Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 1
SJÓMANN ABLAÐÍÐ U I K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FÁRMANNA- OG FISKIM ANNASAMB AND ÍSLANDS VIII. árg. 3.-4. tbl. Reykjavik, mars—april 1B46 Friðrik Ólafsson, skólastjóri: ý étfeiÍHuim hatfœ oeiií STÓRKOSTLEGAR FRAMFARIR á Atiiii Aiglinya^eœiinnae „RADAR“, „DECCA“ og önnur ný sigl- ingatæki, munu gjörbreyta aðferðum og aðstöðu skipa og' flugvéla við staðar- ákvarðanir. Flestir sjómenn munu kannast við nafnið „Radar“, raföldusjána, sem svo mjög hefir ver- ið rætt um að undanförnu og margir hafa fyrir samheiti á nýtízku tækjum til að ákveða með stað skipsins á sjónum eða flugvélarinnar í loftinu. í raun og veru er „Radar“ þó aðeins eitt af fleiri siglingatækjum, sem fundin hafa verið upp í síðustu heimsstyrjöld. Tvö önnur eru ,,Decca“ og „Loran“, skyld tæki, sem bæði eru byggð á sama lögmáli, en þau og „Radar“ hafa þó mismunandi hlutverk að vinna, hvor á sínu sviði. Hlutverk ,,Radars“ er að koma í veg fyrir árekstra skipa (og flugvéla) og tryggja örugga landtöku, en „Decca“ og „Loran“ gera siglinga- manninum fært að ákveða stað skipsins (eða flugvélarinnar) með ótrúlegri nákvæmni, hve- nær sólarhringsins sem er og hvar sem er. „Radar“ má í stuttu máli líkja við töfraauga, sem skip og flugvélar sjá með í myrkri ogdimm- viðri. Tækin eru nánast fullkomnari gerð ,,Ekkó“-lóðsins, sem flestir sjómenn þekkja nú. Gegnum hreyfanlegt loftnet eru sendar út radíóöldur með stuttu millibili, og endurkast- ast öldurnar frá lilutum, sem þær hitta, og koma aftur með — ef svo mætti að orði kveða — mynd af hlutunum, sem kemur fram á þar til gerðum fleti. Myndirnar koma fram sem lýsandi deplar eða línur, sem með æfingu má lesa úr mynd af umhverfinu, strandlengju, vita, baujur, sker, skip o. fl. Flugvélar geta í mikilli hæð notað „Radar“ til staðarákvarðana á all- miklum vegalengdum, en þar sem „Radar“-öld- urnar fylgja ekki yfirborði jarðarinnar og hverfa bak við sjóndeildarhringinn, er „sjónar- lengd“ þeirra komin undir hæð loftnetsins frá jörðu, eins og sjónarlengd venjulegra ljósvita. Gagn skipa af „Radar“ við staðarákvarðanir er því að mestu takmarkað við landtöku í dimm- viðri, við töku hafna, að finna sker, vita og önn- ur sjómerki og að finna skip og afstýra þannig hættum, löngu áður en hlutir þessir yrðu sýni- legir með berum augum. „Radar“ er því ekki tæki til að ákveða stað skipsins með á úthafinu. Til þess eru tældn „Decca“ og „Loran“. „Decca“ og „Loran“ eru systurtæki, bæði fundin upp í Englandi. Á ófriðarárunum var Bandaríkjamönnum falið að fullkomna „Loran“ (stytt úr Long distance Radio Navigation), cn Bretar héldu „Decca“, kallað svo eftir þekktu hljóðfærafyrirtæki, sem á einkaleyfið. Aðferðin er fundin upp af einum verkfræðinga þess, W. 0. Brien. „Decca“ og „Loran“ byggjast bæði á staðar- V I K I N G U R 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.