Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1942, Síða 10
Jón H. Guðmundsson:
Sjómannadagur og saltfisksveiðar
Meðan landsmenn keppast við að sofa svefni
hinna réttlátu í bæ og sveit, upplyftir dagur ís-
lenzkrar sjómannastéttar drengilegri ásýnd
sinni yfir svalar slóðir norðlenzkra fiskimiða. —
Nóttin hafði ekki lofað neinu góðu um veðrið
á komanda degi. Illhryssingslegur íshafsnæðing-
ur með krapaeljum var stöðug tjáning á henn-
ar aumum skapsmunum.
Við erum að veiðum úti fyrir Haganesvík. Sá
guli er tregur, — einn til þrír pokar í hali. En
hann er vænn og sæmilega lifraður, og vitamín-
ið er nú fyrir miklu. Hinn upprennandi dagur
fyllir allra hugi. Reyndar er ekki mikið á hann
minnst til að byrja með. Flestir þykjast efa-
laust fjarri góðu gamni og hefði heldur kosið
aðrar vígstöðvar en kassana þennan eina raun-
verulega frídag íslenzku sjómannastéttarinnar.
En þrátt fyrir allt hefur skipshöfnin á b. v.
„Helgafell“ heila ,,sansa“, góða matarlyst
eins og undanfarið. — Menn ræða aðallega
um veðurhorfurnar og lízt mörgum ágætlega á
þá hlið málsins, því nóttin hafði skilið morgni
sínum eftir drjúgan skerf af geðvonzku sinni.
En þegar líða tekur fram til hádegis fara að
sjást greinileg veðrabrigði. Sólin byrjar að
gægjast gegnum súldina, róleg en markviss,
veðrið hlýnar, kaldann lægir og drunginn greið-
ist smám saman sundur.
„Híf obb“, kallar „gamli maðurinn“ í brúnni.
Röddin er ef til yill örlítið kuldaleg. Ójá, máske
hefði hann líka kosið að leita nýrra vígstöðva í
dag? Brátt eru hlerar í gálgum og ,,dræsan“
er tekin með tveimur pokum af stórum og feit-
koma að harðlokuðum dyrum. En þeir verða
þá að varast að vera með tilgangslausar og
ósanngjarnar aðfinnslur, sem ekki eru til ann-
ars en hleypa illu blóði í menn, sem þeir eiga
að skipta við.
Það þarf ekki að hugsa sér, að lægja að fullu
óánægjuöldurnar kringum Ríkisverksmiðjurn-
ar, fyr en sköpuð hefir verið meiri tiltrú en nú
ríkir þar, bezta ráðið mun vera nefndarskipun-
in eins og bent var á hér að framan.
Síldarvinnslustöðvarnar eru og verða þýð-
ingarmestu atvinnutæki þjóðarinnar.
Viðhald og starfræksla þessarar lífæðar at-
vinnuveganna, er mál sem alla varðar.
H. H.
um þorski. Meðan slakað er út ráðast nokkrir
vaskir riddarar á hann með rýtingum sínum og
rista hann á háls. Skyndilega verður einn her-
maðurinn fyrir opinberun og tekur að mæla á
tungum: „Það er komin indælis-, ljómandi-, dá-
semdarblíða, drengir“.
Allir lyftu ásjónu sinni til himins og skynja
nú fyrst hina skjótu svipbreytingu á tilverunni.
Sólin er komin hátt á loft og hlær nú endanna á
milli aö lognsléttum sænum, meðan tíbráin leik-
ur sér í blátæru loftinu. „Jæja, þeir sjá þá til
að skemmta sér í dag“.
Svo hefur kraftbirtingin haldið innreið sína í
meðvitund flestra og blóð hins gula vinar held-
ur áfram að drjúpa. Hann er kannske pínulítið
skilningssljórri á svipinn en ella, þar sem hann
byltir sér í blóði sínu og hvítmatar augum upp á
oss og sólskinið.
Munnurinn opnast öðru hvoru í þögulli undr-
un, eins og hann vilji spyrja: „Er ekki sjómanna-
dagurinn 1 dag?“ — „Engar djöf.... spurn-
ingar. Þú ferð beint og krókalaust í krumlurn-
ar á saltaravörgunum í lestinni, þegar þú hefir
fengið þína „hantéringu“ hér ofan dekks“.
Salómonsdóminum er fullnægt og vinurinn
eini hverfur á skipulögðu undanhaldi niður í hin
yztu myrkur.
Dekkið er hreint.
Síðan hefst miðdegisverður með steiktu kjöti,
brúnuðum kartöflum og rabarbaragraut. Þegar
menn fara að gjörast mettir, getur maginn ekki
á sér setið, gefur málbeininu olnbogaskot og
hefjast nú samræður, sem allar snúast um hinn
mikla yfirvofandi dag.
Þær halda síðan áfram allan daginn með til-
heyrandi þögnum og þankastrikum. Allir eru í
bezta skapi — útvortist a. m. k.
Öðru hvoru berast fréttir af hátíðahöldunum
í höfuðstaðnum, því snarlegur sendill er hafður
á stöðugum hlaupum á milli kassa og loftskeyta-
klefa, en þess á milli flytja söngfuglar hafsins
skipshöfn vorri sjómannadagsljóð sín, bæði i
„dúr“ og „moll“. Sólin heldur áfram að hella
geislum sínum yfir aðalviðfangsefni dagsins, og
tignarlegar strendur Norðurlandsins blasa við
sjónum austan frá Eyjafirði og vestur að
Reykjafjarðarhyrnu, með gráhvíta slæðu á efstu
tindum frá liðinni nótt.
Svo birtist kaffið, ásamt pönnukökum og'
tertu. Kokkurinn misskilur ekki hlutverk sitt i
10
V í K I N G u n