Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Blaðsíða 33
Hrakningar á fleka Sigurðui- Ólafsson er var einn af þeim, er björguðust af e.s. Heklu, er hún var skotin nið- ur, en varð eftir í Kanada vegna sára, er ný- kominn heim. Og hefir blaðið beðið hann að segja lesendunum nokkuð frá atburðunum, eins og hann sá þá. Sigurður Ólaísson. Við lögðum af stað frá Reykjavík 27. júní 1941. Bezta veður var og skipið gekk ágætlega. 29. júní rann upp eins og hver annar dagur, sama veður hélzt ennþá, aðeins var nokkur kvika. Um borð voru menn ánægðir yfir því, að vera nú á leið til Ameríku, en lausir við að sigla á England, eins og áður hafði verið, þar sem þá höfðu nýverið komið fyrir árásir á ís- lenzku fiskiskipin, og sú leið nú talin margfalt hættulegri öllum siglingum. Um kl. 15,00 var ég staddur uppi á brú, seg- ir Sigurður. Þeir, sem ekki áttu vakt á dekki eða voru við vinnu niður í skipinu, sváfu; ekk- ert var sjáanlegt umhverfis nema himin og haf. Allt í einu kvað við ógurlegur skruðningur neð- an úr skipinu; það nötraði allt og skalf og seig brátt niður að framan. Man ég það, að ég kastaðist niður af brúnni niður á bátadekkið. Skömmu seinna varð ég var við, að skipstjórinn reisti mig við, en ég féll niður aftur, og raknaði næst við mér við það, að ég sogaðist með mikl- um krafti niður á við í sjónum. Ég reyndi að taka sundtökin, en það var alveg árangurs- laust; mig verkjaði í höfuðið og varð að drekka mikið af sjó. Svo dró úr niðurfallinu, og ég fór að lyftast upp á við, eins og þrýst væri undir fæturnar á mér. Það var eins og fleiri ár liðu. Loks kom ég upp á yfirborðið. Umhverfis mig var ýmiskonar brak. Ég náði í vatnsdunk, sem flaut þar, en þegar til kom, var hann að sökkva. Festist önnur buxnaskálmin mín við skrúfu á honum, og var að því komið, að hann drægi mig niður með sér, en á síðustu stundu tókst mér að losna við hann. Náði ég þar næst í lúgubrot, sem var rétt hjá. Sá ég þá Sigmund vélstjóra og Sigmund bryta, sem voru þar á rekaldi. Kölluðu þeir til mín að reyna að halda mér uppi. Einnig var þar rétt hjá Lettlending- urinn Knopfmúller; hékk hann á samanbundnu árabúnti. Kölluðumst við á í sjónum en gátum ekkert aðhafst. Arnar oft verið hnittin og fimleg, þótt ljóð hans bæru þess einnig vitni, að höfundur þeirra væri athugull alvörumaður. — Síðan hafa öðru hvoru birzt kvæði eftir örn í blöðum og tímaritum og hafa skapað höfundinum slík- an orðstír, að hann hefir verið talinn í hópi þeirra skálda vorra, er fremst standa. Helzt þeirra eru: Stjáni blái (1935), Vígsluljóð Flensborgarskólans (1937), íslands Hrafnistu- menn (1935) og Ljóðabréf til Vestur-íslend- ings (1939). Öll urðu kvæði þessi þegar lands- kunn. örn Arnarson lagði einnig mikla rækt við ferskeytlurnar, hið sérkennilega form íslenzks VÍKINGUR alþýðukveðskapar. — Báru þær, eins og kvæði hans, þess vitni, að höfundur þeirra var gædd- ur miklum skáldhæfileikum, hnittinn og orð- snjall, hagur á mál og rím, svo að af bar, og nákunnugur landi og þjóð, sögu hennar, háttum og kjörum. Magnús átti jafnan við heilsuleysi að stríða. Þjáðist hann af hjartasjúkdómi — og lá hvað eftir annað stórlegur af þeim ástæðum, unz arinnar. Enda mun þjóðin lengi varðveita minningu þessa hjartaprúða og hlédræga drengskaparmanns, er helst ekki taldi sig til skálda. 03

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.