Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 49
,,Húsið“, stundi bóndasonurinn eftir að hafa starað góða stund ringlaður á Hákon. „En því spyrðu að því?“ ,Það gefur heilmiklar upplýsingar um þann, sem ég tala við. Þar sem ungmennafélagshús er, þar er líka brennivín, kvenfólk, svínarí. Hef- urðu fengið lekanda?“ „0, sei, sei. — Nei, það þekkist ekki í mimii sveit“. „Lekandi og mennig eru tveir óaðskiljanlegir hlutir. Þeim mun meiri lekandi, því meiri menn- ing, eins og til dæmis í París“. Bóndasonurinn brosti út í annað munnvikið og potaði með tánum í mottuna. Hákon herti sóknina. „Fer kannski allt fram með kurt og pí í þinni sveit?“ „Já, svona til þess að gera“. „Er þetta stórt hús, þetta ungmennafélags- hús?“ „Já, frekar, en það er auðvitað engin æsku- lýðshöll, eins og á að fara að byggja í höfuð- staðnum". „íslenzk æska þarf ekki æskulýðshöll, hún þarf tukthús". Hákon gamli skaut fram hökunni og hvessti augun á sveitamanninn. „Jæja“, hélt hann svo áfram. „Svona myndarlegur maður eins og þú, kemst tæplega hjá skoti frá vífum Englands“. „Maður passar sig nú“, sagði bóndasonur, og bætir svo við fjálgur á svip: „En gaman verður það nú að koma út og sjá fjarlæga staði. Það er verst hvað maður er illa að sér í enskunni. Hákon lét sér fátt um finnast. „Fjarlæga staði“, sagði hann háðslega. „Þeir hafa nú sumir ekki séð meira af Englandi en innréttingu á tveimur til þremur knæpum, karl minn, og þyk- ir ekki tiltökumál. Annars er velkomið að vera þér hjálplegur þegar út kemur, til dæmis, hvað snertir notkun sprútts í öðrum tilgangi en að verða fullur af því, og nokkra aðra mótleiki við hættum evrópskra hafnarborga“. Hákon glotti. „Fyrir ungan mann, eins og þig, með heilbrigt tilfinningalíf, ættu 6 til 7 orð að nægja: short time, how much, yes og no. ásamt nokkru fingra- máli“. Bóndasonurinn skildi hvorki upp né niður, en sagði eftir stundarumhugsun: „Ég er svo mikill hvítvoðungur, en ég hef miklar áhyggjur út af öllu, sem ég þarf að verzla“. Hákon rauk upp. „Verzla? Til hvers?“ „Til hvers?“ „Já, til hvers, geturðu ekki verzlað í þínu eig- in landi, eða ertu kannski svo ósvífinn að verá að gefa mér í skyn, að eftir 20 daga útivist á lekadollu upp á hænsnafóður á 75 aura kílóið, sjáir þú ekkert girnilegra við eina borg en búð- arglugga með skrani. Verzla! Djöfullinn! Ég er yfir mig hissa!“ Og hinn alvani sjómaður frussaði með nefið ofan í tóbaksboxið, svo megn- ið af innihaldinu fór til spillis og höndin skalf, enda var hann ekki meira en svo búinn að ná sér eftir síðustu inniveru, og mátti þá að öllum jafnaði ekki við miklu. Sveitamaðurinn leitaði til dyranna, en Hákon hljóp til og stöðvaði hann. Honum hafði skyndi- lega dottið í hug vinur sinn, Oddur, niðri í vél- arrúmi. „Ég skal vera þér hjálplegur þegar út kemur“, sagði Hákon í flýti. „Og gerðu mér svo smá- greiða áður en þú ferð“. Bóndasonur fellst á það. „Hvað er það?“ „Smáræði! Skrepptu fyrir mig ofan í vélarúm og segðu vélstjóranum, að þú eigir að sækja kjölsvínið, mig sé farið að lengja eftir því“. Hann bætti við afsakandi: „Maður þarf helzt að vera hreinn um hendurnar í þessu fínmekk- aníi þarna aftur á“. Hákon hafði vit á að stinga höndunum í vasana. Að vörmu spori kom sendimaður aftur, tóm- hentur eins og gefur að skilja, en með dökkan í-oða í vöngunum og greinilega mikið niðri fyrir. „Nú?“ sagði Hákon. „Nú“, sagði bóndasonur reiðilega. „Vélstjór- inn hló eins og fáviti, og þegar ég ítrekaði er- indið hló hann enn meira. Hann er vitlaus“. Hákon lyfti hendinni róandi: „Allir menn eru vitlausir, meira að segja jafn vitlausir; hins- vegar eru menn misjafnlega óþægilegir sem slík- ir, eins og Kleppur er gott dæmi um. Gestirnir þar eru aðeins þau prósent geðveikiiðkenda sem leiðst hafa til innlifunnar á sjaldgæf og óprakt- ísk svið mannlegrar hugsunar og athafna". Sveitamaðurinn leit á Hákon, gersamlega sneyddur öllum áhrifum þessarar síðustu bombu hans, og sagði með þunga: „Þú ert ekki góður maður“. Hákon gapti. Góða stund stóð hann orðlaus yfir þessari furðulegu athugasemd hásetans, en fékk svo málið í þeim mun ríkara mæli, og brá fyrir sig káetu-heimspeki loftskeytamannsins: ,Svo, það skiptir held ég litlu máli. Góður maður og vondur maður eru báðir sömu leppa- lúðarnir, því báðir þjóna einungis lund sinni, áskapaðri eða aðfenginni eins og gerist, og hafa báðir af nautn hvor á sinn hátt. Sá vondi á V í K I N □ U R 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.