Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 53
þrjóska á borð við þrjósku þess íslenzka, eða
meðfædd drottnunarhneigð Bretans.
„Jæja“, sagði Loftus. „Nú vil ég fá að vita
hvort ég á að taka af rassinn eða stefnið"
,,Af hverjum?“
..Juliusi Fock frá Hull“.
Góða stund varð þögn, eins og navigatorinn á
bekknum væri að hugsa málið. Loks kom svarið:
„Farðu í rassinn á helvítinu og hringdu á fulla
ferð!“ Kaldhæðnislegur hlátur kvað við, en svo
virtist skipstjórinn skyndilega vakna til meðvit-
undar um að eitthvað væri á seiði.
Loftus lagði á stýrið.
Þá kom skipstjórinn Nikulás í loftkasti fram,
og sagði hvasst. er hann hafði séð enska togar-
ann: . Láttu stýrið vera, ég á bóginn og hann
skal víkja“. Hann stillti sér upp við stýrið, til-
búinn að sveigia frá, og taugastríðið hófst. Það
stóð í 15 sekúndur, þá sveigi Julius Fock frá
mcð bægslagangi stórfisks. Brúarglugganum
var skellt niður og höfuð og hnefi Englendings-
ins kom í ljós. Ókvæðisorð fylgdu á eftir.
Skipstjórinn Nikulás virti kollega sinn ekki
viðlits frekar en hann væri stokkur eða steinn,
heldur greip til lcaffikönnunnar á gólfinu og
sagði: „Það er sem ég segi, maður má ekki halla
sér eitt augnablik. Ef mig hefði ekki dreymt að
þú værir að sökkva skipinu, þá værum við komn-
ir á hafsbotn núna“. Hann gaf loftskeytamann-
inum eitt af þessum óútreiknanlegu hornaugum.
Dreymt. já einmitt, hugsaði hinn og brosti
með sjálfum sér. Honum komu þessar síðustu
upplýsingar ekkert á óvart. Það var blátt áfram
furðulegt hvað manninum gat dottið í hug að
halda fram, vísvitandi eða ekki, þegar hann
hafði vakað lengi. Það var tilgangslaust að
malda í móinn.
„Ég ætlaði bai'a að skrapa dálítið á honum
rassinn".
„Það er scm ég segi“, sagði skipstjórinn og
greip kíkinn. „Næst hugsa ég að þú kveikir í
skipinu. Þið eruð allir ómögulegir — öll skips-
höfnin“.
Togið heldur áfram, og vaktaskiptin klukkan
tólf á miðnætti fara fram. Ný vakt kernur und-
an hvalbaknum, og heldur aftur í borðsal; hin
stcndur í aðgerð á dekkinu.
Siggi Brands kemur niður í káetu og setzt á
bekkinn hjá kokknum, og kvartar undan kýli,
sem hann hafi fengið. Rétt á eftir kemur hórnó-
patinn niður, svartur á brún og brá, og lítur í
kringum sig sperrtur og lítill, með sitt torráðna
bros á andlitinu. Hann hefur frétt mn kýlið og
þegar fengið áhuga á rnálinu. Þegjandi sest
hann á bekkinn og virðir fyrir sér vangasvip
Sigga Brands og rauðu skotthúfuna, með sótt-
heitum augum, eins og Siggi sé einhver furðu-
skepna, af því hann hafi fengið kýli.
Nú er Sigga uppsigað við hómópatann, og auk
þess er ekkert gott að hafa kýli þar sem Siggi
hefur það. Sigga líður líka illa undir óútreiknan-
legu augnaráði hómópatans. Hann horfir ekki
á kyndarann en segir með ógurlegum rnerkis-
svip:
„Á hvað ertu að glápa?“
„Er það satt að þú sért með kýli á rassinum?"
Siggi snýr upp á sig', til að láta í ljós hneyksl-
un sína. því hann er penn með sig og vill að
rnenn sýni sér virðingu: „Hvað kemur þér það
við?“
„Ég var að frétta hað — svo ég kom. Ég hef
nefnilega feixgizt lítilsháttar við lækningar".
Hómópatinn starði án afláts á vangasvip Sigga.
„Þetta er náttúrlega sifilis“, bætir hann við eftir
nokkra þögn.
Siggi kippist við og lítur drepandi augnaráði
á kyndarann: „Og þetta segir þú við mann, sem
aldrei hefur fengið svo rnikið sem lekanda, og þó
siglt öll stríðsárin“.
Hómópatinn yppir öxlum: „Eitthvað er það
— ég hef aldrei verið með í svona löguðu fyr. Er
þetta út um allan rass, eða hvað?“
„Hver segir að það sé á rassinum“, segir
Siggi eð fyrirlitningu.
„Eitthvað siturðu bjánalega“.
Siggi svarar ekki. Hann veit að kyndarinn er
að gera grín að sér, en veit ekki hvernig hann á
að snúa hann af sér.
„Lof mér að líta á þetta“, segir kyndarinn
áhugasamur.
Nú nær Siggi ekki upp í nefið á sér fyrir
reiði. „Hvern fjandann kemur þér minn rass
við?“
Hómópatinn yppir öxlurn: „Ég hef samúð
með öllu, sem á bágt“. Og hann tekur að þylja
upp ýmsa sjúkdóma og dylgjar um það, að fyrst
maðurinn sé ómóttækilegur fyrir lekanda, þá
hljóti þetta að vera sifilis.
Héi' fær Siggi höggstað á kyndaranum, og
segir háðslega: „Þú ættir nú að þekkja lekand-
ann, þú hefur víst fengið hann 30 sinnum“.
Kyndarinn sló hann út af laginu samstundis:
„31“, leiðrétti hann.
Annar háseti kernur niður stigann, og spyr
kurteislega: „Hefurðu fengið kýli á rassinn?"
Siggi kreppir hnefana og opnar á víxl og
VIKIKGUR
335