Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 32
Great Western (1838).
fjölgaði gufuskipum mjög, bæði í Evrópu og
Ameríku. Flest voru þetta þó seglskip fyrst og
fremst, sem notuðu vélakraftinn aðeins til hjálp-
ar. Voru þau yfirleitt notuð í stuttar ferðir, en
síður á langleiðum framan af. Þó fór það smám
saman í vöxt. Árið 1824 sigldi t. d. skip nokk-
urt, er „Falcon“ hét, til Indlands. Það var með
gufuvél, en mun þó hafa notað segl að verulegu
leyti. Hið sama er að segja um hollenzka gufu-
skipið „Curacao", sem á árunum 1827—1829
fór nokkrar ferðir á milli Rotterdam og holl-
enzku Guineu. Það var búið seglum, en notaði
gufuvélina til hjálpar og flýtisauka. Vorið 1833
fór brezka freigátan „Rhodamanthus“, eitt
fyrsta herskipið, sem sett var í gufuvél, frá
Plymouth til Madeira og Barbados. Freigáta
þessi var 800 smálestir og hafði 300 hestafla
gufuvél. Samkvæmt dagbók skipsins, sem enn
er til, var vélin notuð rösklega helming þess
tíma, sem ferðin stóð yfir.
„Royal William“.
Næsti áfangi í sögu siglinganna yfir Atlants-
hafið náðist árið 1831, þá er gufuskipið „Royal
William“, smíðað í Kanada, sigldi frá nýja
heiminum yfir til gamla heimsins. Skip þetta
lagði af stað frá Quebec í Kanada 4. ágúst og
kom til Gravsend í Englandi 3. september. Eins
og öll gufuskip fram á síðari hluta 19. aldar,
var skip þetta einnig búið seglum og hefur vafa-
laust notað þau, en þar sem gufuvélin var í
gangi alla leiðina, er skip þetta talið eiga þann
heiður, að vera fyrsta gufuskip, sem fór með
vélakrafti aðallega yfir Atlantshaf.
Skip þetta, sem smíðað var árið 1831, var
365 smálestir að stærð og hafði kostað 16 þús.
sterlingspund. Gufuvél þess var 200 hestöfl.
Þegar til Evrópu kom, var skipið selt Portúgals-
mönnum, er gáfu því nafnið „Isabella Secunda“.
Var það síðan aðallega notað til vöru- og fólks-
flutninga við strendur Pyreneaskaga og á Mið-
jarðarhafi.
„Royal William“ var upphaflega smíðaður til
Atlantshafsferða, en hefur einhverra hluta
vegna ekki þótt hentugur til þeirra nota, fyrst
hann var seldur þegar að reynsluför lokinni.
Einn aðalhluthafinn í félagi því, sem byggt
hafði skipið, var Samuel Cunard, sem síðar kom
mjög við sögu Atlantshafssiglinganna.
„Great Western“.
Skipaeigendur þeir, sem unnu að því, að koma
á föstum gufuskipaferðum milli Evrópu og
Ameríku, áttu lengi við mikla örðugleika að
stríða. Skipin voru yfirleitt lítil og gátu því ekki
flutt með sér þann kolaforða, sem nauðsynlegur
314
VÍ KIN □ U R