Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 20
Og það var eins og Stubbur skildi, hvað um
var að ræða. Hann horfði vingjarnlegum aug-
linum biðjandi á miðskipsmanninn og dillaði
rófustúfinum ofurlítið.
„Sjáið þér, yðar göfgi! Stubbur er sjálfur að
biðja yður ásjár!“
Miðskipsmaðurinn var stórhneykslaður og
lofaði að miðla málum fyrir Stubb. Reiðiópin
hljóðnuðu, og vonarsvipur birtist á andliti
Kochnevs.
„Barón Bering!“ hrópaði miðskipsmaðurinn
æstur, þegar hann kom hlaupandi inn í setsal
foringjans. „Öll skipshöfnin biður yður að ó-
gilda skipun yðar og sleppa hundinum. Hvaða
vit er í því, að taka þetta eftirlæti þeirra af há-
setunum? Hvað hefur hann gert af sér, barón?“
„Þetta mál kemur yður ekki við, Koshutich
miðskipsmaður“, svaraði baróninn. „Og ég verð
að biðja yður að minnast stöðu yðar hér á skip-
inu og skipta yður ekki af ráðstöfunum yfirboð-
ara yðar. Hundinum skal kastað fyrir borð“.
„Haldið þér, að það verði gert?“
„Hafið þér taum á tungu yðar“, sagði bar-
óninn og fölnaði af reiði.
„Svo að þér ætlið að stofna til óeirða meðal
hásetanna með ástæðulausri grimmd yðar!“
hrópaði miðskipsmaðurinn bálreiður. „En yður
skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu. Ég
kæri þetta fyrir kapteininum".
Og þar með fór hann beina leið til káetu
kapteinsins.
Hinir sjóiiðsforingjarnir skotruðu augunum
til lautenantsins, með sýnilegri andúð, en hann
fálmaði við vangaskeggið fölur í andliti og með
hæðnisbros á vörum.
Svo sem tveim mínútum síðar kom þjónn
kapteinsins inn í setsalinn og sagði, að kapteinn-
inn vildi finna lautenantinn.
„Hvaða þvaður er þetta um hundinn?" spurði
kapteinninn þungur á brúnina.
„Það er ekkert þvaður, herra kapteinn“, sagði
baróninn kuldalega. „Ég hef skipað bátsmann-
inum að láta kasta honum fyrir borð“.
„Hvers vegna?“
„Ég varaði mennina við því, að ef ég stæði
hundinn að því að óhreinka þilfarið, léti ég
kasta honum fyrir borð. Rétt áðan komst ég að
raun um, að hann hafði gert það, og gaf báts-
manninum skipanir mínar samkvæmt því. Ég
þarf varla að taka það fram, að það er nauðsyn-
legt, ef halda á uppi sæmilegum heraga í flotan-
um, að skipunum' lautenantsins sé hlýtt um-
yrðalaust“.
„Ó, þú þýzki hverhaus!“ hugsaði kapteinninn
með sér og varð enn þungbrýnni. En upphátt
sagði hann: „Ég verð að biðja yður, barón, að
taka þessa skipun yðar tafarlaust aftur, og að
láta hundinn í friði héðan í frá. Hann er hér
á skipinu með mínu leyfi. Mér þykir þetta leitt,
en þér megið ekki gefa skipanir, sem stofna til
ástæðulausra æsinga meðal hásetanna".
„Þá bið ég yður að ógilda skipunina sjálfur,
hei-ra kapteinn, því að mér er ómögulegt að
gera það. Og auk þess . . .“.
„Hvað?“ spurði kapteinninn súr á svip.
„Auk þess er ég heilsutæpur og verð að biðja
yður að leysa mig frá störfum sem lautenant á
skipinu".
„Fáið þér mér þá uppsagnarbréf . . . Og svo
vona ég, að loftslagið í landi eigi betur við
yður“.
Baróninn hneigði sig og fór.
Daginn eftir, þegar beitiskipið kom til Naga-
saki, var nafn barónsins strikað út af skips-
hafnarskránni (allri áhöfninni til mikillar
ánægju), og annar lautenant skipaður í hans
stað. Hásetarnir andvörpuðu feginsamlega.
Þegar baróninn var farinn, gat Stubbur aft-
ur leikið lausum hala á skipinu, og ekki minnk-
aði dálæti skipsmannanna á honum við það, að
hann hafði orðið þess valdandi, að þeir losnuðu
við nöldurskrjóðinn Longintes.
^tnœlki
Lítil stúlka kom til mömmu sinnar og sagði:
— Komdu inn í barnaherbergið. Það er ókunnugur
maður að kyssa barnfóstruna.
Móðirin fór af stað, en telpan náði henni á miðri leið
og sagði:
— Hæ, 1. apríl, mamma. Þetta var bara pabbi.
★
Prestur leit upp úr miðri ræðu sinni og sá son sinn
sitja uppi á kirkjubita og henda lambaspörðum í söfn-
uðinn. Áður en prestur fengi orð sagt við drenginn,
hrópaði strákur:
— Haltu bara áfram með ræðuna, pabbi, ég skal
halda kerlingunum vakandi.
★
Dag nokkurn hafði Andrés gamli á elliheimilinu
slæman hósta. Ráðskonan brá við og hitaði handa hon-
um rommtoddý. Daginn eftir spurði ráðskonan að því,
hvernig Andrési gamla liði.
— Honum líður ágætlega, svaraði Gunna stofustúlka,
— en nú eru hinir karlarnir búnir að fá hósta.
3D2
VÍKINGUR