Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 62
§./10. Láta mun nærri að nú sé
búið að salta í um 7000 tunnur síld-
ar í Sandgerði. Allmargir bátar róa
þaðan á reknetaveiðar og hefur þeim
yfirleitt öllum gengið vel. Hefur af
þessum sökum verið mjög mikið um
vinnu í Sandgerði að undanförnu.
Aðfaranótt fimmtudags fengu bátar
frá Sandgerði yfirleitt ágætan afla.
Voru hæstu bátar með um 110 tunn-
ur eftir nóttina. í fyrrinótt var afli
bátanna mjög tregur, enda var veður
ekki sem hagstæðast á miðunum.
Síðustu viku septembermánaðar
og fyrstu viku þessa mánaðar hafa
alls 20 íslenzkir togarar landað fiski
á markaði Þýzkalands. Þeir lönduðu
alls 5348 smál. af fiski. Nú hafa ís-
lenzkir togarar farið 183 söluferðir
til Þýzkalands. Þeir inunu alls hafa
landað þar nær 13.000 smál. af fiski
í síðasta mánuði.
Hinn 3. október s.l. tilkynnti ís-
lenzka ríkisstjórnin brezku rikis-
stjórninni, að fiskveiðisamningun-
um frá 24. júní 1901 væri sagt upp
samkvæmt ákvæðum 3. gr. samnings-
ins, svo að unnt yrði að leita nýrra
samninga um þetta efni, er væru í
samræmi við skoðanir Islendinga
um rétt íslenzkra stjórnarvalda til
friðunar fiskimiðanna. Ef ekki næst
samkomulag um nýjan samning fell-
ur samningurinn frá 1901 úr gildi,
þegar tvö ár er liðin frá uppsagn-
ardegi. Samningur þessi fjallar um
þriggja sjómílna landhelgi gagnvart
brezkum skipum. Eins og áður er
sagt, má telja hann óliagstæðan okk-
ur íslendingum, enda er nú að því
stefnt að iosna undan skuldbinding-
um hans. Stjórn F.F.S.l. hefur árum
saman barizt fyrir því, að samningi
þessum yrði sagt upp og íslenzk
landhelgi færð út.
e
12./10. Söltun Faxaflóasildar nem-
ur nú 20 þús. tunnum, en samkvæmt
upplýsingum frá Fiskifélagi Islands,
hefur söltunin ekki verið jafn mikil
s.l. átta ár í verstöðvum við Faxa-
flóa, eða frá árinu 1941. Þá nam sölt-
unin hér í verstöðvunum við Faxa-
flóa 31. þús. tunnum. Mesta söltun
Faxaflóasíldar er 52 þús. tunnur og
var það árið 1935. Það ár brást síld-
veiðin við Norðurland.
Vísitala framfærslukostnaðar er
fyrir september 330 stig. Hefur hún
hækkað um tvö stig frá því að vísi-
tala ágústmánaðar var reiknuð.
Húsaleiguvísitalan hefur einnig
hækkað en vísitala sú er gilda skal
frá 1. sept. til áramóta hefur ný-
lega verið úkveðin 156 stig. Hér er
um fjögurra stiga hækkun að ræða
frá því sem hún var mánuðina júní
til ágúst.
•
16./10. Færeyska skonnortan Hav-
fruen strandaði og sökk við Haga-
nesvík s.I. nótt. Mannbjörg varð, því
siglfirzkum sjálfboðaliðum tókst að
bjarga áhöfn skonnortunnar, 18
mönnum, innan við klukkustund
eftir að þeir komu á strandstaðinn.
Þykja Siglfirðingar hafa unnið hér
mikið björgunarafrek.
Nú í haust hefur sildar orðið vart
við Vestmannaeyjar öðru hvoru og
stundum hefur verið góð veiði hjá
þeim fáu bátum, er síldveiðar liafa
stundað i reknet. Svo virðist, sem
síldveiði sé nú að hefjast aftur
kringum Eyjar, en þeir fjórir bátar,
sem eru með reknet, hafa fengið
frá 70—100 tunnur eftir nóttina. öll
síld, sem bátar frá Vestmannaeyjum
hafa fengið nú í liaust, hefur verið
fryst til beitu.
•
27. /10. Fiskafli er nú svo tregur
hjá þeim 12—15 bátum, sem fiska
fyrir Iteykjavíkurbæ, að þeir full-
nægja ekki neyzluþörf bæjarbúa.
•
28. /10. 13. þing F. F. S. í. sett.
Það slys vildi til á Djúpavík að
lítill drengur drukknaði þar við
bryggju. Hann hét Guðbjartur og
var aðeins þriggja ára.
12. þing B. S. R. B. var sett í
Reykjavík í dag.
Síðastliðinn miðvikudag lenti stór
Douglas-flugvél á hinn nýja flug-
völl við Sauðárkrók. Var það flug-
vél frá Flugfélagi íslands. Verða
hafnar reglubundnar flugferðir
þangað tvisvar í viku.
1 færeysku blaði frá 25. október
segir að verð á saltfiski virðist fara
hækkandi. Orsökin er talin sú, að
aflamagn hafi orðið minna en búist
hafði verið við. Gengisfelling sterl-
ingspundsins hefur það líka í för
með sér, að fiskur frá Nýfundna-
landi er ekki eins samkeppnisfær á
evrópskum markaði og hann var
áður. Blaðið telur verðhækkun þessa
á saltfiski einkar heppilega fyrir
Dani, vegna fiskveiða þeirra við
Grænland. Þá er skýrt frá því, að
verið sé að afskipa 600 smálestum
af saltfiski frá Færeyjum til Italíu,
og 1000 tonn í viðbót verða send
næstu daga, einnig til Italíu.
Þjóðleikhússtjóri hefur fastráðið
14 leikara við Þjóðleikhúsið nýja.
Þeir eru: Arndís Björnsdóttir, Har-
aldur Björnsson, Herdís Þorvalds-
dóttir, Hildur Kalman, Inga Þórð-
ardóttir, Indriði Waage, Jón Aðils,
Lárus Pálsson, Gestur Pálsson,
Regína Þórðardóttir, Róbert Arn-
finnsson, Valur Gíslason, Þóra Borg
Einarsson, Ævar Kvaran. Þá hefur
og Yngvi Thorkelsson verið ráðinn
leiksviðsstjóri, en hann hefur starf-
að í Bandaríkjunum í tuttugu ár,
sem leikari, ljósameistari, leiksviðs-
stjóri og leikstjóri. Lárus Ingólfs-
son hefur verið ráðinn aðalleik-
tjaldamálari og búningateiknari. Frú
Iíristín Jóhannesdóttir er ráðin
veitingastjóri og Sigurður Gröndal
eftirlitsmaður í veitingasölum,
Hallgrímur Backmann ljósameistari
og Jón Þórarinsson ráðunautur um
tónlist.
344
V í K I N □ U R