Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 4
Skammdegi Eftir Richard Beck Snemma gengur sól til sængur, sekkur land -í næturhaf; blikar þó, sem bros á hvarmi, bjart í vestri roðatraf; þorradegi brúna-bleikum blæSir út í húmsins kaf. Mjallasilfri hrannaö haiiöur hjúpast rökkurs dularblæ; þagnarheimur fanna’ og frera frosnum lílcist dauöasæ, skuggar eins og svipir svífa, svörtum vængjum, yfir snæ. Kaldri hendi vetrarvindur verpir skýjum tungli frá, gegnum rofið gægjast stjörnur, geislum krystal-skærum strá, baöa him-ins hvítagulli hrími stirnda jarðarbrti. Ein í fjarska áin ni'öar, orpin þungri klakaspöng, lílct og heitur hjartasláttur hl-jómi gegnum myrkrin löng; ómar þar og yndi glæðir undirspil af vorsins söng. Verkamennirnir við grjótvagninn eru fullir af áhuga. þeir benda komumanni fram á sjóinn og segja: Hérna er það sem framtíðarborgin, Siglufjörður framtíðar- innar, á að rísa. Upp úr þessu hafi skal borgin rísa. Par sem framtiöarborgin rís. 1 framtíðinni verða hér margar götur og margar verksmiðjur, sem byggja tilveru sína á aukinni hag- nýtingu sjávarafurðanna. Hér verður verksmiðja, sem vinnur dýrmæta vöru úr hreistri síldarinnar. Vöru, sem fræg verður á heimsmarkaðinum undir merki Siglu- fjarðar. Hér verða til margs konar eftirsótt efni, unnin úr fiski og síld úr íslenzkum sjó, sem send verða austur í Kína og vestur í Perú. Hér speglast framtíð ísiands í sjó, sem er að verða að föstu landi. Það fer líka vel á því, að meginborg hins nýja Siglu- fjarðar rísi beint úr sjó. Silfurborgin er sjálf, í eigin- legum skilningi, risin úr sjó og verður aldrei annað éh' það, sem sjórinn gefur. Glöð og hávær af iðandi starfi þegar vel veiðist, en kyrrlát og hljóð eins og tor- skilin gáta þegar silfurfiskurinn bregst. Aldarafmæli Markúsar Bjarnasonar Hinn 23. nóvember síðastl. var öld liðin frá fæðingu einhvers merkasta manns, sem íslenzk sjómannastétt hefur eignazt, Markúsar Bjarna- sonar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans. Þann dag komu saman allmargir gamlir nem- endur hans, ásamt nokkrum gestum, og minnt- ust hins gamla skólastjóra síns á verðugan hátt, með því að færa Sjómannaskólanum að gjöf brjóstlíkan af Markúsi, sem gert hafði Ríkarð ur Jónsson. Athöfn þessi fór fram í Sjómannaskólanum og var hin virðulegasta. Meðal gesta voru Sig- urjón stjórnaráðsfulltrúi, einkasonur Markúsar, ásamt konu sinni og syni, Emil Jónsson, sigl- ingamálaráðherra, Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri og Páll Halldórsson, fyrrv. skóla- stjóri. Friðrik Ólafsson skólastjóri bauð gesti vel- komna. Að því búnu hélt Geir Sigurðsson, skip- stjóri, afhjúpunarræðuna. Rakti hann í fáum en ljósum dráttum æviatriði Markúsar Bjarna- sonar og gerði grein fyrir hinu mikla og marg- þætta brautryðjandastarfi hans í þágu íslenzkr- ar sjómannastéttar og þjóðarinnar allrar. Að ræðu Geirs Sigurðssonar lokinni var brjóstlíkanið afhjúpað. Tók þá Friðrik Ólafs- son, skólastjóri, til máls og þakkaði hina veg- legu gjöf, sem bæri í senn vott um virðingu gefenda fyrir minningu hins mikilhæfa braut- ryðjanda, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskól- ans, og mikla ræktarsemi við skólann. Að þessari athöfn lokinni bauð skólastjóri gestum öllum til kaffidrykkju í matsal skólans. Þar voru margar ræður fluttar og rifjuðu hinir eldri menn upp ýmsar minnmgar frá liðnum dögum. Skipstjórarnir Geir Sigurðsson og Ólafur E. Thoroddsen munu hafa verið helztu hvatamenn þess, að brjósmynd Markúúsar var gerð, en Kristinn Magnússon vann allra manna mest að fjársöfnun og öðrum framkvæmdum í sambandi við gjöf þessa. Eiga þeir og aðrir gefendur, sem flestir eru nú gamlir menn orðnir, heiðux skil- inn fyrir framtak sitt. Aílir hafa menn þessiv skilað miklu og merkilegu tevustarfi, sumir verið í hópi ágætustu aflagarpa íslcnzka fiskiflotans. Er eigi ólíklegt, að sá andi manndóms og reglu- semi, sem Markús Bjaruason innrætti þeim, þa er þeir gistu ticola hans hafi orðið beim drjúgt vegarnesti um dagana. 2Q6 VÍKINOUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.