Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 33
var til svo langrar ferðar, nema því aðeins að skerða farmrúmið um of. Vélarnar voru einnig ófullkomnar og bilanir þeirra því tíðar. Ein- hver mestu vandkvæðin voru þó fólgin í ótrú þeirri, sem flestir höfðu á gufuskipum, en hún var lengi mjög rótgróin. Sem dæmi þess má nefna, að kunnur maður, dr. Dionysius Lardner, ritaði í blað eitt í Liverpool 12. desember 1835, að menn gætu alveg eins bollalagt um fastar gufuskipaferðir til tunglsins, eins og til Ameríku. En þrátt fyrir alla þessa örðugleika, tókst 27 ára gömlum verkfræðingi, Isambard Brunel, að stofna gufuskipafélag til Atlantshafsferða, og átti sú félagsstofnun eftir að hafa úrslitaþýð- ingu fyrir þróun þessa máls. Bar hann fram tillögur sínar á stjórnarfundi brezka félagsins „The Great Wes-tern Railway Company“ og leizt mönnum svo vel á hugmynd hans, að í októbermánuði 1935 var ákveðið að efna til sér- staks félags til að hrinda málinu í framkvæmd. Félag þetta, er nefndist „The Great Western Steamship Company“, lét þegar hefjast handa um byggingu gufuskips samkvæmt tillögum Brunels. Skipið hljóp af stokkunum í júlimán- uði 1837 og hlaut nafnið „Great Western“. Skip- ið var smíðað í Bristol, 1340 smálestir að stærð, 212 feta langt, 35 feta breitt og 23 feta djúpt. Það var úr tré, mjög sterkbyggt, eins vandað- asta herskip, og ekkert til sparað. Vélin var 750 hestöfl. Kolarúmið var fyrir 700 smálestii’, en þegar það var fullt, gat skipið ekki lestað nema 200 tonn af vörum. Var og ætlunin, að skipið flytti aðallega farþega. Voru 128 farþegarúm á fyrsta farrými en 20 á öðru farrými. Áhöfn skipsins var 60 menn. Borðsalurinn í „Great Western" var 75 feta langur og 21 fet á breidd. Þótti á þeim tíma mikið til hans koma. Þegar er skipið hafði hlaupið af stokkunum, var það dregið til London, þar sem vélin var sett í það og unnið að undirbúningi Ameríku- ferðar. I marzmánuði 1838 var skipið tilbúið. Lagði það þá af stað frá London til Bristol, en þaðan átti Ameríkuferðin að hefjast. Á leiðinni til Bristol vildi það óhapp til, að eldur varð laus í skipinu. Tókst þó að slökkva hann, áður en hann gerði verulegan skaða, en þetta atvik varð til þess, að langflestir hinna væntanlegu farþega fylltust ótta og skelfingu og hættu við að fara með þessum voðalega far- 5 V British Queen (1839). V I K I N G U R 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.