Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 43
Orustan um Kaupmannahöfn, 1801. legum flýti, og líklegra er, að hitt hafi ráðið meiru um þögn Hoods, að Nelson hafði farið út fyrir takmörk vald síns. Nelson kann að hafa álitið, að sigurinn yfir Bastíu væri sér að þakka að öllu leyti, en hann stjórn- aði ekki landhernum, sem eftir allt saman, tók veiga- mikinn þátt í bardaganum. í árslok 1794 sneri Hood aftur til Englands, en við stöðu hans tók Hotham, hugrakkur maður, en ekki nógu ákveðinn til að slíkur foringi sem Nelson gæti fellt sig við hann. „Hann hefur vakandi auga með okkur“, skrif- ar Nelson, „og vill ekki leyfa, að neitt skipanna sé úr augsýn hans“. Og í nokkra mánuði óskaði Nelson þess heitt, að Hood kæmi aftur frá Englandi. „Hefði ég stjórnað flotanum hinn fjórtánda", skrif- aði hann konu sinni, „hefði allur franski flotinn verið sigraður eða ég lent í hinum mestu vandræðum að öði’- um kosti. Ég fór um borð til Hothams aðmíráis þegar, er farið var að draga úr skothríð okkar... og mæltist til þess að hann yfirgæfi hin tvö óvígu skip okkar . . . og veitti óvinunum eftirför". En Hotham var ánægður með það, sem þegar liafði áunnizt, og ekki er ólíklegt, að honum hafi verið of- viða að skilja Nelson. Því að hugrekki Nelsons, ekki aðeins augliti til auglitis við persónulegar hættur, held- ur einnig hvað það snerti að taka á sig' stórkostlega ábyrgð, var sambland elds og íss. Hugaræsing leiddi hann aldrei á villigötur, dómgreind hans vóg upp á móti hverri æsingu. Nelson var, er hann átti í bardaga við óvinaflota, miklu líkari því að vera innblásinn en nokkurt mikil- menni síðari tíma. Og það er ekki hægt að bera hann saman við neinn af þeim aðmírálum, er honum voru samtíða, án þess að veita því jafnframt athygli, hve langtum fremri þeim öllum hann er, þegar hann á í höggi við óvinina. Óánægja með framtaksleysi Hothams hélt áfram og skrifar Nelson meðal annars, að hann hafi verið „harð- ánægður, ef hver mánuður leið án þess þeir yrðu fyrir meira tjóni“. En loks kom að því, að Hotham baðst lausnar eftir alvarlegar vanrækslusyndir, svo að ekki sé meira sagt, og John Jervis var látinn taka við af honum. í nóvem- ber 1795 kom Jervis til Gibraltar og í janúarmánuði næsta árs var Nelson fengið til stjórnar skipið Captain, þar eð Agamemnon varð að fara til Englands til við- gerðar. Fyrsta verk hans á þessu nýja skipi var að setja umferðabann á þafnarborgina Livorno á ítalíu. Nú hafði Spánverjum verið sagt stríð á hendur og varð Jervis af þeim ástæðum að fara með flotann til Gibraltarflóa, en Nelson var falið að flytja setuliðið frá Elbu. En yfirmaður heraflans á eyjunni var ófús á að hörfa með liðið, svo að Nelson var aftur kominn til Gibraltar í byrjun febrúar. V I K I N □ U R 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.