Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 21
Matthías Þórðarson Fiskveibar Íslendinga ng landhelgin I. 'Yfirlit. Um það leyti, sem Island byggðist, töldu hin- ir einvöldu konungar á Norðurlöndum sig eiga hafið út frá ströndinni og milli ríkishlutanna, ef fleiri voru. Þetta gerði Haraldur hárfagri og hinir norsk-dönsku konungar síðar, allt fram á seinni hluta átjándu aldarinnar. Þess vegna má telia ^að mjög sennilegt. að íslend- ingar hafi á þióðveldistímanum verið á svinaðri skoðun, að hafið kringum strendur landsins og nyt.jar þess, tilhevrðu landinu og landsmönn- um einum, enda giörðu engir erlendir þjóðhöfð- ingjar kröfur til þess að eiga þar um nokkra hlutdeild. í lok fjórtándu aldarinnar gjörðust ýmsir þeir atburðir, er höfðu brevtingar í för með sér um verzlun og viðskinti Islands við umheim- inn. Islendingar höfðu áður rekið mikið af verzlun sinni við Norðmenn og í samvinnu við há. En nú komu aðrir menn til sögunnar, þýsk- ir og enskir, er urðu brátt harðsnúnir keppi- nautar beirra og gengu að lokum með sigur af hólmi í þeim viðskiptum. Island og fiskimiðin við landið urðu athafnasvið þeirra og einnig orustuvöllur, þegar samkomulagið fór út um þúfur, sem oft var. I byrjun fimmtándu aldarinnar er það fyrst, að erlendir farmenn, er kalla sig „kaupmenn og fiskimenn“, hefja komur sínar til landsins og reka verzlun og fiskiveiðar jöfnum höndum. Það leið ekki á löngu að nokkrir þeirra færu að hafa í frammi rupl og ójöfnuð, bjuggu um sig á hentugum stöðum í landi, fiskuðu á heima- miðum landsmanna og réðu íslenzka menn í þjónustu sína o. s. frv. Þetta leiddi til þess, að stjórn landsins fyrirbauð þeim að reka þessa atvinnu og stunda veiðiskap nær ströndum en ^6—20 sjómílur, nema með þar til fengnu sér- stöku leyfi. Var skip og farmur upptækt, ef brotið var. Þetta er ítrekað með lögum árið 1682 og enn 1733. Yfirleitt virðist sem erlendir fiskimenn hafi beygt sig undir þessi ákvæði. Margir hafa fengið levfisbréf til reksturs veið- unum og greitt ákveðin gjöld, hótt brot væru tíð, þar sem löggæzlan var ærið ófullkomin. Þannig hurfu Þjóðverjar og síðar Hollending- ar á brott, eftir að skip þeirra og eignir voru gerðar upptækar fyrir brot á fiskiveiðaákvæð- unum, og létu ekki á sér bera í tugi ára í nánd við strendur landsins eftir þetta. FIHít íiö t-rynnncrnv í h'TÍ'’n spvfiá.ndil dpv- innn.v tók vev7l"n ocr fiskivpiðar í sínar hendur. n<r hnv til einnkimarverzlnnin var afn”min í lok étiándu aldarinnar. varð encrin brevtin á landtielplsákvæðum né sektnm f'”’ir ólöp’levar veiðar. Rétturinn til fiskiveiða tilhevrði land- inu og landsmönnum. Þar um vitna fyrirmæli 2 gr. t.ilskinnnar frá 1. anríl 1776, er segir: ,.að fiskiriið í siónum oa við sjáfarströndin allt í krinaum landið sé þeim. sem hafa allra náð- ugast levfi til að sigla landið unn og verzla bar og innbvf/c/jurumim aleina ætlað. — Ollum öðrum, hvort beir eru framandi eða konungsins aðrir undirsátar, er harðlepa bannað — fiskirí allt í krinpum sjáfarströndina“. Lokabátturinn í sögu einokunarinnar verður einn dökkasti og örlagaríkasti kaflinn í sam- eiginlegri sögu Islands og Danmerkur. I lok átjándu aldarinnar — á verstu eymdarárunum, sem komið hafa yfir íslenzku þjóðina — sleit danska stjórnin fyrirvaralítið og undirbúnings- laust þau verzlunartengsl, sem hún með vald- boði hafði hnýtt milli landanna. Þjóðinni var steypt út í algjöra örbyrgð og óvissu. Landið var nú allslaust og varnarlaust. Erlend skip hundruðum saman komu nú hindrunarlaust og skipuðu sér á fiskimiðin við strendurnar. Allt eftirlit með veiðiskap erlendra þjóða var nú úr sögunni. Lögin um fiskiveiðar frá 1. apríl 1776 urðu dauður bókstafur og að síðustu numin úr gildi með konungsbréfi 22. febr. 1812 og land- helgin ákveðin 4 sjómílur. Stjórnin í Danmörku V I K i n □ u R 303

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.