Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 18
að Stubbur hafði tafarlaust setzt á rassinn. En miklar breytingar voru orðnar á frjálsu og við- burðaríku lífi vesalings hundsins. Á morgnana, þegar lautenantinn fór eftirlitsferð sína um skipið, varð hann að fela sig í einhverju skúma- skoti. sem Kochnev hafði vísað honum á og kennt honum að sitja í án þess að æmta né skræmta. Og svo rækilega hafði Kochnev van- ið hann, að ekki þurfti annað en að segja: „Lon- gintes er að koma“, til þess að seppi legði rófu- stúfinn milli fótanna og þyti niður í fylgsni sitt, þar sem hann lét ekki á sér bæra fyrr en einhver hásetanna flautaði á hann, til marks um að hættan væri liðin hjá. Svp .var .komið, að Stubbur fékk aldrei að fara upp á þilfar, nema þegar baróninn var að borða eða sofa. Þegar svo stóð á. lék hann listir sínar fyrir hásetana eins og forðum. „Vertu ekki hræddur Stubbur", sögðu þeir þá, „Longintes er ekki hér“. Og meðan hann stytti vinum sín- um stundir, stóðu nokkrir þeirra á verði til frekara öryggis, ef óvinurinn skyldi fara á kreik. Aðeins að næturlagi, sérstaklega ef tungl var ekki á lofti. fékk hann að fara ferða sinna um skipið og leika sér við sjóliðana eins og áð- ur fyrr. En ekki fékk hann lengur að standa á verði með Kochnev og vekja eftirtekt á ljósum annarra skipa með því að gelta. Nú gegndi Kochnev skyldum sínum einn síns liðs, því að ekki vildi hann verða til þess, að einkavinur hans yrði fyrir barðinu á Longintes, sem þessi gamli, fáláti sjógarpur virtist hafa enn verri bifur á en nokkur hinna hásetanna. En þrátt fyrir allar þessar varúðarráðstafan- ir, leið ekki á löngu áður en Stubbur komst í krappan dans. V. Það var sjóðheitur, svækjulegur dagur á Kínahafinu, ekki skýhnoðri á himninum og sjór- inn spegilsléttur. Það hafði verið blæjalogn síð- an um dögun, seglin héngu á ránum, og kap- teinninn skipaði vélstjóranum að kynda á vél- inni. Brátt tók gufuvélin að hvæsa og blása, og Moguchy sigldi á fullri ferð til Nagasaki, þar sem aðmírállinn hafði stefnt allri flotadeildinni saman. Lautenantinn, sem lét sér sérstaklega annt um að allt væri í röð og reglu á skipinu, þegar það kæmi til Nagasaki, var nú á þriðju eftirlitsferð sinni, og hafði allt á hornum sér. Sannleikurinn var sá, að enda þótt allt væri svo hreint og þokkalegt sem bezt varð á kosið, og skipið glamp- aði stafnanna á milli í brennheitu sólskininu, 3D0 var baróninn í hinu fúlasta skapi. Hann var sem sé nýkominn frá einum „viðræðunum" enn við kapteininn, og þeim ekki skemmtilegri en vant var, svo að ekki var furða, þótt hann væri frem- ur argur. Hverri einustu tillögu, sem hann hafði gert „með hagsmuni flotans fyrir augum“, hafði undantekningarlaust verið hafnað af „þessari gufu“, eins og hann kallaði kapteininn, og sam- búðin milli þeirra fór síversnandi. Þar við bætt- ist, að miðskipsmennirnir voru alltaf að skensa hann öðru hverju. og gerðu það á þann hátt, að hann gat aldrei haft hendur í hári þeirra. Reiðin sauð í honum, er hann hugleiddi það með sjálfsaumkun, hvílík hörmung það væri fyrir fyrirmyndar-sjóliðsforingja eins og hann, að þurfa að starfa með þessum „nautheimsku, rússnesku jafnaðarmönnum", sem engan skiln- ing höfðu á heraga og voru að grafa undan völdum og virðingu yfirmannanna. Hann var að ganga eftir þilfarinu, niður- sokkinn í þessi heilabrot, þegar Stubbur skauzt snögglega undan borðstokknum og hljóp sem fætur toguðu fram hjá honum og aftur að lyft- inguhni. „Er ekki hundskömmin komin þarna aftur!“ sagði baróninn við sjálfan sig og snarstanzaði, því að honum hafði orðið dálítið hverft við. Hann leit annars hugar undir borðstokkinn, þaðan sem Stubbur hafði komið, og allt í einu virtust augun ætla út úr höfðinu á honum, en svipur hans bar vott um hinn megnasta viðbjóð. „Sendið bátsmanninn til mín!“ kallaði hann. Eftir andartak kom Gordeyev bátsmaður. „Hvað er þetta?“ spurði baróninn kuldaleg- um rómi og benti á eitthvað á þilfarinu. Bátsmaðurinn leit þangað, sem hann benti, löngum, beinaberum fingrinum, og ók sér vand- ræðalega. „Segið þér mér, hvað þetta er, Gordeyev“. „Afsakið, yðar göfgi, það er .. .“. Og bátsmaðurinn sagði honum, hvað það var. Baróninn þagði andartak. „Munið þér, hvað ég sagði við yður?“ spurði hann svo. „Já, yðar göfgi“, svaraði bátsmaðurinn og var nú enn beygðari en áður. „Innan fimm mínútna skal þessu viðbjóðs- lega kvikindi kastað fyrir borð“. „Ég bið yður að taka það til greina, yðar göfgi, að hundurinn er lasinn“, sagði bátsmaðurinn með svo auðmjúkri rödd, sem honum var unnt. „Lyf jasveinninn skoðaði hann í morgun og sagði að það væri iðrakveisa, sem að honum gengi, en VÍKINGUR i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.