Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 38
Þjóðverjar eru sparsamir menn og vanir að
leggja að sér. En sé um stóra fjölskyldu að ræða,
þá er það ekki hægt. Aðalvandamálið er hús-
næðisleysið og húsaleiga afar dýr. Margir verka-
menn lifa í óhæfu húsnæði við alltof dýra leigu“.
,,Já, það er víða pottur brotinn!"
„Hvaðan eruð þér?“
„íslendingur“.
„Islendingar eru miklir fiskimenn“.
„Sumir“.
Ég þakka manninum fyrir upplýsingarnar.
Býð honum sígarettu, sem hann þakkar með
þökkum og labbar burt. — Wilhelm baut auf“.
Hallartröppurnar.
Ég stanza við stóran húsgrunn, eða rúst, því
þarna stendur ekki steinn yfir steini af húsinu.
En fyrir miðjum grunninum eru tröppur og það
eru reglulegar hallartröppur. Breiðar, þægileg-
ar og skrautlegar. Til beggja handa eru háir
stöplar með ljónshöfðum. Tröppurnar eru alveg
óskemmdar og lagðar mislitum flísum. Manni
kemur þetta einkennilega fyrir sjónir.
Þarna hefur staðið stórt hús. Sennilega hótel
eða opinber bygging. Ég fer að velta því fyrir
mér hvort húsið muni verða byggt við tröpp-
urnar og dettur í hug maðurinn, sem ætlaði að
smíða bát og byrjaði á neglunni! Efst við tröpp-
urnar eru háir hraukar af múrsteinum.
Á meðan ég er að horfa á þetta einkennilega
fyrirbrigði gengur maður upp tröppurnar og
hverfur milli hraukanna. Ég elti manninn af
forvitni. Þegar komið er upp, sézt að mokaður
hefur verið gangstígur inn á grunninn, síðan
gerðar smátröppur niður í hann, og byggður'
smáskúr úr heilum múrsteinum, og kofinn er
á stærð við venjulegan íslenzkan bílskúr — og
þarna býr fólk. Já — heil fjölskylda.
Hreinsað hefur verið í kringum kofann og
steinstétt lögð, því nóg er af byggingarefninu.
Fyrir tveimur litlum gluggum eru mjallhvít
gluggatjöld, sem fara vel við grænmálaðar
gluggagrindurnar. Þrifnaðurinn og nostursem-
in er svo augljós, að manni finnst hallartröpp-
urnar eiga vel við bygginguna, þó smá sé. —
Kofinn er eins og gróðursæll blettur í eyðimörk.
„Suhiffshotel“.
Þegar talað er um skipshótel eða fljótandi
hótel, detta manni fyrst í hug fín farþegaskip,
með fullokminni hótelmenningu og skrautlegum
veitingasölum, á leið milli heimsálfanna með 30
mílna hraða. Á leiðinni upp í Bremerhaven eru
skurðir, sem aðgreina hina þrjá hluta staðarins.
Það er Wesermiinde, Gestemiinde og Bremer-
haven. Yfir skurði þessa eru stórar brýr. Við
eina þessara brúa, liggur meðal annara skipa,
flestra ónýtra, gamalt skip, ekki mjög stórt, en
hefur auðsjáanlega einhverntíma verið fínt far-
þegaskip. Út í skip þetta liggur breiður „land-
gangur“, traustlega fyrirkomið. Og við upp-
gönguna er stórt spjald, með áletruninni
„Schiffshotel“. Auk þessa spjalds eru mörg
fleiri, er gefa til kynna hvað fáanlegt sé í þessu
hóteli. En þar á meðal er gisting. Ég labba um
borð í gnoðina, en ekki finnst mér skipalegt
um borð. Siglutré eru engin, engar vindur eða
annað, sem nauðsynlegt er um borð í siglinga-
skinum. Nei, þetta er bara skipsskrokkur, sem
eðlilegast væri að höggva upp eða flytja í skipa-
kirkjugarðinn. En Þjóðverjar eru hugvitssamir
menn og nú í húsnæðisvandræðunum hefur heim
tekizt að útbúa harna ágætan greiðasölustað og
fullboðlegt gistihús.
Ég geng inn í stóran sal. með dreglalögðu gólfi
og fægðum þilium. Setzt við eitt borðið og panta
bjór. Yndisleg þerna færir mér drykkinn og spvr
hvort mig langi til að hitta skipstjórann. Ég
varð hálf hvumsa og spyr hvort skipstjóri sé
á þessu skipi! „Auðvitað", segir hún. „Ekkert
skip má vera án skipstjóra". „Jú, takk, ég vil
gjarnan hitta hann“.
Litlu síðar gengur til mín drengur á að gizka
10 ára. Hann er í fullum skipstjóraskrúða. Ég
tel ekki borðana, en þeir eru fleiri en lög mæla
fyrir. Hann heilsar mér, á þann háttvísa hátt,
sem einkennir þýzk börn, við tökum að tala sam-
an og hann segir mér að þegar hann verði stór
þá ætli hann að sigla þessu skipi um öll heims-
ins höf. Það sé alveg ákveðið, enda sé mamma
sín búin að samþykkja það! Ég spyr hann hvort
hann vanti ekki loftskeytamann. Jú,_ ég skal
ráða þig, ef þú kaupir meiri bjór“. Ég kaupi
meiri bjór og ráðningasamningur er gerður til
99 ára.
Pípan.
Enn labba ég og er löngu hættur að kæra
mig um hvert ég fer. Allsstaðar er eitthvað að
sjá og enn hef ég nógan tíma. Ég horfi í hvern
einasta búðarglugga og skoða svo að segja
hvert einasta hús. Alls staðar er líf og fjör.
„Wilhelm baut auf“. Menn hræra sementið,
hlaða múrsteinum og moka drasli upp á bíla. —
Krakkarnir leika sér í rústum og görðum. Því
krakkar eru alls staðar eins. Þau eru flest snot-
urlega klædd. Það er að segja, fötin fara vel,
þó þau séu kannske ekki ríkmannleg. Ég stanza
við einn búðargluggann. Þar getur að líta mikið
320
VÍKINGUR