn“ og skyldusparnaður. Sjómannablaðið Víkingur mun fyrst allra blaða hafa tekið upp á sína arma hugmyndina um skyldusparnað, og gagnbeiningu auðæf- anna. Öll vandræðin í stjórnmálunum síðustu mánuðina, stafa af því að stjórnmálamennirn- ir hafa meira og minna brugðist skyldum sín- um í að tryggja að gróðinn yrði sem almenn- astur og að umframtekjur fólks færu ekki út í veður og vind, en fyrst og fremst til að tryggja atvinnuvegina. „Það fé, sem nú er laust í höndum manna til hvers sem vera skal, þarf að staðnæmast þar, sem það eftir stríðið kemur alþjóð að gagni“. Stendur í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 18. júlí s. 1. Þetta er vert að undirstrika. Rödd hrópandans í eyðimörkinni. Það er misjafnt hvað menn eru einlægir og djarfir að segja þjóð sinni til syndanna. Slíkt er alltaf vanþakklátt verk. Til eru þó menn, sem láta sig það litlu skipta og þræða hina beinu götu sannfæringar sinnar. Einn þessara manna er J. B. Priestley, þekkt- ur fyrirlesari í brezka útvarpinu. Hann held- ur því fram að unga fólkið í sínu landi hafi verið eyðilagt og svikið. vegna þess að því hafi verið afhentar eignir í staðinn fyrir að láta það skapa sér eitthvað nýtt. Hann trúir því ekki að æskan, sem nú hef- ur verið þjálfuð upp í baráttunni fyrir frels- inu, láti sér eftir á nægja, rétt að merja fram lífið, og gerast áhorfendur að sama ástandinu 40 V I K 1 N G U Ii

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.