Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 57
ir hann, þegar við vorum á vakt, og við skipt- umst á að liggja frammi í hásetaklefa innan um sjóstígvél, vindlingastúfa, óhrein föt og segl- dúka, undir höfðinu höfðum við sjóstígvél eða gamla frakkann, ,,aðmírálinn“. Svo sigldum við, það var eins og illa fest vél andskotaðist í lest- inni. Alfred lýsti fyrir okkur frönsku réttunum, sem hann hafði búið til á hótel „Hafnía“ og sýndi okkur myndir af búðingum og skreyttum kjötlærum. Kúlan kom upp á þilfar á hverjum morgni, í olíufötum og gúmmístígvélum. Fisk- urinn og Ture fylgdu dæmi hans þegar leið á ferðina. Þegar veðrið var mjög slæmt, léku þau sár í salnum. Helga heimtaði að fá að koma upp, eftir að hafa legið tvo sólarhringa. Það gladdi mig, ég vonaði að hrcint loftið myndi hressa hana við og að hún fengi matarlyst, piltarnir sögðu að þeir hlökkuðu til að sjá hennar fagra andlit. Hún var vafin í gömul teppi og „aðmírálinn” og síð- an bundin. Nú hafði ég gott færi á henni. Svona sat hún á hverjum degi, söng og kenndi krökk- unum, það var nærri liðið yfir hana, þegar við bárum hana niður um kvöldið, hún hafði sama og ekkert borðað í 9 sólarhringa. Einn daginn sagði hún, að ef hún tryði ekki á guð, þá myndi hún stökkva fyrir borð, við undr- uðumst mest viljastyrk hcnnar og þol, kvenfólk þolir illa svona lagaðar sjóferðir. — Fiskurinn hafði nokkrar kommur fyrsta daginn, ég reif hana upp og lét hana stýra, áhuginn var svo mikill, að sjóveikin hvarf. Hún var þolgóð og hlýðin móður sinni, hún hefur líklega fundið á sér, þótt ung væri, að innan um hóp af villtum mönnum, verður kvenfólkið að halda vel hópinn. Hún gladdist, ef mamma brosti, og grét ef mömmu var illt. Það munaði oft litlu að okkur hrekti inn í Biscayaflóann aftur og aftur, en þó miðaði okkur alltaf vestar og vestar. Þótt hugrekkið væri yfirleitt í lagi, þá heyrðist við og við ein- Húsfreyjan á heimilinu, Helga, kona skipstjórans. V I K I N □ U R 339

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.