Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 34
Great Britain hleypur af stokkunum (18UU). kosti. Urðu það aðeins sjö f jölskyldur, sem héldu hörkunni og lögðu upp í ferðina yfir Atlants- hafið. Meðan „Great Western" var í smíðum, hafði verið stofnað í Liverpool nýtt félag, sem einnig hafði þann tilgang, að koma á föstum gufu- skipaferðum yfir Atlantshaf. Nefndist það „British and American Steam Navigation Company". Félagið lét hefja smíðar á skipi, sem á engan hátt skyldi standa „Great West- ern“ að baki, en vera um sumt fullkomnara. Smíði skipsins sjálfs, sem byggt var hjá Curley and Young við Thames, gekk bæði fljótt og vel, en vélaverksmiðja sú, sem annast átti um smíði vélanna, varð gjaldþrota og hætti störfum áður en því verki var lokið. Þetta olli því, að skipið var ekki tilbúið árið 1838, eins og vonir höfðu staðið til. Þegar „Great Western“ var ferðbúinn, vildi hitt félagið ekki láta sinn hlut eftir liggja, enda þegar tekið að bera á samkeppni milli félag- anna. Greip það til þess ráðs, að taka á leigu lítið gufuskip, „Sirius“ að nafni, 700 smálesta stórt. Var lagt allt kapp á, að ferðbúa skip þetta sem skjótast, svo að það gæti orðið á undan „Great Westem“ vestur-yfir hafið. Var farið leynt með þessa fyrirætlun í fyrstu, svo að keppinautarnir ygðu síður að sér, en í marz- mánuði 1838 gat að líta svohljóðandi tilkynn- ingu í brezkum blöðum: „Gufuskipið „Sirius“, skipstjóri Roberts sjóliðsforingi úr brezka sjó- hernum, mun í byrjun næsta mánaðar leggja af stað frá London og halda beina leið til New York. Skipið fer af stað 2. apríl. Heimferðar- tími skipsins frá New York er ákveðinn 2. maí“. Þessi tilkynning vakti þegar geysimikla at- hygli, og var fátt tíðara umræðuefni í Englandi næstu vikurnar en hin fyrirhugaða för gufu- skipanna tveggja vestur um haf og keppni sú, sem auðsjáanlega var hafin milli skipafélag- anna, sem hlut áttu að máli. Var nú einnig lögð mikil áherzla á það, að hraða brottför „Great Western", svo að hann gæti orðið á undan yfir hafið, en hann var stærra skip og gangmeira. Kom brátt tilkynning þess efnis, að hann legði einnig upp í byrjun aprílmánaðar. Brottför beggja skipanna seinkaði um nokkra daga, en „Sirius“ lagði þó fyrr úr höfn. Var það 5. apríl. Þrem dögum síðar, hinn 8. apríl, leysti „Great Western“ landfestar. Skipin hrepptu versta veður, og var það einkum talið ágætri stjóm Roberts sjóliðsforingja að þakka, að „Sirius" komst heilu og höldnu og áfallalítið yfir hafið. Keppninni lauk á þá leið, að bæði skipin komu til New York sama dag, 24. apríl, „Sirius“ að- 316 VÍ KIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.