Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 1
SJÓMANN ABLAÐÍÐ U I K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FÁRMANNA- OG FISKIM ANNASAMB AND ÍSLANDS VIII. árg. 3.-4. tbl. Reykjavik, mars—april 1B46 Friðrik Ólafsson, skólastjóri: ý étfeiÍHuim hatfœ oeiií STÓRKOSTLEGAR FRAMFARIR á Atiiii Aiglinya^eœiinnae „RADAR“, „DECCA“ og önnur ný sigl- ingatæki, munu gjörbreyta aðferðum og aðstöðu skipa og' flugvéla við staðar- ákvarðanir. Flestir sjómenn munu kannast við nafnið „Radar“, raföldusjána, sem svo mjög hefir ver- ið rætt um að undanförnu og margir hafa fyrir samheiti á nýtízku tækjum til að ákveða með stað skipsins á sjónum eða flugvélarinnar í loftinu. í raun og veru er „Radar“ þó aðeins eitt af fleiri siglingatækjum, sem fundin hafa verið upp í síðustu heimsstyrjöld. Tvö önnur eru ,,Decca“ og „Loran“, skyld tæki, sem bæði eru byggð á sama lögmáli, en þau og „Radar“ hafa þó mismunandi hlutverk að vinna, hvor á sínu sviði. Hlutverk ,,Radars“ er að koma í veg fyrir árekstra skipa (og flugvéla) og tryggja örugga landtöku, en „Decca“ og „Loran“ gera siglinga- manninum fært að ákveða stað skipsins (eða flugvélarinnar) með ótrúlegri nákvæmni, hve- nær sólarhringsins sem er og hvar sem er. „Radar“ má í stuttu máli líkja við töfraauga, sem skip og flugvélar sjá með í myrkri ogdimm- viðri. Tækin eru nánast fullkomnari gerð ,,Ekkó“-lóðsins, sem flestir sjómenn þekkja nú. Gegnum hreyfanlegt loftnet eru sendar út radíóöldur með stuttu millibili, og endurkast- ast öldurnar frá lilutum, sem þær hitta, og koma aftur með — ef svo mætti að orði kveða — mynd af hlutunum, sem kemur fram á þar til gerðum fleti. Myndirnar koma fram sem lýsandi deplar eða línur, sem með æfingu má lesa úr mynd af umhverfinu, strandlengju, vita, baujur, sker, skip o. fl. Flugvélar geta í mikilli hæð notað „Radar“ til staðarákvarðana á all- miklum vegalengdum, en þar sem „Radar“-öld- urnar fylgja ekki yfirborði jarðarinnar og hverfa bak við sjóndeildarhringinn, er „sjónar- lengd“ þeirra komin undir hæð loftnetsins frá jörðu, eins og sjónarlengd venjulegra ljósvita. Gagn skipa af „Radar“ við staðarákvarðanir er því að mestu takmarkað við landtöku í dimm- viðri, við töku hafna, að finna sker, vita og önn- ur sjómerki og að finna skip og afstýra þannig hættum, löngu áður en hlutir þessir yrðu sýni- legir með berum augum. „Radar“ er því ekki tæki til að ákveða stað skipsins með á úthafinu. Til þess eru tældn „Decca“ og „Loran“. „Decca“ og „Loran“ eru systurtæki, bæði fundin upp í Englandi. Á ófriðarárunum var Bandaríkjamönnum falið að fullkomna „Loran“ (stytt úr Long distance Radio Navigation), cn Bretar héldu „Decca“, kallað svo eftir þekktu hljóðfærafyrirtæki, sem á einkaleyfið. Aðferðin er fundin upp af einum verkfræðinga þess, W. 0. Brien. „Decca“ og „Loran“ byggjast bæði á staðar- V I K I N G U R 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.