Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 19
hann yrði bráðlega jafngóður. Honum hefði
aldrei orðið á, ef hann hefði ekki verið veikur.
. . . Fyrirgefið honum í þetta sinn, yðar göfgi“,
bað hann með skjálfandi rödd.
„Gordeyev! Ég er ekki vanur að endurtaka
skipanir mínar . . . Hættið þessu þvaðri tafar-
laust . . . Innan fimm mínútna komið þér til
mín og tilkynnið mér, að skipun minni hafi verið
hlýtt . . . Og látið þér skúra þilfarið!“ bætti
hann við.
Þar með sneri hann sér á hæli og fór.
„Ó, þú miskunnarlausi harðjaxl!" tautaði
bátsmaðurinn á eftir honum bálreiður.
Hann fór upp á efra þilfarið og hitti þar
Kochnev, sem var að bíða eftir Stubbi til þess
að fara með hann niður, og sagði með þungri
rödd: „Hræðilegt slys hefur viljað til, bróðir.
.... Longintes hefur staðið Stubb að því að
óhreinka þilfarið, og . . .“.
í stað þess að ljúka setningunni, hristi hann
aðeins höfuðið dapur í bragði.
Kochnev var ljóst, hvað þetta þýddi. Andar-
tak stóð hann grafkyrr með örvæntingarsvip.
„Veslings skepnan — það er hörmulegt til
þess að vita!“ stundi bátsmaðurinn. „En hvað
er til ráða, þegar slíkur þorpari á í hlut?“
„Zakharich! . . . Zakharich!“ sagði Kochnev
að lokum með bænarrómi, nærri því með grát-
stafinn í kverkunum. „Stubbur er veikur . . .
Við hverju er að búast, þegar hundurinn er
veikur? .... Hann hlýtur að hafa fengið
slæmt kast, fyrst hann gerði þetta. . . . Hann
er skynsamur hundur, hann Stubbur . . . Hann
veit, hvað er í húfi . . . Hann hefur aldrei gert
þetta af sér fyrr . . . Hann hefur alltaf farið í
skotið sitt, nema í þetta sinn . . . Zakharich!
• . . Góði Zakharich . . . ég bið þig . . . farðu
til þorparans og segðu honum, að hundurinn sé
veikur“.
„Heldurðu, að ég sé ekki búinn að segja hon-
um það? Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð, til
að bjarga Stubbi. En hann lét það sem vind um
eyrun þjóta. „Innan fimm mínútna skal hund-
inum kastað fyrir borð!“ sagði hann“.
„Zakharich! . . . Ég bið þig . . . Farðu aftur
°g biddu honum lífs . . . Segðu honum, að hund-
urinn sé veikur!“
„Ég skal reyna það . . . En ég efast um, að
Það beri nokkurn árangur . . . Bölvaður ó-
þokkinn!“ sagði bátsmaðurinn og fór aftur á
fund barónsins.
Á meðan kom Stubbur til Kochnevs, ámátleg-
Ví KIN □ U R
ur og dapureygður eftir veikindin, og sleikti
hönd hans með sneypulegum iðrunarsvip. Og
óvenjulegri mildi brá fyrir á byrstu andliti hans.
Nokkrum mínútum síðar kom bátsmaðurinn
aftur, og það leyndi sér ekki á þungbúnum svip
hans, að för hans hafði reynzt árangurslaus.
„Hann hótaði að láta lækka mig í tigninni!“
muldraði hann reiðilega.
„Bræður!“ hrópaði Kocknev allt í einu, og
sneri sér að hinum hásetunum. „Hafið þið heyrt,
hvað þorparinn ætlar að gera? Hvaða rétt hef-
ur hann til að drekkja skipshundinum? Hvaða
reglur heimila það?“
Svipþungt andlit hans titraði af ákafa, og
augu hans skutu gneistum.
Reiðióp kváðu við meðal hásetanna. Nokkrir
hrópuðu:
„Það eru engin takmörk fyrir því, hvað hann
leyfir sér, bölvað úrþvættið!"
„Hann dirfist þó ekki að gera þetta, kvalar-
inn sá arna!“
„Hverjum dettur í hug að drekkja varnar-
lausri skepnunni?“
„Frelsum hann, bræður! Förum til kapteins-
ins. Hann er heiðvirður maður, og hann skal
dæma í málinu. Hann lætur það ekki viðgangast,
að hann Stubbur okkar verði drepinn!“ hrópaði
Koshnev og hélt báðum handleggjunum utan um
Stubb, eins og hann væri hræddur við að sleppa
honum.
„Til kapteinsins!" tóku hinir undir.
„Akim Zakharich! Skipaðu liði!“
Þetta var að verða ískyggilegt. Gordeyve klór-
aði sér í hnakkanum með vandræðasvip.
En rétt í þessu kom Koshutich, ungi mið-
skipsmaðurinn, sem var hvers manns hugljúfi
meðal sjóliðanna. Þegar þeir sáu yfirmann,
þögnuðu hásetarnir — bátsmanninum til mikils
hugarléttis.
„Svo er mál með vexti“, sagði hann við mið-
skipsmanninn, „að lautenantinn hefur skipað
svo fyrir, að Stubbi verði kastað fyrir borð, og
þetta hefur vakið miklar æsingar meðal háset-
anna. Hvaða ástæða er til að drepa vesalings
skepnuna? Þetta er hreinlátur og siðprúður
hundur, eins og yðar göfgi veit, og hann hefur
nú siglt með okkur í tvö ár . . . Honum var bara
dálítið illt í maganum — annað hefur hann ekki
af sér gert“.
Síðan útskýrði bátsmaðurinn nánari tildrög
málsins, og sagði að lokum: „Gerið okkur greiða,
yðar göfgi, og biðjið fyrir honum Stubbi . . .
Biðjið hann, að gefa honum líf . . .“.
301